Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 90
Haustveðrið gerir það að verkum að maður er meira inni v ið. Þegar dagurinn styttist og myrkrið þreng- ir sjóndeildarhringinn, þá leitar maður ósjálfrátt inn á við og lítur sér nær,“ segir Óttarr Proppé, versl- unarstjóri í Bóksölu stúdenta. Ótt- arr segist ekki bara lesa bækur sér til skemmtunar eða til að af la sér fróðleiks. „Heldur ekki síður til að spegla sjálfan mig í þeim. Þess vegna jafnast fátt á við að endurlesa bók sem maður hefur lesið áður því maður er alltaf að breytast, maður er aldrei eins og þess vegna speglast maður heldur aldrei eins.“ Óttarr segir það lúxus að vinna í bókabúð. „Því maður er alltaf að detta um eitthvað nýtt á hverjum degi. Það hækkar líka kaffireikn- inginn. Haustið er sérhannað til að hella sér upp á kaffi og kíkja í góða bók. Ég mæli með nokkrum bókum sem hefur rekið á mínar fjörur und- anfarið: Rachel Cusk er ensk skáld- kona sem skrifar svo undursamlega um hversdaginn. Það gerist lítið í bókunum hennar og söguþráður- inn þvælist út og suður en það er alveg heillandi kunnugleiki yfir öllu. Ég raðlas þríleikinn Outline, Transit og Kudos í sumar,“ segir Óttarr og það er lík- lega óhætt að telja það góð meðmæli.   Hann mælir einn- ig með því að lesa bók Naeal El Saa- dawi, Kona í hvarf- punkti,  sem sé  hroll- vek ja nd i heil la nd i lýsi ng á va ld leysi kvenna í Egyptalandi. „Og reyndar nauðsynleg hugvekja um hlutskipti hinna niðurníddu yfir- höfuð. The Palm Wine Drinkard eftir nígeríu- manninn Amos Tutuola er ein af mínum uppáhaldsbókum. Eltingaleikurinn við fullkomna herramanninn á markaðnum sem endar í hauskúpuþorpinu er með allra fyndnustu lesningu sem ég hef komist í. Þrefaldur espressó Eiríks Eiríkur Stephensen þrumaði hressi- lega úr heiðskíru lofti í sumar með fyrstu bók sinni Boðun Guðmund- ar. Þetta er saga af yfirnáttúruleg- um atburðum í vesturbæ Reykja- víkur. Sagan teygir öll mörk en er á sama tíma rökrétt og trúanleg. Þessi lestur var eins og velheppnaður bolli af þreföldum espressó. Múttan eftir frönsku glæpa- sagnadrottninguna Hannelore Cayre er annar gullmoli. Bráð- fyndin og óvænt bók. Ég öfunda þá sem eiga þessar bækur eftir ólesnar. Þær eru samt allar í styttra lagi,“ segir Óttarr. Fyrir þá sem ætla sér að leggjast almennilega í lestrarhíði þá ráð- leggur bóksalinn þeim uppfærslu á stærri kaffivél í leiðinni. „Í upphafi vetrar og með tilliti til komandi skammdegis er líka gott að huga að stærri verkum. Ég mæli sérstaklega með The Goldfinch sem af l- aði Donnu Tartt Pulitzer-verðlauna árið 2014 og er að koma í bíó. Hún er 784 síður. Barokkþrí- leikur Neal Stephen- son er meistarastykki s ý nd a rhe i m s p ön k- stílsins og telur 2.704 síður sem er ekki hægt að leggja frá sér. Ef þetta er ekki nóg er alltaf hægt að kíkja í Sögu Íslands í ellefu heillandi bindum en þá myndi ég ráðleggja uppfærslu i stærri kaffivél í leiðinni.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Lífið í vikunni 15.09.19- 21.09.19 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is NÚTVITUNDARPARTÍ Í gær fór fram núvitundarpartí í Hörpu til styrktar Krafti, stuðn- ingsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þátttak- endur voru leiddir í jóga og dans undir tónlist frá tveimur af stærstu plötusnúðum landsins, Dj Margeiri og Dj Yamaho. UNDARLEGIR TÍMAR Marteinn Sindri samdi lögin á Atl- asi á undarlegum tíma, en nafnið á plötunni er vísun í kortagerð. Atlas kom út á vínylplötu á mið- vikudaginn og að því tilefni voru haldnir útgáfutónleikar á Iðnó sama dag. Lögin samdi hann öll á lítinn kassagítar í litlu herbergi í Berlín fyrir hálfum áratug. LEIKUR Í PABBAHELGUM Ingunn Mía Blöndal birtist á skjáum landsmanna þann 6. október næstkomandi í þáttunum Pabbahelgar sem þá hefja göngu sína. Karakter hennar var víst svo sannfærandi að vini hennar Ingu lang- aði hrein- lega að kýla hann. PÉTUR JÓHANN Í HÖRPU Í nóvember verður Pétur Jóhann með sýningu í Eldborgarsal, Hörpu þar sem hann fer yfir tutt- ugu ára feril sinn í gríninu. Hann lítur þakklátur yfir farinn veg sem færði honum góða vini og ómetanlega reynslu. Óttarr með níðþungan doðrant og leiðist það ekki. Kaffireikningurinn hækkar í myrkrinu Boðun Guðmundar þótti Óttari góð og hann mælir sterklega með því að lesa Múttu og The Goldfinch. ALLT ÞAÐ NÝJASTA FRÁ TEMPUR ... AÐ SOFA ER EIT T AÐ HVÍL AST ER ANNAÐ ... MEÐ 25% AFSL ÆT TI Í BETRA BAKI FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 A F S L ÁT T U R 25% KO M D U N Ú N A ! T E M P U R-D A G A R Nýjar gerðir og fjölbreytt úrval heilsukodda TEMPUR® Hybrid Hönnuð fyrir sneggra viðbragð TEMPUR® Original Hönnuð fyrir meiri stuðning TEMPUR® Cloud Hönnuð fyrir meiri mýkt HÖFUM LAGT GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI Í LÝKUR Í DAG LAUGARDAG Óttari Proppé, fyrr- verandi ráðherra og núverandi versl- unarstjóri í Bóksölu stúdenta, leiðist ekki haustveðrið. Í myrkrinu sé gott að líta sér nær og lesa. 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 D 6 -6 9 0 4 2 3 D 6 -6 7 C 8 2 3 D 6 -6 6 8 C 2 3 D 6 -6 5 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.