Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Page 15
4.8. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 um miðbik síðustu aldar var mörgum mikið í mun að hlaupa míluna sem hraðast. Margir settu stefnuna á að hlaupa míluna undir fjórum mín- útum en það hafði aldrei verið gert fyrr en Bretinn Roger Bannister af- rekaði það árið 1954. Míluna hljóp Bannister á 3:59,4 mínútum en þá hafði metið staðið í 4:01,4 í næstum níu ár. Varð þá til sú mýta að ekki væri hægt að brjóta fjögurra mín- útna múrinn. Segja má að óyfirstíg- anleg hindrun hafi á þessum tíma orðið til í huga hlaupara því innan við tveimur mánuðum eftir að Bannister setti metið höfðu tveir aðrir hlaupið míluna á undir fjórum mínútum. Aðeins fjórum árum seinna var metið komið niður í 3:54,5 mínútur. Það er því líkt og ísinn hafi verið brotinn; Bannister hafi rutt leiðina fyrir aðra. Nú hafa yfir 1.400 manns hlaupið mílu á undir fjórum mínútum. Metið, sem stóð í níu ár, var sett árið 1945, rétt eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Styrjöldin hægði verulega á allri þróun á svið- inu og þegar Bannister setti metið var komið af stað kapphlaup manna á milli um að verða fyrstur til að brjóta ísinn. Sennilega hefði á aðferð sinni. Hann lengdi atrennuna og kom því á meiri ferð að ránni. Einnig áttaði hann sig á því að því hærra sem hann ætlaði að stökkva, því lengra frá ránni þurfti hann að hefja stökkið, ólíkt þeim sem stukku klofvega yfir rána. Árið 1968 varð Fosbury há- skólameistari í Bandaríkjunum og tryggði sér sömuleiðis sæti á Ólympíu- leikunum í undankeppni Bandaríkja- manna. Á Ólympíuleikunum í Mexíkóborg 1968 háði Fosbury, með sína óvenjulegu aðferð, mikla baráttu um gullið við Bandaríkjamanninn Ed Caruthers og Sovétmanninn Valentin Gavrilov. Fosbury sigraði á endanum með stökki yfir 2,24 metra, sem var nýtt ólympíumet. Á leik- unum í München fjórum árum seinna notuðust 28 af 40 keppendum við aðferð Fosburys og í dag er hún langvinsælasta aðferð hástökks- greinarinnar. „Þú hefur eyðilagt þessa keppni“ Annar stórmerkilegur atburður átti sér stað á Ólympíuleikunum í Mexíkóborg. Fyrir leikana var Bob Beamon talinn sigurstranglegastur í langstökki en hann átti best 8,33 metra stökk fyrr á árinu, aðeins tveimur sentimetrum styttra en heimsmetið. Beamon lenti í basli í undanriðlum leikanna þar sem hann gerði fyrstu tvö af þremur stökkum sínum ógild en tókst að gera það þriðja gilt og tryggja sig í lokakeppnina. Í fyrsta stökki sínu í lokakeppninni stökk Beamon 8,90 metra og bætti heimsmetið um 55 sentimetra. Mæling- artækið sem notast var við á leikunum náði ekki nógu langt svo mæla þurfti stökkið á gamla mátann, handvirkt. Beamon var ekki kunnugur metrakerfinu þar sem hann var vanur að keppa í Banda- ríkjunum og áttaði sig því ekki strax á því hvað hann hafði gert þegar lengdin á stökkinu var til- kynnt. Þegar liðsfélagi hans sagði honum að hann hefði bætt heims- metið um tvö fet missti hann tímabundið allan mátt í líkam- anum. Tilfinningarnar báru hann ofurliði. Ólympíu- meistarinn frá því fjórum árum fyrr kom að Beamon og sagði: „Þú hefur eyði- lagt þessa keppni.“ Orð að sönnu því metið var ekki bætt fyrr en 23 árum síð- ar og er enn í dag næst- lengsta stökk sög- unnar. Beamon gerði aðeins eina aðra tilraun til stökks í keppninni en dró sig svo í hlé, úrslitin voru ráðin. Sá sem hlaut silfur á leikunum stökk 8,19 metra. Stökkið varð þekkt sem „stökk aldarinnar“ og það var meira að segja fundið upp nýtt lýs- ingarorð til að lýsa ótrúlegu afreki af þessu tagi; „beamonesque“. Ísbrjótar fortíðar og framtíðar Við skulum halda okkur við heimsmet. Það eru ekki margir sem stefna á frama í einnar mílu (rúmlega 1.600 metra) hlaupi í dag en næsti maður sett nýtt met hefði Bannister ekki tekist það. Met Bannisters er þó einnig merki- legt af öðrum sökum. Í hlaupinu notaðist hann við tvo héra sem héldu uppi hraðanum fyrir hann og var það stór stund í sögu þeirra. Notkun héra varð mjög vinsæl næstu árin á eftir og nú eru heimsmet varla sett án slíkra. Vert er að nefna einn sem reynir í þessum prentuðum orðum að breyta leiknum í hlaup- um. Eliud Kipchoge er heimsmethafi í mara- þonhlaupi. Árið 2018 hljóp hann Berlínar- maraþonið á 2:01:39 klukkustundum og bætti þar með heimsmetið um eina mínútu og 18 sek- úndur, mesta bæting á metinu frá árinu 1967. En Kipchoge hefur merkari hluti í huga. Hann ætlar að hlaupa maraþonið á undir tveimur klukkustundum. Kipchoge komst nálægt því á Monza- kappakstursbrautinni í maí fyrir tveimur árum en var 25 sekúndum of seinn. Það hlaup var hins vegar ekki gilt sem heimsmet í maraþoni þar sem notast var við hóp héra og bíl sem stjórnuðu hraða hlauparanna þriggja sem tóku þátt í því. Kipchoge, sem hefur unnið öll maraþonhlaup sem hann hefur tekið þátt í að einu undan- skildu, þegar heimsmet var sett árið 2013, hyggst nú gera aðra atlögu að tveggja klukku- stunda múrnum. Óvíst er hvort í þetta skiptið falli hlaupið undir skilyrði til heimsmets en áhugavert verður að fylgjast með hvort Kip- choge tekst ætlunarverk sitt. „Horfði bara á mig og hló“ Fáir íþróttamenn hafa haft jafn mikil áhrif á sína íþrótt og Lawrence Taylor hafði á banda- rískan ruðning. Taylor er annar tveggja varn- armanna sem valdir hafa verið mikilvægustu leikmenn NFL-deildarinnar. Þegar hann kom inn í lið New York Giants í nýliðavalinu árið 1981 var það eitt það lélegasta í deildinni. Ári seinna var liðið eitt það besta og vann Taylor tvo ofurskálartitla með liðinu á þeim tólf árum sem hann lék í deildinni. Ef draga á saman áhrif Taylors í eitt orð er það hræðsla. Hann hræddi þjálfara annarra liða og leikmenn þeirra, ekki síst leikstjórnendur, sem hann tæklaði oft af öllu afli. Þeir sem verja áttu leikstjórnandann fyrir Tayl- or hræddust einnig niðurlæginguna sem fylgdi því að mæta honum. Margir sáu ekki annan kost vænni en að hætta. Jerry Sisemore, sem lék með Phila- delphia Eagles, er einn þeirra. Hann sagði eitt sinn að vikan í aðdraganda leiks gegn Giants hefði verið óbærileg. „Um miðbik vikunnar var eins og eitthvað kæmi yfir þig og þú byrjaðir bara að svitna,“ sagði Sisemore við New York Times. „Síðasta árið mitt í deildinni, í fyrsta leik tímabilsins, komst hann strax framhjá mér […] Hann horfði bara á mig og hló. Það var nákvæmlega þarna sem ég vissi að ég þyrfti að hætta.“ Taylor átti svo auðvelt með að brjótast í átt að leikstjórnanda andstæðinganna að þjálfarar annarra liðu þurftu að breyta uppstillingu til að koma á hann böndum. Nú, eða setja tvo til þrjá leikmenn honum til höfuðs. Það losaði auðvitað um aðra varnarmenn liðsins og liðið vann oft sigra án þess að Taylor setti mark á leikinn. Spurðu blaðamenn þá þjálfarann, Bill Parcells, hvað væri að Taylor. Parcells vissi auðvitað að Taylor var ein helsta ástæða sigranna og var orðinn langþreyttur á spurningum blaðamanna. Notaði hann þær þá til að espa Taylor upp, gera hann enn uppveðraðri en áður. Þegar svo kom í leik gegn liði sem notaði hefðbundna uppstill- ingu gegn Giants var voðinn vís fyrir leikstjórn- andann og aðra sem urðu á vegi Taylors. Taylor, sem lék sem svokallaður ytri línu- vörður (e. outside linebacker), er talinn hafa breytt leikstöðu sinni. Í stað þess að bregðast einungis við og lesa leikinn áttu menn nú einnig að vera sterkir og með mikinn sprengikraft. Þjálfarinn Joe Gibbs fann upp sóknarkerfi þar sem notast er við tvo innherja og einn hlaupara til að sporna við Taylor. Fleiri þjálfarar reyndu ýmsar leiðir til að stöðva Taylor en varð lítt ágengt. Í frelsisátt Jean-Marc Bosman breytti leiknum á allt ann- an hátt en þeir sem nefndir hafa verið hér á undan. Knattspyrnuferill hans náði aldrei nein- um hæðum en með baráttu sinni hafði hann mögulega meiri áhrif en nokkur annar leik- maður. Bosman er belgískur og hóf ferilinn hjá Standard Liège en var seinna seldur til RFC Liège. Þegar samningi hans var lokið árið 1990 voru reglur þannig að hann þurfti samþykki RFC til að færa til sig annars liðs. Laun hans voru lækkuð niður í þriðjung af því sem þau voru áður og vildi hann því færa sig um set til Dunkirk í Frakklandi. RFC krafðist hins vegar fjórfalt hærra verðs en það hafði greitt Stand- ard fjórum árum áður frá Dunkirk sem kærði sig ekki um að greiða slíkt okurverð. Bosman yðri því að bíta í það súra epli að dúsa í varaliði RFC á lélegum launum. Þetta gat Bosman ekki sætt sig við og fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þar féll loks dómur 15. desember 1995 um að kerfið í knattspyrnunni, þar sem leikmönnum væri meinað að fara á frjálsri sölu á milli liða eftir að samningur þeirra rynni út, bryti í bága við reglur Evrópusambandsins. Bannað væri að hefta atvinnufrelsi leikmanna innan evr- ópska efnahagssvæðisins (EES) auk þess sem ekki var leyfilegt að takmarka fjölda erlendra leikmanna í hverju liði, kæmu þeir úr ríki í EES. Dómurinn hafði miklar afleiðingar í för með sér. Margir leikmenn nýttu sér dóminn til að fara á milli liða og gátu nú krafist hærri launa. Sem dæmi má nefna Edgar Davis sem fór frá Ajax til Milan og Steve McManaman sem fór frá Liverpool til Real Madrid og varð á þeim tíma hæst launaði breski leikmaður sögunnar. Aðrir högnuðust á þessu þar sem lið hræddust að missa leikmenn þegar þeir rynnu út á samn- ingi og buðu því hærri laun en áður. Margir vilja auk þess meina að það ójafnvægi sem ríkir milli stærri og minni liða í knattspyrnunni sé að miklu leyti komið til vegna dómsins. Eftir hann gátu minni lið ekki keppt við þau stærri í launakostnaði og félagskiptagjöldum. Bosman naut þó aldrei góðs af dómnum, sem þekktur er sem Bosman-dómurinn. Hann beið í fimm ár eftir honum og lék á meðan með minni liðum. Hann hætti að lokum knattspyrnuiðkun árið 1996 vegna þess sligandi álags sem mála- ferlið hafði í för með sér auk þeirrar óvildar sem hann skapaði sér innan knattspyrnuhreyf- ingarinnar. Seinna lenti Bosman í baráttu við Bakkus og eftir nokkrar misheppnaðar fjár- festingar reiðir hann sig á fjárframlög frá FIFPro, alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Hann breytti leiknum en það gleymdist að þakka honum fyrir það. Dick Fosbury svífur öfugur yfir rána. Bob Beamon eyðilagði lang- stökksgreinina. Jean-Marc Bosman gerði lífið betra fyrir aðra leikmenn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.