Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2019, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 21.09.2019, Qupperneq 72
að næturlagi. Allir komust þó lif- andi út, þar tók snjóhríð við. „Það var fjós þarna rétt neðan við skól- ann og þangað fórum við skjálfandi, vindstaðan var hagstæð, þannig að reykurinn sakaði okkur ekki. Við börnin vorum send í f lokkum á bæina í kring, Bæ, Árnes og Finn- bogastaði. Ég var ein þeirra sem fóru upp í Bæ og ég var að krókna, bókstaflega. Var í náttkjól og hafði komist í skó og sokka en ekkert utan yfir mig. Ekki neitt. Það var þreifandi bylur og frost. Í Bæ voru allir í fastasvefni náttúrlega og bær- inn lokaður með klinku að innan- verðu. Við ætluðum aldrei að geta vakið fólkið, urðum að klifra upp á frosinn vegg og berja þar á glugga. Við vorum sett beint ofan í volg rúm og þegar við vöknuðum um morguninn var allt brunnið sem brunnið gat þar sem skólinn okkar var áður. Við systur stóðum bara á kjólunum.“ Skólahaldi var þó haldið áfram í víkinni, að sögn Huldu. „Það var kennt í samkomuhúsinu og læknis- bústaðurinn, stórt þriggja hæða steinhús, varð heimavist. Kenn- arinn hét Guðmundur og var frá Finnbogastöðum. Hann var lærður kennari. Ég var orðin f luglæs þegar ég byrjaði í skóla, lærði að lesa þegar var verið að kenna Hrefnu systur minni sem er tveimur árum eldri.“ Fór ung að salta síld Víkur nú aftur sögunni að Seljanesi. Þar var fjölskyldan með dálítinn búskap, nokkrar kindur og kú, að sögn Huldu. „Það var heyjað bæði á túni og í útengi og fjaran var líka góð, þar var ánum beitt yfir vetur- inn ef veður leyfði. Íslendingar tóku yfir síldarsöltunina á Eyri, þar á meðal voru bræður pabba úr Reykjavík og þá fórum við að salta síld. Við Hrefna vorum yngstar í systkinahópnum, hin voru öll farin, og við vorum innan við fermingu þegar gamli fór að róa með okkur inn á Eyri í síld. Þegar sást til síldar- bátanna á leið inn í fjörðinn var haldið af stað, skipstjórarnir voru farnir að þekkja bátinn okkar og taka okkur í sleð. Svona var þetta. Maður gerði eins og maður gat og ég vandist öllum mögulegum vinnu- brögðum í uppvextinum, bæði úti og inni.“ Hulda segir margt fólk hafa verið í Árneshreppi á þessum tíma. „Það var búið alls staðar. Ég fór einu sinni á hesti frá Seljanesi í Dranga á einum degi, gistum þar og fórum norður í Reykjarfjörð daginn eftir. Þar er sundlaug. Ég ætlaði að taka þátt í sundkeppni en fékk ekki að keppa af því ég hafði ekki lært þar. Ég lærði að synda á Laugum í Þing- eyjarsýslu, fór þangað í skóla og það var mjög gaman.“ Hún kveðst hafa átt heimili á Seljanesi til tvítugs, en ekki verið alltaf heima. „Ég var barnfóstra hjá systrum mínum sem giftust snemma og fóru að hrúga niður börnum, önnur eignaðist tólf og hin ellefu. Guðmunda bjó í Kjörvogi og Unnur í Stóru-Ávík. Ég var hjá þeim tímunum saman.“ Siglt með börn og belju Hulda missti mann sinn, Trausta Magnússon, fyrr á þessu ári. Hann náði hundrað ára aldri og dvaldi undir það síðasta á Hrafnistu. Trausti fæddist í Kúvíkum við Reykjarfjörð en var alinn upp á Gjögri. Síðan flutti hann til Djúpa- víkur og þar hófu þau hjónin búskap. „Ég var orðin 26 eða 27 ára þegar ég gifti mig og taldist roskin, miðað við það sem algengt var. Við keyptum okkur lítið hús sem var f lutt í f lekum norðan frá Skjalda- bjarnarvík og bjuggum í því í Djúpavík í níu ár,“ rifjar Hulda upp. „Það voru fædd fimm börn, það yngsta tveggja ára, þegar auglýst var staða vitavarðar á Sauðanesi við Siglufjörð. Þá var orðið atvinnuleysi í Djúpavík, síldin farin, svo maður- inn minn sótti um vitavarðarstöð- una og fékk hana. Svo vitum við ekki fyrr en einn góðan veðurdag að vitaskipið er komið inn á Djúpa- „Maður gerði eins og maður gat og ég vandist öllum mögulegum vinnubrögðum í uppvextinum, bæði úti og inni.“ vík að sækja okkur og við höfum einn dag til að pakka og hverfa um borð í skipið með öll börnin og beljuna. Svoleiðis að við erum allt í einu komin þarna norður. Þetta varð mikil breyting á okkar lífi því það var þó alltaf eitthvað af fólki í Djúpavík, þar voru nokkrar fjöl- skyldur búsettar og þar var atvinna á sumrin en á Sauðanesi vorum við algerlega einangruð. Fórum í land á Siglufirði til að byrja með, því ekki var hægt að lenda við Sauðanes, það var svo mikil bára.“ Eftir eina nótt á Siglufirði var fjöl- skyldan flutt í land á Sauðanesi – í þreifandi þoku. „Við sáum eiginlega ekki neitt. Vitinn var líka hljóðviti sem var alltaf settur í gang í þoku, vegna innsiglingarinnar á Siglu- firði og hann baulaði á nokkurra sekúndna fresti, þetta var eins og nautsöskur. Börnunum leist ekk- ert á og ég var mjög lengi að venjast þessu hljóði. Það var aldrei tekið úr sambandi fyrr en skyggni var komið í fjóra kílómetra.“ Vegasambandslaus í átta ár Það var árið 1959 sem fjölskyldan f lutti á Sauðanes. Bryggja var þar engin, að sögn Huldu, bara klappir sem sjaldan var hægt að lenda við vegna sjógangs. Enginn vegur var á nesið heldur. Fjallið Strákar er á milli þess og Siglufjarðar og göngin um það ekki komin á þessum tíma. „Gamli og krakkarnir klifruðu stundum framan við Stráka en ég fór það aldrei. Svo var líka farið upp svokallaðar Gjár í dalnum hjá okkur, yfir fjallið og komið niður í Hvanneyrarskál Sigluf jarðar- megin. Ég fór það einhvern tíma. Það var ekkert langt en voðalega bratt. Við vorum þarna átta ár í vegleysum og það var ótrúlegt hvað það vandist.“ Spu rð hver nig skólagöng u barnanna hafi verið háttað svarar Hulda: „Það var farskóli til skiptis á Sauðanesi og Siglunesi. Við vorum með Siglunesbörnin og hjónin þar tóku okkar. Þannig var það í tvö ár. Sum fóru síðan í skóla inn í Fljót, þar var heimavist og svo komum við börnum fyrir á Siglufirði hjá fólki sem við þekktum og þar fóru þau í gagnfræðaskóla.“ Strákagöng voru opnuð 1967. „Það var rosaleg breyting,“ segir Hulda og verður ekki rengd. „Núna er svona sjö mínútna keyrsla inn á Siglufjörð.“ Hulda og Trausti bjuggu í 39 ár á Sauðanesi. Hún segir vitavarðar- launin ekki hafa verið til að hrópa húrra fyrir. „En við komum okkur upp búi og vorum með kindur og kýr, það bjargaði heimilinu.“ Yngsta barn þeirra hjóna fæddist á Sauðanesi. Það er Jón Trausti og Hulda segir hann búa á Sauðanesi núna en vera að hætta og sonur hans að taka við. „Jón Trausti er mesti Strandamaðurinn af öllum mínum börnum. Hann er heillaður af Ströndunum. Börnin hafa öll gaman af að fara þangað norður en hann alveg sérstaklega.“ En voru það ekki viðbrigði fyrir Huldu að f lytja í borgina í ellinni, eftir að hafa glímt við náttúruöf l og einangrun á landsbyggðinni? „Ég fann ekkert mikið fyrir þeirri breytingu. Við bjuggum ekki orðið afskekkt seinni árin. Svo byrjuðum við á að f lytja í Jökulgrunnið sem er rólegheitagata. Þar höfðum við góðan tíma til að átta okkur.“ SVO VAR LÍKA FARIÐ UPP SVOKALLAÐAR GJÁR Í DALNUM HJÁ OKKUR, YFIR FJALLIÐ OG KOMIÐ NIÐUR Í HVANNEYRARSKÁL SIGLUFJARÐARMEGIN. ÉG FÓR ÞAÐ EINHVERN TÍMA. ÞAÐ VAR EKKERT LANGT EN VOÐALEGA BRATT. 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 D 6 -7 7 D 4 2 3 D 6 -7 6 9 8 2 3 D 6 -7 5 5 C 2 3 D 6 -7 4 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.