Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 80
Karin Björg Torbjörnsdóttir fær lof fyrir söng sinn í Brúðkaupi Fígarós í Þjóðleikhúsinu. Þar leikur hún unglinginn Cherubino. Hvar áttir þú heima þegar þú varst lítil og hvar áttu heima núna? Ég ólst upp í Lundi í Svíþjóð, en bý núna í Prag í Tékklandi. Hef f lutt oft innan Evrópu. Hvenær ákvaðst þú að verða söng- kona? Ég ákvað það aldrei beint en söng hreinar laglínur áður en ég byrjaði að tala og söngurinn hefur alltaf fylgt mér. Röddin leiddi mig áfram og allt fór einhvernveginn á sinn stað. Hvernig tónlist hlustaðir þú á sem barn? Þar sem mamma hlustaði oft á klassíska tónlist ólst ég upp við hana en þekkti líka Björk, Bítlana og Spice girls. Klassíkin fylgdi mér samt alltaf og ég fann mikla orku henni, sérstaklega í strengja- og píanó tónlist, helst saman. Hvernig lékstu þér helst? Ég var úti í náttúrunni. Var svo heppin að búa í húsi með garði. Oft að klifra í trjám og þykjast vera dýr. Við áttum ketti og hund sem var dásamlegt!  Svo hjólaði ég út úr bænum til að synda í skógartjörn á sumrin. Hvenær byrjaðir þú að læra söng? Ég byrjaði sjö ára í kór og var hjá virtum kórstjóra þar til ég var 17 ára. Hún kenndi okkur að lesa nótur og kynnti okkur fyrir rythma, leik- andi létt án þess að tuða. Svo hélt ég áfram að læra í Söngskólanum í Reykjavík. Hvernig er hlutverk Cherubinos? Æðislegt! Hann hefur mikinn húmor, er frekur á mjög sjarmer- andi hátt og gerir allt til að njóta lífsins. Hvað er það geggjaðasta sem þú hefur gert? Taka mér árshlé frá óperusöng til að læra kvikmynda- leiklist og kvikmyndagerð í Prag. Hvað langar þig mest að gera? Oh, svo margt… en eitthvað sem gefur mér þá vissu að þegar ég skil við þennan heim þá sé hann betri en þegar ég kom í hann. Ég vil vinna að vellíðan allra dýra og náttúru. Röddin leiddi mig áfram Þessi einstaklega myndarlegi einhyrningur barst okkur í pósti frá Sveinbirni Orra. Þegar ég var lítil var ég oft að klirfra í trjám. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hvað er svart þegar þú kaupir það, rautt þegar þú notar það og grátt þegar þú hendir því? Svar: Kol. Gríngátur Af hverju hoppar einn strákurinn í hópnum upp og niður áður en hann drekkur kókómjólkina sína? Svar: Á fernunni stendur: Hristist fyrir notkun. Hvers vegna er heita vatnið kallað heita vatnið? Svar: Nú, eitthvað verður það að heita, vatnið! Lísaloppa rýndi í gátubókina. „Þessi gáta er mjög sniðug,“ sagði hún. „Spurt er, hvar er hundur smalans?“ Róbert klóraði sér í kollinum. „Ég sé engan hund, er ekki bara verið að plata okkur?“ Lísaloppa glotti. „Nei myndin af hundinum er falin í myndinni.“ „Hvað meina þú,“ spurði Róbert, hann skildi ekkert hvað það táknaði. „Jú,“ sagði Lísaloppa. „Myndin af hundinum getur verið falinn hvar sem er, í skýjunum, kindunum, fötum smalans eða grasinu, því þetta er felumynd.“ Róberti leist ekkert á þetta. „Úff, ég finn aldrei þennan hund,“ sagði hann vondaufur. Konráð á ferð og flugi og félagar 370 Getur þú fundið hund smalans? ? ? ? ? ÞAR SEM MAMMA HLUSTAÐI OFT Á KLASSÍSKA TÓNLIST ÓLST ÉG UPP VIÐ HANA EN ÞEKKTI LÍKA BJÖRK, BÍTLANA OG SPICE GIRLS. 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 D 6 -3 7 A 4 2 3 D 6 -3 6 6 8 2 3 D 6 -3 5 2 C 2 3 D 6 -3 3 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.