Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 4
Veður Austan og suðaustan 5-15 í dag, hvassast við S-ströndina. Dálítil væta vestast, allvíða þokuloft við ströndina en annars þurrt. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast NA-lands í dag. SJÁ SÍÐU 36 Allsherjarverkfall fyrir loftslagið Mikill fjöldi tók þátt í allsherjarverkfalli fyrir loftslagið í gær. Boðað var til mótmæla um allan heim en í Reykjavík var gengið frá Hall- grímskirkju niður á Austurvöll. Meðal þeirra sem f luttu ávörp voru Kári Stefánsson, Sævar Helgi Bragason og Hildur Knútsdóttir. Börn og ungmenni hafa staðið fyrir mótmælum á föstudögum frá því 22. febrúar en í gær tóku fullorðnir líka þátt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HEILBRIGÐISMÁL Þjóðfræðingurinn Eiríkur Valdimarsson segir veðurfar geta haft mikil áhrif á ýmsa sjúk- dóma. Vel þekkt sé að dýr hagi sér á ákveðinn hátt áður en slæm veður skella á. Hestar raði sér til að mynda upp á sérstakan hátt, forystukindur fari ekki út úr húsi og mýs grafi holur sínar í skjóli. „Við erum líka dýr og lútum nátt- úrunni, þó svo við teljum okkur trú um eitthvað annað í huganum,“ segir Eiríkur. Hann segir gigtina mikilvæga í gömlum heimildum og alþýðlegum veðurspám því gigtveikt fólk hafi farið að kvarta áður en slæm veður skullu á. Slitgigt hafi verið mjög algeng á þeim öldum sem Íslend- ingar hafi stritað dægrin löng. „Í bók Jónasar frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir, stendur að ískrað hafi í gigt gamla fólksins á undan vondum veðrum.“ Eiríkur, sem starfar hjá Rannsókn- arsetri Háskóla Íslands á Hólmavík, rannsakaði sjálfur orsakatengsl veð- urs og gigtar sem hluta af MA-verk- efni sínu árið 2010. Aðalkveikjan að því að Eiríkur fór að skoða þessi mál var heimsókn til stuðningshóps vefjagigtarsjúkra, hjá Gigtarfélagi Íslands. „Þarna voru 20 manns á öllum aldri og ég fann að þessi hópur fær ekki mikinn skilning í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur. Hafa þessi tengsl helst verið sett í samhengi við breytingu á loftþrýst- ingi. „Ég hef rætt við veðurfræðinga sem hafa litla trú á þessu og sögðu að ef loftþrýstingur gæti haft svo mikil áhrif á gigtarsjúklinga ættu þeir að vera sárþjáðir við að keyra yfir Hellisheiðina,“ segir Eiríkur. Veður geti haft mikil áhrif á gigtarsjúklinga Samkvæmt þjóðtrú ískraði í gamla fólkinu þegar slæmt veður var handan við hornið. Þjóðfræðingur segir tengsl veðurs og gigtar mikil. Gigtarlæknir segir suma gigtarsjúklinga næma en að rannsóknir séu ófullkomnar á þessu sviði. Gigt er ekki eini sjúkdómurinn eða kvillinn sem er undir sam- kvæmt Eiríki, heldur til dæmis tann- pína, höfuðverkir, botnlangaköst og þunglyndi. „Það sem varðar andlegu hliðina er eitthvað sem við getum öll tengt við. Sem dæmi hef ég heyrt að kennarar finni að nemendur verða niðurlútir og lítið áhugasamir áður en slæm veður skella á.“ Arnór Víkingsson, gigtarlæknir á Landspítalanum, segir að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið, til dæmis í Hollandi, séu ófullnægj- andi og sýni misvísandi niðurstöður. Ábyggilegt sé hins vegar að veður- breytingar hafi áhrif á ákveðinn hluta gigtarsjúklinga. „Það er erfitt að negla niður líf- eðlisfræðilegar skýringar á þessu og þetta er mjög einstaklingsbundið,“ segir Arnór. „Ég tel að veðrabreyting- in sjálf skipti mestu og hún kemur gjarnan samfara loftþrýstingsbreyt- ingu.“ Nefnir hann einnig hitastigið og þess vegna velji margir sjúklingar að fara í heit eða köld böð, og hafa gert árþúsundum saman. Einnig gæti rakamettun lofts skipt máli. Um fimmtungur þjóðarinnar þjáist af gigt af einhverri tegund en Arnór segir að þeir sem eru með útbreidda og verkjamikla gigt séu næmari fyrir veðurbreytingum. 60 til 80 prósent af til dæmis slit- og vefjagigtar sjúklingum séu næm. kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Notkun frístundakorts Reykjavíkurborgar til íþrótta- og tómstundanáms er langminnst í hverfi 111. Aðeins 66 prósent stúlkna og 69 prósent drengja nýta sér kortið í hverfinu en meðaltalið er um 82 prósent í öðrum hverfum borgarinnar. Kolbrún Baldurs- dóttir, borgarfulltrúi Flokks fólks- ins, lagði fram tillögu um að borgin fari í sérstakt átak í hverfinu til að stemma stigu við vandanum. „Í Fella- og Hólahverfi er eitt mesta f jölmenningarsamfélag borgarinnar til staðar. Það er margt sem bendir til þess að stór hópur barna í hverfinu sé félags- lega einangraður og margir glíma við fátækt. Líklega kjósa efnalitlir foreldrar frekar að ráðstafa and- virði kortsins í að greiða fyrir vist á frístundaheimili og eiga þá ekkert af lögu til íþrótta- og tómstunda- starfs. Ég hef verið óhrædd að lýsa því yfir á vettvangi borgarstjórnar að félagsleg blöndun hafi mistekist í þessu hverfi. Ég fæ engar undir- tektir en ekki heldur mótmæli. Að mínu mati er aðgerða þörf þegar í stað,“ segir Kolbrún. – bþ Segir félagslega blöndun hafa mistekist í 111 S TJ Ó R N S Ý S L A Sig u r ðu r I ng i Jóhannsson, samgöngu – og sveitar- stjórnarráðherra, lagði fram nýtt frumvarp sem felur í sér heildar- endurskoðun á lögum um Þjóðskrá og almannaskráningu en fyrri lögin eru frá 1962. Meðal annars skal lagt mat á samfélagslegan ávinning þess að gera aðgang að grunngögnum Þjóðskrár gjaldfrjálsan. Endurskoða lög um Þjóðskrá Rekstrarkostnaður Þjóðskrár er um 1,9 milljarðar á ári og af lar stofnunin sér tekna með sölu upp- lýsinga fyrir um 930 milljónir króna. Mismuninn yrði að brúa með fjármögnun úr ríkissjóði. – bþ Sigurður Ingi Jóhannsson. 595 1000 STÖKKTU Í HELGARFERÐ Róm 1. NÓVEMBER Í 4 NÆTUR Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va r Frá kr. 79.995 Flug frá kr. 59.900 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri Það er erfitt að negla niður lífeðlis- fræðilegar skýringar á þessu og þetta er mjög einstakl- ingsbundið. Arnór Víkingsson gigtarlæknir +PLÚS Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi. Haustlægðirnar gætu haft áhrif á gigtarsjúklinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 82% að meðaltali nýta sér frí- stundakortið í öðrum hverfum borgarinnar. 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 6 -4 6 7 4 2 3 D 6 -4 5 3 8 2 3 D 6 -4 3 F C 2 3 D 6 -4 2 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.