Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 34
Kannanir sýna að þegar við eldumst erum við minna snert. Samt höfum við sömu þörf fyrir nánd og snertingu og áður. Því segi ég við starfslið okkar, og geri það oft sjálf, að taka utan um axlir gamla fólksins og strjúka því um vangann. Ég má það líka gagnrýnilaust sem kvenprestur og gamla fólkið verður svo innilega glatt þegar því eru sýnd blíðuhót.“ Þetta segir séra Auður Inga Ein- arsdóttir, prestur heimilisfólksins á hjúkrunarheimilinu Grund. „Það er svo mikilvægt að taka utan um gamla fólkið okkar og gefa sér tíma til að vera hjá því og hlusta í amstri dagsins. Það er nokkuð sem yngra fólkið ætti líka að gera af gleði og þakk- læti til þessarar merkilegu elstu kynslóðar Íslendinga. Kynslóðar sem lifað hefur mestu breytingar í mannkynssögunni því engin kynslóð hefur upplifað annað eins og hún. Þetta er þakklátasta kyn- slóðin sem lifir. Fólk af henni er þakklátt fyrir allt; að maður yrði á það, faðmi það og setjist hjá því, jafnvel þótt það sé ekki nema í tíu mínútur,“ segir Auður Inga sem fyrir prestskap var umsjónarkenn- ari í grunnskóla. „Þar má segja að mætist tvær ólíkar kynslóðir hvor með sína öfgana. Börn í 7. bekk þekkja rétt sinn og gera kröfur í hvívetna á meðan elsta kynslóðin þakkar fyrir allt sem að henni er rétt. Af henni má svo ótalmargt læra og sögurnar sem eldra fólkið segir eru svo ótrúlegar að börnin halda að þau ýki þegar þau lýsa fyrir þeim bernsku sinni og því sem þau upp- lifðu á Íslandi í gamla daga.“ Margir hringja í vinalínur Auður Inga segir eldri borgara landsins á mismunandi stað í lífinu, enda séu þeir á stóru aldurs- bili, allt frá 65 ára upp í meira en 100 ára. „Þarfirnar eru mismunandi og á meðan yngri eldri borgarar eru enn á fleygiferð og hafa nóg fyrir stafni eru eldri eldri borgarar farnir að tapa heilsu og getu. Þeir einangrast oft heima og þurfa þá sárlega innlit, umhyggju og að þeim sé sinnt. Mér skilst að margir hringi í vina- og hjálparlínur því þá vantar einhvern að tala við. Í dag á margt eldra fólkið börn sem búsett eru í útlöndum og þá ríkir tómarúm í lífi þeirra. Þetta hefur breyst mikið á þeim tíu árum sem ég hef starfað sem prestur á Grund en þá voru sárafáir í þessum aðstæðum. Ég bjó áður í Banda- ríkjunum og Svíþjóð þar sem algengt er að eldri borgarar eigi börn sem búa í órafjarlægð en ég held að smæð íslensks þjóðfélags hjálpi okkur að vera nær gamla fólkinu. Það eykur nándina, við erum til staðar og getum þjónu- stað það betur.“ Á hjúkrunarheimilinu á Grund búa um 180 einstaklingar. „Allt heimilisfólkið þráir heim- sóknir og bíður þeirra í ofvæni og yfirleitt standa aðstandendur sig vel í að heimsækja foreldra sína og ættingja. Við erum auðvitað með sneiðmynd af þjóðfélaginu hér á Grund, rétt eins og í litlu sveita- þorpi; líka fólk sem hefur brennt allar brýr að baki sér. Flestir eiga þó í góðum samskiptum við börn sín og ættingja og hlakka til hverrar stundar með ástvinum sínum,“ segir Auður Inga. Börn og ungmenni komi oft- sinnis á Grund til samfunda við ömmur sínar og afa, langömmur og langafa. „En af því að ég er amma sjálf veit ég að til þess að barnabörnin heimsæki mig þarf ég að rækta samskiptin við þau. Þau koma ekki nema þeim hafi verið sýnd ræktar- semi og mér finnst elsta kynslóðin hafa gefið barnabörnum sínum mikinn tíma. Hér fárast margar konur yfir ungum mæðrum í dag og hversu lítinn tíma þær hafa fyrir börn sín. Þær hafa áhyggjur af börnum og unglingum þessa lands; hvernig fjölskyldutengsl verða æ minni og fjarlægari með félagslegri einangrun símanna sem svo valda enn minni nánd innan fjölskyldunnar. Þessi kynslóð veit upp á hár hvað skiptir máli í lífinu og er með á hreinu að það er fjöl- skyldan,“ segir Auður Inga. Trúað fólk og óttalaust Á Grund eyðir ævikvöldinu elsta kynslóð Íslendinga. Hvernig hún nýtur efri áranna segir Auður Inga fara eftir heilsufari hvers og eins. „Margir eru orðnir langþreyttir og lúnir og þrá það heitast að deyja. Þegar lífsgæðin eru næstum engin og fólk þarf orðið hjálp með allt við daglegt líf talar það um að Lykla-Pétur hafi gleymt sér og hvað sé að almættinu að gleyma þeim svo lengi. Hjá okkur býr líka fólk sem orðið er hundrað ára, feykihresst og fer í daglega göngu- túra. Góð heilsa er því númer eitt, tvö og þrjú,“ segir séra Auður Inga. Sunnudagsmessurnar hennar á Grund eru þétt setnar. „Það mæta allir til messu sem eiga þess kost og upp undir hundrað manns við hverja messu. Þetta er svo trúað fólk og óttalaust yfir því sem tekur við. Það trúir á upp- risu og eilíft líf og trúin er sterkt haldreipi þegar endalokin nálgast. Það trúir því að beðið sé eftir því hinum megin og að við taki líf eftir þetta í faðmi ástvina sem fóru á undan. Það hlakkar til endur- fundanna og lítur á dauðann sem vin sinn.“ Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Séra Auður Inga hefur verið prestur á Grund í áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Allir þrá heimsókn og hlýju Séra Auður Inga Einarsdóttir er heimilisprestur á Grund. Hún segir mikilvægt að snerta, hlusta og vera til staðar. Á heimasíðu samtakanna, sem stofnuð voru árið 1985, er að finna hafsjó af hjálplegum og ítarlegum fróðleik um allt sem viðkemur heilabilun. „Markmið samtakanna er að miðla upp- lýsingum til fólks með heilabilun, aðstandenda, fagaðila og annarra sem láta sig málefnið varða,“ segir Sigurbjörg. Eftirsótt ráðgjöf Helstu verkefni Sigurbjargar, sem er iðjuþjálfi að mennt, eru að fræða og leiðbeina einstaklingum sem greinst hafa með Alzheimer eða aðra heilabilun, ásamt mökum þeirra og fjölskyldu. Boðið er upp á fjölbreytta þjónustu sem hentar flestum, óháð fjölskyldugerð, búsetu eða framvindu sjúkdóms. „Við veitum ráðgjöf og stuðn- ingsviðtöl fyrir einstaklinga og maka og fjölskyldufundi ef óskað er eftir því. Það skiptir ekki máli hversu langt einstaklingurinn er genginn í ferlinu, það eru allir vel- komnir í ráðgjafarviðtal,“ útskýrir Sigurbjörg. „Ef þú kemst ekki til okkar þá bjóðum við upp á fjar- fundarbúnað eða símaviðtal. Þetta er ókeypis fyrir alla félagsmenn sem ganga í samtökin. Við erum með ráðgjafarsíma sem er opinn alla daga nema föstu- daga en það er gaman að segja frá því að ráðgjafarviðtölin eru mikið notuð, það er mikil ásókn og eigin- lega öll viðtöl sem eru bókuð hjá okkur eru nýtt.“ Hlustað á raddir þeirra yngri Í tilefni alþjóðlega Alzheimerdags- ins sem er í dag, þann 21. septem- ber, efna samtökin til málstofu sem ber yfirskriftina „Ég er enn ég“. Á málstofunni, sem fer fram á Grand Hóteli klukkan 14, verður Öflug fræðsla og sveigjanleg þjónusta Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna, segir það geta verið mikið áfall að greinast með Alzheimer. Samtökin veita bæði aðstandendum og þeim sem greinast ráðgjöf. Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimer- samtakanna, segir aðstand- endur þeirra sem hlotið hafa greiningu líka þurfa ráðgjöf og stuðning. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI Ég er enn ég! Mannréttindi fólks með heilabilun Í tilefni Alzheimerdagsins, sem er í dag, verður efnt til málstofu á Grand Hóteli, frá kl. 14-16. Ávarp n Valborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer- samtakanna Setning n Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri Í fullkomnum heimi n Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannrétt- indaskrifstofu Íslands 8 ár með Alzheimer n Einar Þór Jónsson, aðstand- andi og formaður Geðhjálpar Kaffihlé Ég er enn ég! n Frásagnir einstaklinga með heilabilun Tanya og Zumba Gold dans- flokkurinn n Heilsuskóli Tanyu og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verða með dans- skemmtiatriði Ráðstefnuslit n Árni Sverrisson, formaður Alzheimersamtakana Fundarstjóri Ragnheiður Ríkharðsdóttir Fv. alþingismaður og í stjórn Alzheimersamtakanna Allir velkomnir og aðgangur ókeypis áherslan lögð á mannréttindi fólks með heilabilun. Þá mun vinnuhópur þeirra sem greinst hafa yngri með sjúk- dóminn veita gestum innsýn í sinn veruleika en þau standa gjarnan frammi fyrir öðruvísi áskorunum en þau sem eldri eru. „Þetta eru einstaklingar sem eru snemm- greindir en það þýðir að vera greindur með heilabilun fyrir 65 ára aldur,“ útskýrir Sigurbjörg. „Maður getur greinst þegar maður er 85 ára en einhverjir greinast jafnvel 51 árs og sumir í hópnum eru 55 ára. Þá eru aðrar áherslur eins og til dæmis í sam- bandi við fjölskyldumynstur og vinnu og hlutverk í lífinu,“ segir Sigurbjörg. „Þessi vinnu- hópur er eftir erlendri fyrirmynd og byrjaði í janúar á þessu ári. Það eru núna tíu einstaklingar með heilabilun í hópnum ásamt mökum sínum.“ Sigurbjörg segir hópinn hittast reglulega. „Þau hittast hérna hjá okkur í samtökunum svona annan hvern mánuð og markmiðið með þessum hóp er að það sé hlustað á raddir fólks með heilabilun. Þetta er ekki stuðningshópur innan Alzheimersamtakanna en auðvitað fá þau stuðning hvert frá öðru. Þetta er meira þannig að þau vilja gera heilabilun sýnilegri með því að hlustað sé á þeirra raddir,“ segir hún. „Það er það sem við ætlum að gera á málstofunni, þessir sex einstaklingar segja sínar sögu ásamt maka sínum.“ Regulegir fræðslufundir „Þegar fólk leitar til okkar þá er það að leita eftir upplýsingum og stuðningi. Við erum til dæmis með svona stuðningshópa fyrir aðstandendur tvisvar í mánuði, þá getur fólk bara mætt og þarf ekkert að skrá sig, deilt sinni sögu og hlustað á aðra,“ segir Sigurbjörg. „Þetta er á jafningjagrundvelli, er mjög vel sótt, og fólk hefur lýst mikilli ánægju með að geta hist án veika einstaklingsins en það er mikið álag á aðstandendur.“ Mikilvæg fjáröflun Samtökin fóru af stað með fjár- öflun fyrir skömmu þar sem meðal annars er hægt að festa kaup á hálsmeni sem hannað er af Gabríellu Ósk. Allur ágóði rennur til styrktar starfi unga hópsins og þeirra sem nýverið hafa hlotið greiningu. Þá er einnig hægt að styðja við samtökin með ýmsum öðrum hætti, til dæmis með einstöku eða mánaðarlegu framlagi og geta ein- staklingar jafnt sem fyrirtæki lagt samtökunum lið. Hægt er að skoða hálsmenið og fá nánari upplýsingar á heimasíðu samtakanna, alzheimer.is. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U REFRI ÁRIN 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 6 -8 1 B 4 2 3 D 6 -8 0 7 8 2 3 D 6 -7 F 3 C 2 3 D 6 -7 E 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.