Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 18
Við liggjum á ótrúlega frambæri- legu svæði sem erlendir sérfræðingar sem hingað koma segja allir að geti orðið að heimsklassa íþróttasvæði. Þórður M. Sigfússon, skipu- lagsfræðingur Handboltalandsliðið hefur verið á undanþágu frá 1989. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2020 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur rennur út 1. október. Úthlutað verður úr eftirfarandi sjóðum: launasjóður hönnuða launasjóður myndlistarmanna launasjóður rithöfunda launasjóður sviðslistafólks launasjóður tónlistarflytjenda launasjóður tónskálda Allar umsóknir eru nú einstaklingsumsóknir; í vinnuáætlun er hægt að tilgreina samstarf sérstaklega. Nota þarf rafræn skilríki við umsóknina. Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum. Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef loka- eða framvinduskýrslu vegna síðustu úthlutunar hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009. Vakin er athygli á að atvinnuleikhópar sækja til leiklistarráðs (styrkir til atvinnuleikhópa); umsóknin getur einnig gilt til lista- mannalauna. Umsóknareyðublað og eyðublað fyrir framvinduskýrslu ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn og stefnu stjórnar, má finna á vefslóðinni www.listamannalaun.is. Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Zoëga og Guðmundur Markússon á skrifstofu Rannís, listamannalaun@rannis.is. Stjórn listamannalauna, ágúst 2019 Umsóknarfrestur 1. október Listamannalaun 2020 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT ÍÞRÓTTIR „Séu þjóðarhallir bornar saman þá er Laugardalshöllin sú þriðja elsta í Evrópu. Georgía ætlar að vígja nýja höll árið 2021 þegar Eurobasket fer fram og á hún að rúma 10 þúsund manns. Þá verðum við með næstelstu þjóðar- höll Evrópu. Elsta þjóðarhöllin er í Úkraínu og þar er kominn ný höll á teikniborðið. Við erum með með langselstu þjóðarhöllina í Vestur- Evrópu og eftir 4-6 ár verðum með þá elstu í Evrópu. Það er staðreynd sem íþróttahreyfingin hlýtur að vera hugsi yfir,“ segir Þórður M. Sig- fússon skipulagsfræðingur. Þórður er einn helsti sérfræðing- ur landsins þegar kemur að nýjum Laugardalsvelli og þjóðarhöll. Hann heldur úti stórskemmtilegu bloggi, Bæði KKÍ og HSÍ hafa ítrekað óskað eftir nýrri fjölnota íþróttahöll undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Höllin verður aldursforseti innan skamms Laugardalshöll er þriðja elsta þjóðarhöll Evrópu. Aðeins hallirnar í Georgíu og Úkraínu eru eldri. Báðar þjóðir eru með nýjar hallir á teikniborðinu og því stefnir í að elsta þjóðarhöll Evrópu verði í Laugardalnum á næstu árum. sem kallast nyfjolnotaithrottaholl. blogspot.com. Þá fjallaði MS-ritgerð hans um framtíðarmúsík í Laugar- dalnum og kallaðist hún Staðar- valsgreining fyrir þjóðarleikvang innanhússíþrótta á höfuðborgar- svæðinu. Þórður komst að því að í Laugar- dalnum er hægt að vera með heimsklassa íþróttasvæði en einnig er mögulegt að byggja í Safamýri og Vetrarmýri í Garðabæ. En allt er til alls í Laugardalnum þó svæðið sé að grotna niður og flest öll mannvirki séu á undanþágu frá sínum alþjóða- samböndum. Fyrst var fjallað um undanþágu HSÍ í blöðunum 1989. Hann er sammála því að skrefin sem hafa verið tekin varðandi upp- byggingu í Laugardalnum hafa verið fá og stutt. „Það þarf að eiga sér stað samtal milli stjórnvalda og íþróttahreyfingarinnar. Mér finnst ríkið draga lappirnar í þessu því borgin hefur verið að standa sig vel í uppbyggingu íþróttamannvirkja í einstökum hverfum borgarinnar. Ég skil vel að borgin vilji ekki stað ein að fjármögnun mannvirkja sem samkvæmt skilgreiningunni eru þjóðarleikvangar.“ Telur vænlegast að miðstöð íþrótta verði í Laugardalnum Þórður segir að framtíðarmúsíkin í Laugardalnum sé að stækka skipu- lagt íþróttasvæði án þess að ganga á græn svæði. „Ég myndi vilja að allur Laugardalurinn verði lagður undir þar sem íþróttasvæðið verður stækkað. Það er lítið mál þar sem frambærilegt svæði liggur meðfram Suðurlandsbrautinni og er það illa nýtt. ÍBR hefur m.a. skoðað það. Íþróttasvæði Laugardalsins er samtals rúmir 22 hektarar að stærð en með þessu er hægt að stækka það í 42 hektara án þess að ganga á grænu svæðin sem eru rúmir 40 hektarar." Hann segir að erlendir sérfræð- ingar horfi löngunaraugum á Laug- ardalinn og öfundi Íslendinga að hafa svona svæði í miðri borg. „Við liggjum á ótrúlega frambærilegu svæði sem erlendir sérfræðingar sem hingað koma segja allir að geti orðið að heimsklassa íþróttasvæði. Þetta er auðlind sem við eigum að horfa til. Dalurinn er í miðri borg umkringdur gróðri og verður í góðri tengingu við Borgarlínuna. Það vilja öll sambönd vera þar. Ef litið er á Noreg þá er ekkert svona alhliða svæði til. Ulleval-leikvangurinn er í norðanveðri borginni, höllin er ✿ Elstu þjóðarhallir Evrópu Palace of Sports Úkraína 1960 Tblisi Sports Palace Georgía 1961 Laugardalshöll Ísland 1965 Sala Polivalente di Serravalle San Marínó 1969 Höllin á Hálsi Færeyjar 1970 Palace of Youth and Sports Kosóvó 1977 Cottonera Sports Complex Malta 1978 Karen Demirchyan Sports and Concerts Complex Armenía 1983 AccorHotels Arena Frakkland 1984 Globen Svíþjóð 1989 í nokkurra kílómetra fjarlægð og frjálsíþróttaleikvangurinn er á enn öðrum stað. Hér er hægt að hafa þetta algjör- lega einstakt. Þjóðarleikvangar í einum hnapp með sameiginlegri þjónustu og bílastæðum og svo framvegis.“ Viljayf irlýsing um byggingu nýrrar hallar í Laugardalnum var undirrituð árið 1988 og segir Þórður að hún gæti verið enn í gildi. Þá átti að rísa um átta þúsund manna höll og átti hún að vera hringlaga. Teikn- ingar voru gerðar og fyrirmyndin var Jo Hall í Osaka. „Það strandaði á að borgin sagði nei. Það lá fyrir viljayfirlýsing 1988 frá stjórnvöld- um og borginni að það yrði byggð stór íþróttahöll í tengslum við HM í handbolta 1995. Þetta er eina viljayfirlýsingin sem gerð hefur verið. Það getur verið að hún sé enn í gildi.“ benediktboas@frettabladid.is 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 6 -3 C 9 4 2 3 D 6 -3 B 5 8 2 3 D 6 -3 A 1 C 2 3 D 6 -3 8 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.