Þjóðarbúskapurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Qupperneq 34

Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Qupperneq 34
32 frá fyrra ári, en aukningin stafar m.a. af innflutningi togara svo og mikilli innlendri skipasmíði og endurbátum eldri skipa. Mikil verkefni eru framundan hjá frystihúsunum vegna aukinna krafa um hreinlæti og hollustuhætti. Er búizt við um 25% aukningu fjármunamyndunar £ fiskiðnaði. Á þessu ári mun lokið framkvæmdum við þriðja áfanga álverksmiðjunnar, en afkastageta verksmiðjunnar verður þá allt að 77 þús. tonnum á ári. Framkvæmdaupphæðin á þessu ári vegna stækkunabinnar er áætluð um 1.200 m.kr., sem er um 50% aukning frá árinu áður. í öðrum iðnaði er gert ráð fyrir nokkurri aukningu fjármunamyndunar eða e.t.v. um 8%. Þá er áætlað, að innflutningur flutningatækja muni minnka verulega og aðeins nema um 750 m.kr., sem er einungis u.þ.b. fjórðungur magnsins árið 1971. Fyrirsjáanlegt er, að allmikil aukning verður £ £búðabyggingum á árinu og er gert ráð fyrir að aukningin verði a.m.k. 15%. Talsverð aukning (21.3%) varð £ fjármunamyndun £ byggingum og mannvirkjum hins opinbera á s.l. ári. Á þessu ári er gert ráð fyrir um 11% aukningu opinberra framkvæmda. Þó munu fram- kvæmdir við rafvirkjanir og veitur minnka um 13%, og stafar samdrátturinn af minni framkvæmdum Landsvirkjunar, en spáð er aukningu f öðrum raforkuframkvæmdum. Aukning hita- og vatns- veituframkvæmda er áætluð um 57% á árinu. Búizt er við, að samgöngumannvirkjagerð muni aukast um 17% frá fyrra ári, og eru framkvæmdir við flugbrautargerð á Keflavíkurflugvelli þá ekki taldar með. Þá er gert ráð fyrir aukningu framkvæmda við opinberar byggingar sem nemi rúmum 17% frá fyrra ári. Sé innflutningur ýmissa vála og tækja talinn frá ásamt innflutningi flugvóla og skipa má gera ráð fyrir aukningu framkvæmda innanlands, er nemi 12%. Vafalaust verður mjög erfitt að anna svo mikilli aukningu £ byggingastarfsemi, einkum með tilliti til hinnar miklu aukningar, sem varð á s.l. ári (17%), nema byggingariðnaðurinn dragi til sfn fólk frá öðrum greinum £ verulegum mæli. Slfkri þenslu fylgir hins vegar jafnan til- hneiging til launaskriðs og kostnaðarhækkana.

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.