Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Page 25

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Page 25
23 Vinnumarkaður, kauplag, tekjur, verftlag;. Atvinnuástand batnaði allverulega á árinu 1970 miðað við árið 1969. Arstíðabundið atvinnuleysi var nokkuð í byrjun árs, en almennt atvinnuleysi minnkaði er á árið leið. Atvinnuástand var gott á árinu 1971 og er áætlað, að atvinpumagn, mælt í mann- árum; hafi aukizt um nær 3% frá fyrra ári. Almennt atvinnuleysi var nær ekkert og vinnuaflsskorts tók að gæta. Meðalhlutfall skráðs atvinnuleysis af mannafla var um 2.5% 1969, 1.3% 1970, en lækkaði í 0.7% 1971. Þess er ekki að vænta, að þetta hlutfall geti orðið miklu lægra £ bráð. Hér er ekki um almennt fyrirbæri að ræða, heldur stað- og tímabundið vandamál og að nokkru félags- legt vandamál. Kauplags- og verðlagsþróun á árunum 1970 og 1971 réðist mest af kjarasamningunum, sem gerðir voru £ jún£ 1970 (A.S.Í.) og £ desember 1970 (B.S.R.B.), svo og af verðstöðvunarlögunum £ nóvember 1970. Með jún£samningunum 1970 voru ákvæði um fullar hlutfalls- legar verðlagsuppbætur tekin inn £ alla kjarasamninga. Þegar £ september það ár var svo greidd 4.2% vfsitöluuppbót á allt kaup ofan á þá hækkun, sém samið var um £ jún£/júl£. Séu áætlaðar breytingar kauptaxta dregnar saman £ eina tölu fyrir árið 1971 fæst meðalbreyting nálægt 18.5%, en meðaltekjur hækkuðu mun meira en þetta, eða sennilega nálægt 23%. Munurinn á þessum tölum er að nokkru fólginn £ þv£,að ýmsar stéttir, sem ekki þiggja taxtalaun, t.d. sjómenn, hafa notið tekjuhækkunar umfram taxtahækkun, en að auki hefur vinnut£mi án efa lengzt nokkuð á árinu. Fyrirsjáanlegt var, að miklar verðhækkanir fylgdu £ kjöl- far jún£samninganna, auk þess sem erlendra verðhækkana gætti £ vaxandi mæli. Var þv£ gripið til verðstöðvunaraðgerða £ nóvember 1970, og réðist verðlagsþróunin á árinu 1971 af þeim aðgerðum. í sambandi við undirbúning verðstöðvunar voru verðhækkanir vegna visitöluuppbótar launa um 4.2% £ september, ekki leyfðar. Niður- greiðslur landbúnaðarafurða voru hækkaðar (£ nóv. og des.), og nam lækkunin á smásöluverði landbunaðarafurða um 28% að meðaltali. Fjölskyldubætur voru hækkaðar um 60%.' 1 ágúst 1971 var sölu- skattur af ýmsum vörum og þjónustu felldur niður. Þessar að- gerðir jöfnuðu hækkanirnar, sem fram höfðu komið vegna kauphækkana og erlendra verðhækkana. Með þessum hætti og með þv£, að haldið

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.