Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2019
Verk úr nýjustu seríu Sigurðar.
Sigurður hélt sína fyrstu listsýningu þrettán
ára gamall í glersal Höfðatorgs á
Menningarnótt.
„Ég sá að það var verið að auglýsa eftir
listamönnum sem vildu vera með sýningar
þannig að ég tala við umboðsmanninn minn,
sem var móðir mín, og við sóttum um.“
Um sumarið hafði Jóhannes Ásbjörnsson,
eigandi Hamborgarafabrikkunnar, samband
og bauð Sigurði að sýna verk sín á fjöl-
skylduskemmtun á Höfðatorgi.
„Það var mikil hvatning fyrir mig og það
sem ég var að gera á þessum tíma. Síðan
eru sýningarnar orðnar fleiri,“ segir Sig-
urður.
„Þessi fyrstu ár átti ég fullt af verkum
inni á vinnustofu og svo þegar ég fékk sal til
að sýna í valdi ég myndir fyrir salinn og
raðaði þeim einhvern veginn. Þetta voru
mjög blandaðar sýningar,“ segir Sigurður.
„Svo var maður svo ungur listamaður að
verkin voru mismunandi og mjög ólík. En
árið 2015, þegar ég var sautján ára, fékk ég
hugmynd að stærri sýningu.“
Sigurður hafði kynnst textum og lögum
Megasar, sem veittu honum slíkan inn-
blástur að hann ákvað að vinna þrjátíu olíu-
málverk upp úr textum tónlistarmannsins.
„Frá því ég kynntist tónlist Megasar þar
til sýningin var opnuð liðu tvö ár, þetta var
tveggja ára ferli,“ segir Sigurður. „Þetta var
í raun fyrsta stóra sýningin.“
Hann sýnir mér verk úr sýningunni sem
unnið er upp úr texta lagsins Hann á afmæli
í dag, sem fjallar um hátíðahöld á sautjánda
júní.
„Það rignir hálfétnum pulsum, pappírs-
fánaræflum, prinspólóumbúðum á stjórn-
arskrána spanskgræna,“ þylur Sigurður eft-
ir minni. Málverkið sýnir einmitt það; pylsur
í SS-pylsubréfi, prins póló og litla íslenska
fána. Í bakgrunni verksins trónir Moggahöll-
in í Aðalstræti, sem mér þykir skemmtileg
tilviljun.
Tíu sýningar á einum mánuði
Daginn eftir tuttugu ára afmælisdag sinn,
hinn 16. september 2017, hélt Sigurður sýn-
ingu í Norðurljósasal Hörpu. „Þá voru tíu ár
síðan ég ákvað að gerast myndlistarmaður
tíu ára gamall svo ég ákvað að fagna með
myndlistar- og tónlistarveislu,“ segir Sig-
urður. „Þar gat ég sýnt þróun í verkum mín-
um þessi fyrstu tíu ár. Þótt ég viti það ekki
tel ég mig trúlega yngsta myndlistarmanninn
á Íslandi sem hefur haldið yfirlitssýningu á
verkum sínum,“ segir Sigurður og hlær.
Samhliða afmælissýningunni opnaði Sig-
urður níu aðrar sýningar víðs vegar um höf-
uðborgarsvæðið í sama mánuði. „Þetta var
bæði fyrir áhangendur mína, sem fengu að
sjá hvað ég hef verið að gera mín fyrstu ár,
en þessar sýningar voru líka fyrir mig sjálf-
an. Ég vildi líta yfir sviðið og skoða hvert
þetta ætti allt saman að halda,“ segir Sig-
urður.
„Fyrst og fremst sá ég afrakstur tíu ára
vinnu. Ég hugsa auðvitað allt öðruvísi í dag
en ég gerði þegar ég var ellefu eða tólf eða
fjórtán ára gamall að mála mín fyrstu verk.
Það var ágætt að sjá þróunina og sjá að
þetta stefnir eitthvað,“ segir Sigurður, en í
kjölfar sýningarinnar ákvað hann að hefja
umsóknarferli um listnám í Evrópu.
Fetar brúna til Evrópu
„Það hefur verið stefnan alla tíð að fara út
í listnám,“ segir Sigurður. „Þótt maður sé í
ákveðnum þægindaramma hér heima, þá er
heimurinn stór.“
Sigurður tók á móti blaðamanni í vinnu-
stofu sinni í austurbænum, en hann hefur
einnig vinnuaðstöðu í vesturbænum.