Þjóðarbúskapurinn - 01.07.1972, Qupperneq 42
40
vegna aukningar tekna og kaupmáttar, eða um riim 2 7%. Hins vegar
hefur innflutningur rekstrarvara minnkað um rúm 6% það sem af
er árinu, og er það meginskýringin á hinni tiltölulega hægu
innflutningsaukningu. Lítil vitneskja er fyrir hendi um birgðir
rekstrarvara, en telja má öruggt, að £ lok s.l. árs hafi til-
tölulega mikil birgðauppsöfnun rekstrarvara 4tt sár stað vegna
verkfalla, sem þá vofðu yfir. Því má gera ráð fyrir, að þessi
hluti innflutningsins aukist er lengra líður á árið. Veruleg
aukning (21% að verðmæti) hefur orðið á innf1‘utnirgi almennra
fjárfestingarvara fyrstu fimm mánuði ársins, en gera má ráð
fyrir miklu meiri aukningu það,sem eftir er af árinu, þegar
framkvæmdir eru almennt komnar í gang. Sýnt ef, að ýmsum
framkvæmdum hefur verið hrundið fremur seint af stað á þessu
ári, og hlýtur þetta að hafa haldið aftur af innflutningi
fjárfestingarvara fyrri hluta ársins, auk þess sem gengið kann
að hafa verið á birgðir slíkra vara það, sem af er árinu-
Aukning innflutnings fyrstu fimm mánuði ársins hefur
þannig orðið hægari, en spáin gerði ráð fyrir. Er þá tvennt
til, annars vegar5að spáin sé fullhá, og hins vegar, að á
síðari hluta ársins verði aukningin enn drýgri en búizt var
við. Vegna hinna fyrrnefndu áhrifa hugsanlegra birgðá-
breytinga rekstrar- og fjárfestingarvara og tímasetningar ýmis
konar framkvæmda virðist mun líklegra, að innflutningurinn síðari
hluta ársins verði það mikill, að aukningin, sem spáð var fyrir
árið £ heild. komi að mestu fram. Sem aðrar mögulegar skýringar
á tiltölulega hægum innflutningi fyrstu fimm mánuði ársins,
má nefna, að e.t.v. beinist eftirspurnin að öðrum gæðum um sinn,
t.d. ferðalögum til útlanda og einnig inn á húsnæðismarkaðinn.
Að auki má vera, að sala spariskírteina og happdrættisskulda-
bréfa hafi um sinn dregið eitthvað úr eftirspurn, auk þess
sem örar verðhækkanir - ébættar milli verðbótadagsetninga -
kunna að hafa slegið á kaupmátt um stundarsakir og ennfremur
hefur tollhlutfallið hækkað sjálfkrafa að mun. Þá má vera,
að hertar reglur um heimildir til þess að taka vörukaupalán
erlendis til skamms t£ma haff haft nokkur áhrif til þess að
hægja á innflutningi. Til þess að spáin rætist fyrir árið £ heild,
verður heildaraukning almenns vöruinnflutnings á tfmabilinu
jún£-desember að vera á bilinu 35-40%. Þótt þessi tala sé allhá,
er hún alls ekki óhugsandi, enda er nú gert ráð fyrir mun meiri