Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2019 LÍFSSTÍLL N ú er liðið á sumarið og hver að verða síðastur að kaupa sér sumarblóm. Í garðyrkjustöðinni Flóru í Hveragerði mun starfsfólk senn kveðja hin litríku og fallegu sumarblóm og hefur þegar hafið undirbúning haustsins. Það voru Þorvaldur Snorrason, eigandi garðyrkjustöðvarinnar Flóru, og Linda María Traustadóttir, garðyrkjunemi og starfsmaður stöðvarinnar, sem tóku á móti blaðamanni þegar hann bar að garði í Hveragerði. „Sumarið í sumar hefur verið eins gott og sumarið í fyrra var leiðinlegt,“ segir Þorvaldur. „Við finnum fyrir því þegar veðrið er svona gott. Fólk kemur oftar í blómabúðir og virðist áhugasamara um að rækta garðinn sinn.“ Síðustu metrar sum- arblómanna „Sumarblómin hafa auðvitað verið vinsælust hjá okkur,“ segir Linda María, „þá helst sólboði, marga- ríta, petúnía, stjúpa og snædrífa.“ Þorvaldur segir sömu tegundir vinsælar í sumar og hafi verið síð- ustu sumur, þótt litirnir séu stund- um breytilegir. „Sumarblómin eru eiginlega á síðustu metrunum,“ bætir Þorvald- ur við, „snædrífan seldist upp á öllu landinu, stjúpan er alveg búin og við eigum lítið eftir af hinum sumarblómunum,“ segir hann og bendir á síðustu sumarblómin sem standa á tveimur tréborðum á úti- svæði garðyrkjustöðvarinnar. „Það sem tekur við af sumar- blómunum eru tré, runnar og inni- plöntur, við vorum til dæmis að fá friðarliljurnar, sem eru alltaf vin- sælar,“ segir Linda María. „Við höfum verið að selja tré og runna í allt sumar, en salan heldur áfram í ágúst og september og lík- legast fram í október,“ segir Þor- valdur og bætir við að haustið sé Sumarblóm á síðasta snúningi Það var blómlegt and- rúmsloft í garðyrkju- stöðinni Flóru í Hveragerði þegar blaðamaður Sunnu- dagsblaðsins leit í heimsókn. Nú nálgast haustið óðfluga og tíð sumarblómanna senn á enda. Pétur Magnússon petur@mbl.is Þorvaldur Snorrason, eigandi garðyrkjustöðvarinnar, og Linda María Traustadóttir garðyrkjunemi stóðu vaktina í Flóru. Ljósmynd/Pétur Magnússon Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í sumarblóm.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.