Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 84
Fetar eigin slóð Rithöfundurinn heimsfrægi Ian McEwan ræðir í viðtali um nýjustu bækur sínar, hætturnar sem heimurinn býr við í dag og dramatíska fjölskyldusögu sína. NÚ FYLGI ÉG HUGSUN- INNI MUN BETUR EN ÉG GERÐI Á ÞRÍTUGSALDRI ÞEGAR ÉG VAR FULLUR AF EFASEMDUM UM AÐ SETNING- ARNAR VÆRU AÐ VIRKA EINS OG ÉG VILDI.Það fór ekki fram hjá bók­menntaunnendum að breski rithöfundurinn Ian McEwan var hér á dögunum til að taka við alþjóðlegum bók­ menntaverðlaunum kenndum við Halldór Laxness. Á sama tíma kom út í íslenskri þýðingu Árna Óskars­ son skáldsagan Vélar eins og ég. Sagan gerist upp úr 1980 þegar Bretar hafa tapað Falklandseyja­ stríðinu og Alan Turing gerir tíma­ mótauppgötvun í gervigreind. Ein aðalpersóna bókarinnar kaupir eitt af fyrstu vélmennunum, hinn ofurgreinda Adam. McEwan er fyrst spurður hvort hann telji að vélmenni verði stór hluti af lífi okkar í framtíðinni. „Gervigreind verður það og er nú þegar. Ég nota vélmennið til að leika mér að hug­ myndinni um það hvernig það væri að eiga náið samband við veru sem við höfum skapað. Við erum reyndar órafjarri því að skapa vits­ munaveru en við eigum í daglegum samskiptum við vélar og tæki og þar er tilfinningasamband í gangi. Ef bíllinn bilar þá spörkum við í hann og ef tölvan fer ekki í gang þá hvæsum við á hana og svo fram­ vegis. Við munum eiga erfitt með að koma ekki fram við vélar eins og þær séu mannlegar. Það nægir okkur að þær hagi sér eins og þær væru mannverur.“ Á önglinum Ekki verður annað séð en að vél­ mennið Adam hafi tilfinningar. „Vélmennið segist hafa þær og hegðar sér eins og það hafi þær,“ segir McEwan. „Allt í kringum okkur eru dýr sen hegða sér eins og þau hafi tilfinningar en við erum oft mjög treg til að viðurkenna það. Ég var veiðimaður, veiddi fisk, en svo kom að því að ég áttaði mig á því að það að vera á önglinum er mjög sársaukafullt og fiskarnir hegða sér eins og við myndum gera í þeirra stöðu. Veiðimenn kjósa hins vegar að velta þessu ekki fyrir sér.“ Ein persóna bókarinnar er stærðfræðingurinn Alan Turing, sem tókst á stríðsárunum að ráða dulmál Þjóðverja, en um hann og dapurleg örlög hans var gerð rómuð kvikmynd, The Imitation Game. „Hann fyrirfór sér eftir ofsóknir yfirvalda vegna samkynhneigðar hans. Hann gerði sennilega meira en nokkur önnur manneskja til að f lýta fyrir lokum seinni heims­ styrjaldar. Hann var mjög góður vísindamaður, sennilega frábær, og ég vildi gefa honum lífið sem hann aldrei átti. Ég vildi líka hafa í sögunni mann með sterka siðferðis­ kennd sem væri fulltrúi tæknibylt­ ingarinnar. Turing hefði örugglega verið í miðdepli í tölvubyltingunni hefði hann lifað,“ segir McEwan. Kinkar kolli til Kafka Ný bók eftir McEwan er svo vænt­ anleg á næstu dögum í Bretlandi, The Cockroach (Kakkalakkinn) og fjallar um Brexit. „Þetta er saga af kakkalakka sem vaknar einn morguninn og kemst að því að hann er forsætisráðherra. Ég er að kinka kolli til Kafka og bókar hans Ham­ skiptin. Bókin er mjög stutt en samt lengri en bók Kaf ka, um 20.000 orð,“ segir McEwan. Um Brexit segir hann: „Þjóðin hefur skaðað sjálfa sig gríðarlega mikið. Ég veit að ég tala ekki fyrir alla því þjóðin er þverklofin. Stjórn­ málamenn og fjölmiðlaeigendur sem vildu útgöngu lugu margoft og voru hvorki með efnahagsleg né pólitísk rök. Fullveldi byggist alltaf á málamiðlunum. Þeir segja að við höfum ekki fullt fullveldi í Evrópu­ Ég er sáttari við sjálfan mig en ég var, segir þessi framúrskarandi rithöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is sambandinu, og það er rétt. Þegar við förum munum við gera við­ skiptasamninga um allan heim en það mun taka langan tíma og það verður málamiðlun með fullveldi, eins og aðildin að NATO er mála­ miðlun og Parísarsáttmálinn. Slag­ orð popúlista: Tökum stjórnina, eru byggð á ímyndun. Við verðum ætíð að ná málamiðlun við aðrar þjóðir. Brexit byggir á lygi sem fólk hefur móttekið. Brexit er hluti af popúl­ ískri bylgju sem við sjáum í Banda­ ríkjunum, Tyrklandi, Póllandi, Ungverjalandi og mörgum öðrum löndum. Þar láta metnaðargjarnir stjórnmálamenn, ríkir fjölmiðla­ eigendur og auðjöfrar eins og þeir standi með venjulegu fólki gegn elítunni sem þeir eru þó hluti af.“ Talið berst að loftslagsbreyting­ um og hann segist sammála því að þar sé mesta hættan. „Vandamálið er ekki lengur tæknilegt, það er pólitískt. Popúlistum stendur á sama um loftslagsbreytingar. Það er mikill harmleikur að einmitt núna þegar við þörfnumst þess að ríkisstjórnir grípi í taumana þá vaða uppi popúlískir stjórnmála­ menn sem hafa afar takmarkaðar hugmyndir um það hvað mannleg velferð er. Trump er dæmi um þetta. Juncker orðaði þetta vel þegar hann sagði fyrir nokkrum árum: Við vitum hvað þarf að gera en við vitum ekki hvernig á að gera það og ná um leið endurkjöri.“ Sáttari við sjálfan sig McEwan hefur verið mikilsvirtur rithöfundur í áratugi. Hann er spurður hvort hann telji sig hafa orðið betri rithöfundur með árun­ um. „Aðrir verða að dæma um það. Ég er sáttari við sjálfan mig en ég var. Alls konar hugmyndir koma til mín þegar ég skrifa. Hugsun sem kviknar er hins vegar ekki það sama og fullgild setning sem lýsir þessari sömu hugsun. Nú fylgi ég hugsuninni mun betur en ég gerði á þrítugsaldri þegar ég var fullur af efasemdum um að setningarnar væru að virka eins og ég vildi.“ Á ferlinum hefur hann hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar, þar á meðal Booker­verðlaunin og verk hans hafa verið kvikmynduð. Hann segist sérlega ánægður með kvikmyndaútgáfuna af Atonement (Friðþægingu) sem er að flestra mati ein af hans allra bestu bókum. Hann segist stoltur af því að vera fyrsti handhafi verðlauna sem kennd eru við Halldór Laxness og fer fögrum orðum um Sjálfstætt fólk. „Margir rithöfundar sem ég þekki í Banda­ ríkjunum og Evrópu líta á Sjálfstætt fólk sem meistaraverk. Ég blaðaði í henni áður en ég kom til landsins og ég held að hún sé á pari við Tolstoj.“ Laxness fékk Nóbelsverðlaunin og blaðamaður nefnir að margir séu á þeirri skoðun að McEwan eigi þau einnig skilið. „Það er fallegt af þér að segja það,“ svarar hann. Spurður hvort hann lesi mikið svarar hann: „Mest sögu og vísindi. Það sem ég les af skáldskap er aðal­ lega endurlestur á verkum sem ég er hrifinn af eða bók sem einhver sem ég dáist að og ber virðingu fyrir kemur með til mín og segir: Þú verður að lesa þetta! Þegar fólk spyr mig hverjir séu merkilegustu höfundarnir undir þrítugs­ og fer­ tugsaldri og hvað sé að gerast í bók­ menntaheiminum þá get ég ekki svarað því. Ég er ekki útgefandi og ekki gagnrýnandi. Mér finnst ekki skylda mín að fylgjast með allri þróun í bókmenntaheiminum. Eins og allir rithöfundar feta ég mína eigin slóð.“ Dramatísk fjölskyldusaga Að lokum berst talið að drama­ tískri fjölskyldusögu hans. Fyrir allnokkrum árum kom í ljós að McEwan átti bróður sem hann hafði ekki vitað af. Móðir hans giftist árið 1934 og eignaðist son og dóttur með manni sínum. Eiginmaðurinn barð­ ist í seinni heimsstyrjöldinni og kona hans átti í ástarsambandi við David McEwan sem var einnig her­ maður. Hún fæddi honum son en hélt fæðingunni vandlega leyndri og gaf soninn til ættleiðingar. Hún sagði fósturforeldrunum að hún myndi aldrei gera tilraun til að hafa uppi á honum. Eiginmaður hennar féll í stríðinu og hún giftist elsk­ huga sínum og Ian McEwan er sonur þeirra. Eldri sonurinn David frétti á unglingsárum að hann væri ætt­ leiddur og fullorðinn maður hafði hann uppi á bróður sínum, Ian, og hitti móður sína sem þá var þjáð af Alzheimer. McEwan segist vera í góðu sam­ bandi við bróður sinn sem hann hafi talað við rétt áður en hann hélt til Íslands. „Þegar þetta mál með bróður minn kom upp árið 2002, og komst í fjölmiðla, þá fékk ég fjölda bréfa frá fólki sem átti systur og bræður sem það hafði ekki vitað af. Ég hitti líka fólk sem hafði þessa sömu sögu að segja. Ég á hálf bróður og hálfsystur og þegar albróðir minn kom skyndilega til sögunnar kom það okkur öllum í mikið uppnám. Það sneri ekki að samskiptum við hann heldur vegna þess að við litum öll til baka og átt­ uðum okkur skyndilega á sorginni og depurðinni sem hafði verið hluti af lífi foreldra okkar. Fjölskyldan var svo sundruð og brotin. Eftir þetta skildi ég sorgina sem hafði alltaf fylgt móður minni.“ 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 D 6 -4 6 7 4 2 3 D 6 -4 5 3 8 2 3 D 6 -4 3 F C 2 3 D 6 -4 2 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.