Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Síða 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2019
Þ
egar ég geng inn í vinnurými
myndlistarmannsins Sigurðar
Sævars Magnúsarsonar tekur
liturinn blár á móti mér. Tvö
ógnarstór málverk af byggingum
fljótandi í bláum himni hanga á vegg and-
spænis hurðinni, á kommóðu í anddyrinu
sitja tvö verk af hundum í bláum jakkaföt-
um. „Blái liturinn er mjög áberandi í mínum
verkum,“ segir Sigurður, „blár er liturinn
minn.“
Sigurður hafði tekið á móti mér í íbúð
sinni í austurbæ Reykjavíkur, sem þjónar
einnig sem vinnurými. Veggirnir eru þaktir
málverkum, bæði eftir hann sjálfan og aðra
listamenn á borð við Kristján Davíðsson,
Karólínu Lárusdóttur, Sigurð Örlygsson,
Hjalta Parelíus og Erró. Þrettán ára byrjaði
Sigurður að safna málverkum og hefur hald-
ið því áfram til dagsins í dag.
„Mér þykir mjög skemmtilegt að bjóða
gestum hingað að skoða listaverkasafnið
mitt. Þar sem ég er töluvert ungur kemur
hingað mikið af ungu fólki sem er að kaupa
sitt fyrsta listaverk,“ segir Sigurður. „Það er
oft gaman að sýna þeim safnið þar sem það
spannar svolítið íslenska myndlistarsögu,“
bætir hann við.
Sigurður er ekki óvanur því að sýna
myndlist, sjálfur hélt hann sína fyrstu sýn-
ingu aðeins þrettán ára gamall og hefur
haldið ófáar sýningar síðan.
Sigurður ólst upp í Vesturbæ Reykjavík-
ur. Faðir hans, Magnús Ólafsson, var deild-
arstjóri á geðsviði Landspítalans lengst af
og móðir hans, Birna Björnsdóttir, er
sjúkraliði og tónmenntakennari. „Systur
mínar tvær smituðust síðan af þessari heil-
brigðisgeiraveiru og fóru báðar í hjúkrunar-
fræði,“ segir Sigurður. „Þetta eru heilbrigð-
isstarfsmenn allt í kringum mig, svo er ég
svarti sauðurinn í listunum.“
Ungur byrjaði Sigurður að æfa sund og
var, að eigin sögn, afreksmaður í íþróttinni í
11 ár. „Ég hætti að æfa sund 19 ára gamall.
Frá því ég fór á mína fyrstu sundæfingu
hefur sundlaugin verið mér mjög hugleikin,“
segir Sigurður, en hann segist fara í sund í
Vesturbæjarlaug á hverjum einasta degi.
Sigurður byrjaði að mála tíu ára gamall
þegar fjölskyldan var í fríi í Kaupmanna-
höfn. Systir hans hafði gefið honum striga
og málningu og á hótelherbergi í Höfn mál-
aði hann sitt fyrsta verk.
„Ég hef ábyggilega verið kominn með ein-
hverja heimþrá vegna þess að á myndinni
voru fjöll og jöklar, sem var ekki alveg út-
sýnið á hótelherberginu í miðborg Kaup-
mannahafnar,“ segir Sigurður og hlær.
Málverkið er til sýnis á vinnustofu Sig-
urðar, bakgrunnurinn er blár. Við hlið þess
er þriðja verkið sem hann málaði. „Annað
verkið er á vinnustofu Ólafs Elíassonar í
Berlín,“ segir Sigurður. „Mér þótti viðeig-
andi að hann fengi að eiga það.“
Sigurður segir að þegar hann hafi málað
fyrsta verk sitt hafi hann verið búinn að
ákveða að gerast myndlistarmaður.
„Myndlistin bara heillaði mig, hún hefur
knúið mig áfram,“ segir hann. „Ég hef alltaf
verið skapandi. Áður en ég slysaðist í mynd-
list rak ég smíðaverkstæði í garðinum á
Sólvallagötu, þar sem við fjölskyldan bjugg-
um. Þegar ég var sjö ára sá ég sýningu
Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu og hætti að
smíða til að snúa mér að myndlistinni,
ábyggilega nágrönnum mínum til mikillar
gleði, að þurfa ekki að vakna við hamars-
högg á hverjum einasta degi.
Málaði texta Megasar
Í kringum fermingu leið mér svolítið eins og
fertugum karli,“ segir Sigurður. „Mínar
áherslur voru kannski svolítið öðruvísi en
skólasystkina minna í Hagaskóla. Þegar þau
vildu vera á böllum vildi ég fara á listaverka-
uppboð og þegar vinir mínir vildu spila
tölvuleiki vildi ég skapa listaverk.“
Sigurður Sævar hélt sína
fyrstu sýningu þrettán ára
gamall og telja sýningar hans
nú á þriðja tug.
Morgunblaðið/RAX
Sjálfskipaður sendiherra
á ólíklegustu stöðum
Sigurður Sævar Magnúsarson hélt sína fyrstu myndlistarsýningu þrettán ára gamall. Í mánuðinum heldur hann til Evrópu
í listnám og segir fátt skemmtilegra en að kynna ungu fólki myndlist. Hann segir að komið sé að kaflaskilum á sínum ferli.
Pétur Magnússon petur@mbl.is