Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 32
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5655 Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Norsk rannsókn sýnir að aldraðir sem búa heima og fengu heimaþjónustu ásamt aðstoð með einfaldar styrktaræf- ingar höfðu betra jafnvægi og nutu meiri lífsgæða en þeir sem fengu enga þjónustu. Þetta fólk var síður í hættu á að detta og slasa sig. Mjög mikilvægt er að gera jafnvægisæf- ingar með öldruðum til að koma í veg fyrir fall. Þessar æfingar er einfalt að gera heima fái aldraðir heimsókn frá sjúkraþjálfara. Fall meðal aldraðra er stórt alþjóðlegt vandamál. Allt að 30-40% aldraðra detta að minnsta kosti einu sinni á ári með alvarleg- um afleiðingum. Jafnvægisæfingar hafa reynst árangursríkar til að vinna gegn þessu, að því er kemur fram á vefnum forskning.no. Í rannsókninni sem gerð var í Noregi voru 155 þátttakendur á aldrinum 67-97 ára. Allir fengu heimaþjónustu og höfðu dottið einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Rannsóknin stóð yfir í 12 vikur og þurftu þátttakendur að taka þátt í æfingaprógrammi til að auka jafnvægi, hreyfanleika og styrk. Æfingarnar voru settar upp af sjúkraþjálfurum sem þjálfuðu fólkið. Æfingarnar voru aðlagaðar þörfum hvers og eins og frammi- stöðu. Sumir þoldu minna álag en aðrir. Æfingarnar fólust meðal annars í því að ganga upp og niður stiga, ganga í hringi án þess að nota hendur til stuðnings og setjast í stól án þess að styðja sig. Um leið var fólkið hvatt til hreyfingar. Niðurstöður verkefnisins sýndu að þjálfunin reyndist einungis til góðs og gerði fólki styrkara við daglegar athafnir. Um leið jókst virkni þessa fólks í daglegu lífi og jafnvægið varð betra. Það er aldrei of seint að hefja æfingar. Þó að þetta pró- gramm hafi verið byggt upp fyrir aldraða er bent á að yngra fólk ætti líka að tileinka sér það. Fall í heimahúsi er alltof algengt meðal aldraðra. Fall getur haft mikil áhrif á líkamlega heilsu. Algengust eru mjaðma- og fótbrot. Slík slys geta haft varanleg áhrif á gamla fólkið jafnt líkamlega sem andlega. Algengt er að aldraðir búi heima, flestir einir. Mikilvægt er að koma í veg fyrir slys í heimahúsum og þurfa heilbrigðisyfirvöld að auð- velda fólki aðgang að sjúkraþjálfun til að bæta færni í daglegu lífi. Það myndi spara þjóðfélaginu mikið til lengri tíma. Einfaldar æfingar koma í veg fyrir fall Algengt er að aldraðir detti heima hjá sér, oft með langvinnum og erfiðum afleiðingum. Einfaldar æfingar geta styrkt jafnvægið og komið í veg fyrir slys sem oft eru vond beinbrot. Jafnvægisæfingar eru afar mikilvægar fólki sem er komið á efri ár. Þær geta komið í veg fyrir að fólk detti og slasist. NORDICPHOTOS/GETTY Við reynum að létta undir á heimilinu ef einstakl-ingur þarfnast aðstoðar við athafnir daglegs lífs vegna veikinda eða heilsubrests. Aðstandendur koma oft til bjargar en Sóltún Heima getur létt undir á heimilinu með ýmsum hætti til að aldraðir geti búið áfram í sjálfstæðri búsetu. Þarfir þeirra og aðstandenda eru mjög mis- jafnar en oft er þetta hluti af okkar daglega lífi eins og að fara á fætur, matast eða nota salernið, fara í bað eða út í búð,“ segir Þórdís Gunnars- dóttir, teymisstjóri heimaþjónustu og heimahjúkrunar hjá Sóltúni Heima. „Einnig er mikil ánægja með heimilisþrifin okkar, við erum eingöngu með íslenskumæl- andi starfsmenn með sveigjanlega þjónustu.“ Aðstandendur þurfa aðstoð „Sumir eiga erfitt með að vera einir án aðstoðar annarra. Aðrir geta ekki skilið maka sinn með heilsu- brest eða heilabilun eftir einan heima þegar þarf að útrétta, sinna hreyfingu eða áhugamálum. Við getum verið til staðar hjá ástvini þínum á meðan þú skreppur frá og spjallað, spilað, lesið upp úr dagblaðinu eða hvað sem styttir stundirnar. Félagsleg einangrun getur verið vandamál hjá mörgum öldruðum sem komast ekki mikið út úr húsi. Við getum kíkt við eins oft og óskað er eftir, annaðhvort örstutt til að athuga líðan og kalla fram bros eða til að setjast aðeins niður yfir kaffisopa og spjalla um daginn og veginn. Þetta getur breytt virkilega miklu fyrir ein- staklinginn og aðstandendur,“ heldur Þórdís áfram. Aukin kyrrseta á efri árum eykur líkur á fallhættu Þegar aldurinn færist yfir er algengt með aukinni kyrrsetu að eldri borgarar missi styrkleika, sérstaklega í neðri hluti líkamans. Það getur orðið til þess að jafn- vægi versnar sem eykur líkur á fallhættu og eykur einnig þörf á aðstoð annarra við athafnir daglegs lífs. „Þess vegna er svo mikilvægt að huga að heilsunni sem fyrst á lífsleiðinni og við eftir- laun gefst kannski meiri tími til að mæta í ræktina,“ segir Ásdís Hall- dórsdóttir, forstöðumaður Heilsu & vellíðunar hjá Sóltúni Heima. „Við segjum alltaf að það sé aldrei of seint að byrja og hvetjum eldri borgara sérstaklega til að stunda styrktarþjálfun til að viðhalda og auka lífsgæðin. Við erum með mjög vinsæla styrktarþjálfunar- hópa, Kraftajötna og Kjarnakonur, tvisvar í viku og svo einnig sund- leikfimina Vatnaliljur.“ Sóltún Heima býður upp á heimahreyfingu fyrir aldraða sem hafa ekki stundað heilsurækt áður, eru kannski einangraðir heima hjá sér vegna heilsuleysis eða treysta sér ekki til að mæta í ræktina. „Við erum sérstaklega stolt af Sóltúni Heimahreyfingu sem er einstakt æfingaprógramm á Íslandi og við notum. Það kemur frá Danmörku og er notað í mörgum sveitarfélögum þar við styrktarþjálfun á heimili aldraðra við ótrúlegan árangur. Starfs- maður kemur heim til viðkomandi tvisvar í viku með sérsniðið æfingakerfi í spjaldtölvu og leið- beinir hinum aldraða. Árangurinn er f ljótur að skila sér og viðkom- andi finnur hratt mun á styrk- leika í neðri hluta líkamans. Á þá auðveldara með að standa upp og setjast niður, nota klósettið, ganga stiga og komast fram úr rúminu af sjálfsdáðum. Þetta getur dregið úr einangrun og klárlega aukið lífs- gæði fólks,“ segir Ásdís. Sóltún Heima er rekið af Sól- túni öldrunarþjónustu ehf. en hún rekur einnig Sólvang hjúkr- unarheimili í Hafnarfirði. Margir þekkja einnig Sóltún hjúkrunar- heimili í Sóltúni en það er tengt fyrirtæki Sóltúns öldrunar- þjónustu ehf. Frekari upplýsingar má fá í síma 5631400 eða á www. soltunheima.is. Eldri og betri með aðstoð Sóltúns Heima Sóltún Heima býður upp á heima- þjónustu, heimahjúkrun og heilsu- eflingu fyrir eldri borgara. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu við aldraða og aðstandendur þeirra. Þórdís Gunnarsdóttir, teymisstjóri heimaþjónustu og heimahjúkrunar, og Ásdís Halldórsdóttir, forstöðumaður Heilsu & vellíðunar hjá Sóltúni Heima, bjóða þjónustu fyrir aldraða og aðstandendur þeirra FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Við getum verið til staðar hjá ástvini þínum á meðan þú skreppur frá og spjallað, spilað eða lesið úr blaði. Þórdís Gunnarsdóttir 2 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U REFRI ÁRIN 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 6 -3 7 A 4 2 3 D 6 -3 6 6 8 2 3 D 6 -3 5 2 C 2 3 D 6 -3 3 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.