Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 63
Við sjáum þörfina á aukinni þjónustu fyrir þennan hóp og bindum miklar vonir við að Snjallhnappurinn auki lífsgæði þeirra og öryggi. Auður Lilja Davíðsdóttir Öryggishnappar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt og veitt þúsundum Íslendinga frelsi til að búa heima við og njóta þess öryggis að geta ávallt kallað eftir aðstoð ef eitthvað bjátar á. „Grunnvirkni Snjallhnapps byggist áfram á öryggishnapp sem fólk ber á sér, en því til viðbótar býður kerfið nú upp á að settir séu fáeinir skynjarar á heimili þess sem er með kerfið,“ segir Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmda- stjóri sölusviðs Öryggismið- stöðvarinnar. „Aðstandendur fá app í símann hjá sér og með snjallreglum í appinu er hægt að fá mikilvægar upplýsingar um velferð og heilsu þess sem ber hnappinn. Sem dæmi um snjallreglur má nefna „komin á ról“ en aðstand- endur sjá þá hvort viðkomandi hafi farið á fætur á hefðbundnum tíma og hreyfing hafi greinst í íbúðinni. Fjöldi annarra reglna er í kerfinu sem aðstandendur geta auðveldlega aðlagað hefðbundinni virkni hvers notanda. Þannig geta aðstandendur fengið tilkynningar um öll frávik frá hefðbundinni virkni þess sem notar Snjallhnapp- inn,“ segir Auður. „Við kerfið er einnig hægt að bæta reykskynj- urum og vatnslekaskynjurum. Öll neyðarboð frá kerfinu berast til stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvar- innar sem sendir næsta útkallsbíl á staðinn ef aðstoðar er þörf.“ Veitir öryggi á ýmsan hátt „Snjallhnappurinn er mjög öflug og snjöll tæknilausn fyrir þá sem vilja njóta aukins öryggis heima við sem Öryggismiðstöðin býður nú upp á fyrst fyrirtækja hér á landi. Það er staðreynd að eldri borgurum fjölgar og þessi hópur vill að mjög stórum hluta búa heima sem allra lengst og njóta þar öryggis,“ segir Auður. „Það er því mikilvægt að bjóða þessum hópi tæknilausnir sem létta þeim lífið og auka öryggi þeirra, á sama tíma og aðstandendur fá tæki til að fylgjast betur með og bregðast við ef eitthvað bjátar á. Snjallhnappur veitir mun meira öryggi en áður hefur þekkst. Þetta er snjöll lausn sem fylgist með og lætur vita ef eitthvað bregður út af í daglegri rútínu viðkomandi, t.d. ef einhver skilar sér ekki inn í eldhús í hádeginu eða er óvana- lega lengi á salerninu. Snjallari öryggishnappur getur svo líka greint hröðun í falli og sent sjálf- virkt boð um líklegt fall, jafnvel án þess að þrýst hafi verið á hnappinn sjálfan,“ segir Auður. „Snjallhnapp- urinn er vaktaður af stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar og fólk hefur vitaskuld val um hvernig það stillir kerfinu upp, hversu mikið af upplýsingum það vill veita aðstandendum og hve mikið eftirlit það vill.“ Aukið öryggi bætir lífsgæðin „Snjallhnappurinn getur verið dýrmætt öryggistæki fyrir eldri borgara og fleiri og veitt þeim aukið öryggi og aðstandendum hugarró. Hann leysir af hólmi hefðbundna öryggishnappa sem hafa verið afar vinsælir um árabil,“ segir Auður. „Munurinn er sá að það þurfti ávallt að þrýsta á öryggishnappinn ef viðkomandi þurfti aðstoð og þá bárust boð til stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvar- innar og talsamband opnaðist milli viðskiptavinar og öryggis- varðar. Með Snjallhnappnum er hins vegar hægt að fylgjast mun betur með viðkomandi og kerfið lætur vita ef eitthvað bregður út af vananum. Þannig er ekki bara hægt að bregðast við neyð heldur einnig fylgjast með og sjá ýmiss konar mikilvægar vísbendingar um hrakandi heilsu og aðstæður sem þarf að bregðast við. Við sjáum þörfina á aukinni þjónustu fyrir þennan hóp og bindum miklar vonir við að Snjall- hnappurinn auki lífsgæði þeirra og öryggi,“ segir Auður að lokum. Nýir og snjallari öryggishnappar Snjallhnappur er ný lausn frá Öryggismiðstöðinni sem hentar vel fyrir eldri borgara, fatlað fólk og alla aðra sem þurfa aðstæðna sinna vegna að njóta aukins öryggis heima við og að geta kallað eftir tafarlausri aðstoð. Auður segir að Snjallhnappur- inn geti verið dýrmætt ör- yggistæki fyrir eldri borgara og fleiri. Hann veitir þeim aukið öryggi og aðstand- endum hugarró. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI Það er líka hægt að fá Snjallhnappinn sem skarthnapp í gylltri keðju. KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 EFRI ÁRIN 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 6 -8 1 B 4 2 3 D 6 -8 0 7 8 2 3 D 6 -7 F 3 C 2 3 D 6 -7 E 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.