Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Page 29

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Page 29
27 Fjármál ríkisins. Á árinu 1970 fáru bæði tékjur og gjöld ríkisins verulega fram úr áætlunum fjárlaga þess árs. Ástæðurnar fyrir þessu voru bæði mun meiri aukning þjáðarframleiðslu og tekna og_ hærra verðlag og kauplag en fjárlög gerðu ráð fyrir, auk sárstakra ráðstafana, sem gripið var. til á árinu. Á útgjaldahlið fúr mest fyrir hækkun launa opinberra starfsmanna, auknum útgjöldum til "tryggingakerfisins og heilbrigðisþjúnustunnar, og að auki jukust niðurgreiðslur landbúnaðarafurða meir.en ráð var fyrir gert. Þá komu og til almennar kostnaðarhækkanir umfram áætlun og einnig fylgdu verðstöðvuninni allmikil aukaútgjöld í formi aukinna niðurgreiðslna og fjölskyldubóta. Þar sem forsendur fjárlaga um aukningu framleiðslu og tekna breyttust verulega á árinu fóru tekjur mjög fram úr áætlun fjárlaga. Aukning innflutningsgjalda og söluskatts umfram áætlun var þyngst á metunum, en ennfremur voru tekju- og eigna- skattar hærri en reiknað var með. Alls námu tekjur ríkisins 1970 á greiðslugrundvelli 9.463 m.kr., en gjöld 9.223 m.kr.. Jöfnuður lánahreyfinga var jákvæður um 284 m.kr., þegar tekið hefur verið tillit til 100 m.kr. lánagreiðslu til Seðlabankans.og nam því samanlagður greiðsluafgangur ríkissjóðs um 524 m.kr., gagnvart einkaaðilum og öðrum peningastofnunum. Þau fjárlög, sem samþykkt voru fyrir árið 1971,fólu í sér allmikla hækkun bæði útgjalda og tekna frá rekstrarreikningi ár sins á undan, eða sem nam tæplega 21%. Hér réði mestu fyrirvari um launahækkanir opinberra starfsmanna samkvæmt samningunum í desember 1970, en samningum var ekki lokið við afgreiðslu fjárlaga, og einnig höfðu verðstöðvunaraðgerðirnar, sem upphaflega var gert ráð fyrir að væru í gildi til 1. sept. 1971, hér talsverð áhrif. Að öðru leyti má segja, að með fjárlögunum hafi verið horfið aftur til eðlilegrar aukningar umsvifa ríkisins eftir það aðhald, sem ríkti í fjármálum ríkisins og stofnana þess á tímabili efnahagsörðugleikanna, 1968 og 1969. Þrátt fyrir þessa áætluðu aukningu gjalda og tekna fór hvort tveggja fram úr áætlun á árinu. Gjaldamegin var m.a. um að ræða aukningu á framlagi til Vegasjóðs og til heilbrigðisþjónustunnar vegna hækkaðra daggjalda sjúkrahúsa. Hin nýja ríkisstjórn, sem mynduð var á miðju ári, ákvað að lefigja verðstöðvunartímabilið til ársloka, L

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.