Morgunblaðið - 23.08.2019, Page 24

Morgunblaðið - 23.08.2019, Page 24
Þ rátt fyrir almennt heilbrigt líferni er það engin tilviljun að ég umbreytti lífsháttum mínum fyrir sextán árum. Ég á þrjá syni ásamt eig- inmanni mínum, drengi sem nú eru orðnir full- orðnir menn, en einn þeirra er með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm. Andlega er hann alveg heill, mjög greindur, hefur lokið háskólanámi og rekur framsækið fyrirtæki ásamt tveimur öðrum. En hann þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Á yngri árum varð hann oft lífs- hættulega veikur og ég var löngum stundum hjá honum á spítalanum. Á þessum tíma var nóg að hann fengi kvef- pest og það gat haft mjög alvarlegar afleiðingar. Ég hélt mér gangandi á gosi og súkkulaði, gat lítið sofið og það tók mikinn toll af mér. Ég fann að ég hugsaði ekki nógu vel um sjálfa mig og ákvað að taka málin í mínar hendur svo ég gæti hugsað betur um son minn,“ segir Gyða Dís. Er á 90% hráfæði Eitt af því fyrsta sem hún gerði var að taka til í matar- æði sínu og borðar í dag 90% hráfæði. Það hefur hún gert frá árinu 2009 eða í áratug. „Ég er enn á lífi og líður vel, en sumir telja að hráfæði geti varla verið hollt til lengdar. Sér í lagi hérlendis yfir dimmustu og köldustu mánuðina. Það er mismunandi hvernig mataræði hentar hverjum og einum. Við erum öll ólík, en hráfæði hentar mér mjög vel. Þegar mér er boðið í veislu tek ég með mér nesti og fæ oft spurningar frá for- vitnu fólki,“ segir hún og hlær og heldur áfram: „Fólk vill fá að vita hvað ég er með, vill fá að smakka, og þegar ég varð vör við hversu mörgum fannst það óg- urlega gott sem ég var að borða fór ég að halda námskeið þar sem ég kenni fólki að útbúa hráfæði. Þetta er sann- arlega gómsætur matur sem ég borða og það kemur mörgum á óvart að ég er algjör súkkulaðigrís. Ég geri súkkulaðið sjálf og hef líka haldið mjög vinsæl námskeið í súkkulaðigerð,“ segir hún og bendir á bloggsíðu sína, shreeyoga.is. Það er uppskrift að hrákökunni sem hún var með á fimmtugsafmælinu sínu og allir hafi verið mjög hrifnir af. Á betri stað nú en áður Gyða Dís segist vera í miklu betra formi núna 54 ára en þegar hún var tvítug. Bæði andlega og líkamlega. „Yngsti sonur minn segir oft „hvað er að frétta, mamma þú, ert eins og Benjamin Button.“ Ég yngist með árunum, segir hún og brosir. – Hvernig er mataræðið? „Ég er svona 90% á hráfæði og borða einungis gufusoð- ið grænmeti og ayurvedískan pottrétt sem samanstendur af mung baunum, kinóa og kryddjurtum sem gerir mér gott. Svona matur er góður fyrir meltingarkerfið og sér- staklega yfir vetrartímann. Fólk er auðvitað mjög mis- munandi en meltingin skiptir mig máli og ég huga vel að þarmaflórunni. Síðustu ár hef til dæmis borðað meira af súrkáli sem ég geri sjálf eða kaupi tilbúið. Auk þess tek ég daglega inn góðgerla og svo hætti ég að drekka kaffi árið 2004. Fyrir mig er mjög auðvelt að hætta einhverjum rút- ínum. En þá var ég greind með svokallað Raynards synd- rome og þurfti að forðast þrennt: Kulda, álag eða streitu og kaffi. Í mínu tilfelli var auðveldast að losa sig við kaffið og það gekk bara eins og í sögu. En núna síðasta ár hef ég bætt því aftur inn finnst gott að gera mér ákveðinn kaffi- drykk með ýmiskonar super stöffi, en stundum nota ég kaffi eða sleppi því og geri kakódrykk með þessu stöffi í staðinn. Langhlauparinn sem varð jógi Gyða Dís hefur alltaf haft mikla hreyfiþörf. Hún var langhlaupari áður en jógað kom inn í líf hennar og breytti öllu. „Það má segja að ég hafi hætt að hlaupa á toppnum þegar ég kláraði fallegasta og skemmtilegasta hlaup lífs míns, Laugavegshlaupið, sem var 54 km. Á þessum tíma var ég byrjuð að iðka jóga undir handleiðslu meistara míns, Kristbjargar Kristmannsdóttur jógakennara. Ég var búin að læra öndun, hugleiðslu, jógasöguna og að iðka Yamas og Niyamas. Árið 2009 hætti ég alveg að hlaupa og kynntist Hot jóga sem kom mér skemmtilega á óvart,“ segir Gyða Dís. Hún segir að það hafi verið magnað að upplifa það að hægt sé að keyra púlsinn upp með því einu að anda. „Ég bara fann mig algerlega í krefjandi jógastöðum, fann einhvern veginn hvað jóga átti brjálæðislega vel við líkama minn. Svo fór ég aðeins lengra og rannsakaði hvað eða hvernig ég gæti öðlast betri reynslu, hvar ætti ég að gera það hérlendis eða erlendis. Ég fór að sjálfsögðu til Kristbjargar í 200 tíma jógakennaranám en mér finnst það í raun vera grunnurinn að öllu jóga hjá mér því það er gott að fara í íslenskan jógakennaraskóla. Það er öðruvísi en að læra erlends sem ég gerði einnig. Í framhaldi af rannsókn minni fór ég alveg á bólakaf í jógakennaranám en hugsaði það í upphafi aðeins fyrir mig sjálfa til að auðga líf mitt, læra tæknina í öndun og hugleiðslu, læra að tækla mig á erfiðum stundum og kannski líka fyrir fjöl- skyldu mína.“ Gyða Dís segir að við lendum öll í mótlæti í lífinu og segir að það sé okkar ákvörðun hvernig við tökumst á við það. Í betra formi 54 ára en tvítug Gyða Dís Þórarinsdóttir, jógakennari í Shree Yoga, breytti algerlega um stefnu fyrir 16 árum eftir að hafa lifað á súkkulaði og gosi til að komast í gegnum erf- ið tímabil. Síðasta áratuginn hefur hún svo gengið skrefinu lengra með því að vera 90% á hráfæði. Eftir að hafa stundað langhlaup í mörg ár kom jóga inn í líf hennar og gerði það betra. Marta María | mm@mbl.is Gyða Dís elskar að hjálpa fólki að ná tökum á lífi sínu. 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Mangó jógúrt Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.