Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Síða 17

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Síða 17
15 Vergur hagnaður helztu siávarútvegsgreina. Milljónir króna. 1969 Áætlun 1970 Áætlun 1971 Bátaflotinn 277 430 520 Togaraflotinn 35 52 + 8 Frysting 434 417 504 Saltfisk- og skreiðarverkun 131 174 184 Fiskmjölsverksmiðjur 125 144 48 1.002 1.217 1.264 Greiðslur í Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins 390 685 1.002 1.607 1.949 Landbúnaður. Árið 1971 reyndist landbúnaðarframleiðslunni hagstætt. Arin 1966 til 1970 voru landbúnaðinum erfið ár. Heyfengur minnkaði að magni og gæðum, mikill innflutningur fóðurbætis var óhjákvæmi- legur og endurgræðsla kalinna túna bændum dýr. Framleiðsla sauð- fjárafurða er talin hafa minnkað um 14% og framleiðsla mjólkur- afurða um 9% að meðtöldum bústofnsbreytingum. Þá var bústofn skertur um u.þ.b. 10% á þessu tímabili. Þrátt fyrir þessa skerðingu bústofns varð framleiðslan á árinu 1971 heldur meiri en árið 1965, en það ár hafði landbúnaðarframleiðslan áður náð hámarki. Árið 1971 jókst meðalfallþungi dilka mjög verulega, framleiðsla sauð- fjárafurða jókst um tæp 10% frá árinu áður og framleiðsla naut- gripaafurða (mest mjólkurafurða) jókst um 8% miðað við árið á undan. Kartöfluuppskera varð og með eindæmum mikil á árinu 1971 eða um 14 þús. tonn og hefur aldrei orðið meiri. 1 heild má telja, að landbúnaðarframleiðslan árið 1971 hafi orðið 9-10% meiri en árið áður. Á því tímabili sem hér hefur verið getið, 1965-1971, verður greinilega vart nokkurrar tilhneigingar til breytinga á búskapar- háttum. Þannig hefur þáttur yl- og gróðurhúsaræktar aukizt að mun hlutfallslega og hið sama má segja um þátt alifugla- og svína- eldis. Þetta er og helzta ástæðan til þess, að þrátt fyrir þá skerðingu bústofns sem fyrr getur, varð heildarframleiðslan meiri árið 1971 en árið 1965.

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.