Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2019, Side 4
aldrinum ef marka má hraðamælinguna sem
nefnd var hér á undan.
Lifir fyrir íþróttina
En hvernig getur maðurinn verið
svona góður, 42 ára gamall?
Brady leggur allt í sölurnar til að
vera eins góður og hann mögulega
getur, eins lengi og hann getur.
Hann fylgir einstaklega ströngu
mataræði, borðar lítið sem ekk-
ert af dýraafurðum eða unnum
matvælum og drekkur mjög
sjaldan áfengi. Þá er æfingaáætlun
hans ólík flestra annarra í deildinni.
Hann lyftir lóðum sáralítið heldur notast
við alls kyns teygjur til styrktaræfinga og
leggur mikla áherslu á sveigjanleika eða
það sem hann kallar „pliability“. Hann
hefur sinn eigin sjúkraþjálfara sem með-
höndlar hann dag og nótt og sér um
styrktaræfingarnar.
Þá leggur Brady ómælda vinnu í
íþróttina sjálfa. Hann horfir á myndbönd
af leikjum liðs síns og andstæðinganna
marga klukkutíma á dag og vinnur með
sérstökum kastþjálfara sem fékk hann til
að breyta kasttækni sinni fyrir nokkrum
árum svo eitthvað sé nefnt.
Í þáttunum Tom vs. Time sem birtir
voru á Facebook í upphafi árs 2018 sést
greinilega hversu einbeittan sigurvilja
Brady hefur. Í þáttunum sýnir hann einnig
mýkri hliðarnar og ef marka má þættina
er hann mikill fjölskyldumaður, á tvö
börn með ofurfyrirsætunni Gisele
Bündchen og eitt úr fyrra sambandi.
Orðspor Brady er þó ekki hreint en
hann tók út fjögurra leikja bann árið
2016 fyrir meint svindl í úrslitakeppn-
Í fullu fjöri á
fimmtugsaldri
Fáir íþróttamenn eru jafn óþolandi og TomBrady og það er í raun einungis vegnaþess að hann hættir ekki að ná árangri.
Hann hefur unnið leikinn um Ofurskálina, úr-
slitaleik NFL-deildarinnar í ruðningi, sex sinn-
um, og verið valinn mikilvægasti leikmaður
leiksins fjórum sinnum, bæði oftar en nokkur
annar leikmaður. Þá hefur hann verið valinn
mikilvægasti leikmaður deildarinnar þrisvar,
síðast fyrir tímabilið 2017-18 og varð þá elsti
leikmaður sögunnar til að hljóta þá nafnbót.
(Hægt væri að telja talsvert lengur met og af-
rek Bradys.)
En Brady, sem varð 42 ára á dögunum og er
elsti leikmaður deildarinnar að spörkurum und-
anskildum, ætlar ekki að láta sér þetta nægja.
Hann hefur einsett sér að leika þar til hann nær
45 ára aldri og verða þar með elsti leikstjórn-
andi í byrjunarliði í NFL-deildinni. Hann hefur
raunar nú þegar endurskrifað söguna er varðar
leikstjórnendur í deildinni, var 40 ára þegar
hann var valinn sá mikilvægasti, og er að flest-
um talinn sá elsti sem leikið hefur af jafnmikilli
getu og raun ber vitni.
Falla fram af bjarginu
Oft er talað um að leikstjórnendur falli fram
af bjargi þegar þeir nálgast eða ná fimm-
tugsaldri. Þ.e.a.s. þeir eru meðal þeirra
bestu en skyndilega, oft vegna meiðsla,
tapa mestallri getu sinni og eru með þeim
verstu í deildinni. Af þessari ástæðu
rignir oft gagnrýni og dómsdagsspám
yfir Brady þegar honum gengur ekki
sem skyldi eða lið hans, New England
Patriots, sýnir nokkur veikleikamerki.
Síðustu tvö tímabil hafa gárungar
vestanhafs velt fyrir sér hvort kappinn
sé að verða búinn um leið og smá lægð
hefur gert vart við sig hjá Brady. Í
bæði skiptin hefur hann leitt lið sitt í
leikinn um Ofurskálina og þaggað nið-
ur í efasemdaröddunum.
Sumarið 2016 lýsti Max Kellerman
hjá ESPN – sem að vísu hefur lífs-
viðurværi sitt af því að rífast við fé-
laga sinn Stephen A. Smith – því
yfir að Brady yrði orðinn að
„ónytjungi“ í deildinni innan 18
mánaða. Sagði hann kraftinn í
kasthendi Bradys fara þverrandi
og aðeins tímaspursmál hvenær
hann yrði lélegur leikstjórnandi.
Brady lék sér að orðum Kellerman á instagram
núna í sumar; birti mynd af hraðamæli sem
mældi hraða eins kasta hans. Mælirinn sýndi yf-
ir 100 kílómetra hraða sem telst ansi gott meðal
leikstjórnanda í NFL-deildinni. Með myndinni
fylgdi tilvitnun í Kellerman: „Hann mun falla
fram af bjargi.“
Vissulega hefur hægst á Brady og hann virð-
ist hræddari en áður við að lenda
í klóm varnarmanna deild-
arinnar og hætta á meiðsli.
En hann hefur alltaf verið
hægur og byggir leik
sinn á útsjónarsemi sem
á sér fáa líka í sögu deild-
arinnar. Þá virðist kast-
hönd hans ekki finna fyrir
inni tímabilið 2014-15. Málið var kallað „Def-
lategate“ og var Brady ásakaður um að hafa lát-
ið hleypa lofti úr þeim boltum sem Patriots
notuðust við í einum leiknum. Liðin sem keppa
nota ekki sömu bolta og reglur NFL kveða á um
að boltarnir skulu hafa ákveðinn loftþrýsting
sem ekki má fara undir. Fékk Brady banninu
upphaflega seinkað með því að áfrýja en þurfti á
endanum að sætta sig við niðurstöðuna.
Nýtur góðs af þeim besta
Árangur Bradys talar sínu máli en hann má
einnig þakka þjálfaranum Bill Belichick sem
hefur verið við stjórnvölinn allt frá því Brady
var valinn nr. 199 í nýliðavalinu árið 2000. Marg-
ir telja Belichick vera besta þjálfara sögunnar
og gefa honum, ásamt eigandanum Robert kraft
og aðstoðarmönnum eins og Josh McDaniels,
meiri heiður að titlunum sex sem þeir hafa unn-
ið saman heldur en Brady.
Erfitt er að dæma um það en ruðningur er
mikil liðsíþrótt og magnaður leikstjórnandi ger-
ir lítið í lélegu liði, þótt mikilvægur sé. Belichick
virðist ávallt hafa betur gegn þeim þjálfurum
sem hann mætir hvað varðar undirbúning fyrir
leiki og er einstaklega lunkinn við að loka á
styrkleika andstæðingsins með leikskipulagi
sínu. Það sást líklega hvað best í leiknum um
Ofurskálina þegar Patriots-vörnin hélt Los
Angeles Rams, sem skorað hafði næstflest stig
á tímabilinu, tæplega 31 í leik, í þremur stigum
allan leikinn.
Hvað sem því líður verður áhugvert að fylgj-
ast með Brady í vetur. Hann gengur nú ótroðna
slóð þar sem enginn hefur verið einn bestu leik-
stjórnenda deildarinnar á viðlíka aldri. Margir
telja hann þann besta til að kasta ruðningsbolt-
anum og aldrei er að vita hvort hann þaggi niður
í öllum efasemdaröddunum og spili til 45 ára
aldurs.
Sigursælasti ruðningsleikmaður sögunnar, leikstjórnandinn
Tom Brady, varð 42 ára á dögunum. Hann hefur sagt tímanum
stríð á hendur og hyggst setja met og spila til 45 ára aldurs.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
AFP
Tom Brady
fagnar félögum
sínum í æfinga-
leik á dög-
unum, orðinn
42 ára karlinn.
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2019
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
Tom Brady fagnar Ofurskálartitlinum árið 2017 eftir sigur á Atlanta Falcons þar sem hann var val-
inn mikilvægasti leikmaður leiksins. Bill Belichick, maðurinn á bak við árangurinn, fylgist með.
AFP