Þjóðarbúskapurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Qupperneq 19

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Qupperneq 19
17 Aukning iðnaðarvöruútflutnings annars en áls og kísilgúrs varð mjög veruleg b*ði árin 1970 og 1971. Árið 1970 jákst útflutningur iðnaðarvara um 484 og árið 1971 um 41.3% eða úr 393 m.kr. í 556 m.kr.. Vegna söluerfiðleika á heimsmarkaði var útflutningur áls 1971 aðeins tæpur helmingur þess, sem verið hafði árið áður, en útflutningur áls minnkaði úr 33.5 þús. tonnum 1970 í 17.6 þús. tonn 1971. Þar sem álframleiðslan júkst á sama tíma úr 38.0 þús. tonnum í 41.3 þús. tonn, varð mikil birgða- aukning áls á árinu 1971. Álbirgðirnar í árslok námu um 30 þúsund tonnum. Árin 1969 til 1971 hafa að öllum líkindum verið eitthvert hagstæðasta tímabil iðnaðarins á þessum áratug. Afkoma iðnaðarins ins fúr hrakandi á árunum 1964 til 1967, en fúr batnandi þegar á árinu 1968. Þessi hagstæða þrúun hélzt til ársins 1970 og fram á árið 1971. Aðrar greinar og framleiðslan í heild. Vöxtur innlendrar eftirspurnar hafði ekki mikil áhrif á byggingarstarfsemi á árinu 1970, en hún jókst þá aðeins um 2% frá lægð ársins 1969. En á árinu 1971 hljép mikill fjörkippur í framkvæmdir, og varð sú þróun skýrari eftir því sem á árið leið. Aukningin í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð er talin hafa numið um 17% á árinu. í öðrum atvinnugreinum, þ.e. í verzlun og hvers konar þjónustu, var um verulega framleiðslu- aukningu að ræða í takt við almenna þróun eftirspurnar. Laus- legar áætlanir benda til 10 til 15% aukningar í starfsemi þessara greina á árinu 1971. í heild má ætla, að vöxtur þjóðarframleiðslunnar hafi numið rúmlega 6% á árinu 1970. Árið 1971 varð aukningin mun kröftugri og má ætla, að vöxtur þjóðarframleiðslunnar hafi numið um 9 1/2% á árinu. Er þetta meiri aukning en nokkurt aðildarlanda 0ECD náði á síðast liðnu ári. Heildarfjárhæð þjóðarframleiðslunnar á verðlagi ársins hefur sennilega verið nálægt 52 1/2 milljarði króna. Hér fer á eftir yfirlit yfir áætlaðar magnbreytingar framleiðslunnar í heild árin 1970 og 1971 eftir atvinnugreinum. Þessar áætlanir eru ekki allar byggðar á traustum heimildum og ber fyrst og fremst að líta á þær sem vísbendingar um breytingar þjóðarframleiðslu frá framleiðsluhlið.

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.