Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Side 27

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Side 27
25 vegar varð nokkur samdráttur peningamagns síðari hluta ársins og varð aukningin að meðaltali um 33.5%. Meginorsök þessarar þenslu árið 1970 fólst £ miklu innstreymi erlends gjaldmiðils vegna hagstæðs greiðslujafnaðar fyrstu þrjá ársfjórðungana og stórauknum útlánum bankakerfisins. Heildarútlán bankakerfisins £ árslok 1970 höfðu aukizt um 2.822 m.kr. eða 18.8% frá árinu áður miðað við 10.6% aukningu árið 1969. Nettógjaldeyriseign bankanna jókst um 1.390 m.kr. að meðtöldum 130 m.kr. nettóinnstreymi erlends fjármagns til endur- lána, og jókst peningaiitstreymi frá bankakerfinu £ heild þannig um tæpar 4.100 m.kr. árið 1970. Sparifjáraukning varð mun meiri en árið áður og nam um 2.576 m.kr. eða 23.9%, sem hafði gagnverkandi áhrif á peningaþensluna. Lausafjárstaða innlánsstofnana fór mjög batnandi fyrri hluta ársins 1970. Stafaði batinn af hinni hagstæðu þróun útflutnings- atvinnuveganna og miklu innstreymi erlends gjaldmiðils, en einnig gætti áhrifa útstreymis fjármagns frá Seðlabankanum vegna þarfa sjávarútvegsins og r£kissjóðs. Þetta hafði £ för með sár mikla aukningu innlána hjá innlánsstofnunum, sem aftur auðveldaði inn- lánastofnunum að mæta stóraukinni eftirspurn eftir lánsfá. Á s£ðustu sjö mánuðum ársins varð mikil breyting á þessu. Ráðstöf- unarfá innlánsstofnana óx miklum mun hægar en áður, og gætti þar mest áhrifa neikvæðrar þróunar greiðslujafnaðar á sfðari hluta ársins svo og mikillar árstfðabundinnar sveiflu gjalda og tekna rfkisins, en að jafnaði fara tekjur rfkisins langt fram úr gjöldum á sfðari hluta árs - og öfugt fyrri hluta ársins, einkum vegna mikils innstreymis skatttekna sfðari hluta ársins. Hins vegar varð ekki mikið lát á útlánaaukningu bankakerfisins; heldur dró þó úr vaxtarhraða útlána viðskiptabankanna, en útlán annarra innlánsstofnana jukust jafnt og þátt. Versnandi lausafjárstaða viðskiptabankanna hlýtur að hafa hamlað á móti vexti útlána, og lfklega hefur samkomulag Seðlabankans og viðskiptabankanna haft áhrif £ sömu átt. Samkomulag þetta, sem var gert eftir viðræður aðilanna f jún£, fól £ sér, að viðskiptabankarnir stefndu að þv£ að auka ekki útlán um meira en 14% fyrir árið £ heild. Engu .að sfður jukust útlán viðskiptabankanna um 19.2% á árinu, þótt heldur drægi úr vaxtarhraðanum á sfðari hluta ársins eins og fyrr sagði.

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.