Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Page 23

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Page 23
21 Verðmæti útflutnings jókst einnig talsvert á árinu 1970 eða um 25.3% að undanskildum útflutningi áls. Að álinu meðtöldu varð útflutningsaukningin um 36.5% aö verðmæti. Þessi aukning útflutningsins varð vegna hagstæðrar þráunar bæði magns og verðs. í heild er taliðjað verðmæti innflutnings vöru og þjónustu hafi numið 20.487 m.kr. og útflutnings 21.138 m.kr. og varð viðskiptajöfnuðurinn 1970 þannig hagstæður um 651 m.kr.. Þrátt fyrir nokkurt útstreymi fjármagns til greiðslu á erlendum skuldum varð fjármagnsjöfnuðurinn jákvæður og nam heildarbati gjaldeyris- stöðunnar 1.200 m.kr.. Innflutnipgur jókst mjög mikið árið 1971. Er talið, að aukning almenns vöruinnflutnings hafi numið allt að 30% að verð- mæti á árinu. Heildaraukning innflutningsins varð þó enn meiri eða um 40%. Munar þar mestu um hinn mikla innflutning flugvéla og skipa, sem nam um 2.250 m.kr. á móti 856 m.kr. 1970 og 52 m.kr. 1969 . Ötflutningur jókst hins vegar miklu minna. Verðmæti vöruútflutnings jókst þannig aðeins um 2.3%. Þessu olli að nokkru farmannaverkfalliö £ desember, sem tafði útflutning nokkuð, en að mestu rlði mikil uppsöfnun álbirgða. Að álinu undanskildu var útflutningsaukningin um 10%. Fjölbreytni útflutnings hefur aukizt nokkuð á undanförnum árum. Árið 1967 námu sjávarafurðir tæpum 90% af heildarútflutningi, en 78% árið 1970 og 84% 1971. Öt- flutningur áls féll úr 13% af heildarútflutningi 1970 í tæp 7% 1971. Aðrar iðnaðarvörur juku hlutdeild sína í heildinni úr 2% 1967 £ 5% 1971. Kísilgúr er hér meðtalinn, en útflutningur kísilgúrs nam um 1% bæði árin 1970 og 1971. Hvað útflutningi sjávar- afurða viðvíkur hefur hlutdeild síldarafurða minnkað afarmikið og var aðeins um 6% af heildarútflutningi 1971, en var mest 44% 1966. Hlutdeild þorskafurða, einkum freðfisks, hefur hins vegar aukizt -verulega og var útflutningur freðfisks um 40% heildar- útflutnings 1971. I heild mun útflutningur vöru og þjónustu hafa oröið u.þ.b. 22.290 m.kr. 1971, en innflutningur u.þ.b. 26.275 m.kr.. Viðskipta- jöfnuóurinn varð þv£ óhagstæður um 3.985 m.kr. og var það mikil breyting frá árinu áður. Þegar þessi háa tala er skoðuð þarf þó að hafa £ huga hinn óvenju mikla innflutning flugvéla og skipa eins og fyrr var getið.

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.