Vinnuafl - 15.01.1996, Side 16
14
Vmnuafl 1963-1990
utan höfuðborgarsvæðisins sem „tóku við” þessum störfum hluta tímabilsins einnig Vesturland og Norðurland eystra.
voru Austurland, Suðumes og Norðurland vestra og á seinna
2. yfirlit. Vinnuaflsnotkun eftir landsvæðum 1972-1990
Summary 2. Employment by region 1972-1990
Ársverk Man-years 1972 1980 1987 1990 Mismunur Difference 1972-1990 Vísitala Indices 1990
Island alls Iceland total 88.028 105.596 131.836 124.763 36.735 141,7
Höfuðborgarsvæði Capital region 48.016 56.103 76.056 73.249 25.233 152,6
Suðumes 5.176 6.662 8.306 7.540 2.364 145,7
Vesturland 5.371 6.636 7.662 6.878 1.508 128,1
Vestfirðir 4.553 5.240 5.549 5.208 655 114,4
N orðurland vestra 3.627 4.851 5.425 4.900 1.273 135,1
N orðurland ey stra 8.975 11.189 12.522 11.947 2.972 133,1
Austurland 4.411 6.005 6.438 5.795 1.385 131,4
Suðurland 7.900 8.909 9.877 9.245 1.345 117,0
Mynd 4. Tilfærsla starfa milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar.
Frávik ársverka frá landsmeðaltali 1972-80, 1980-87 og 1987-90
1972-80 1980-87 1987-90
Árin 1980-1987 jókst vinnuaflsnotkun á höfuðborgar-
svæðinu að meðaltali töluvert meira á ári en á landinu öllu,
eða 4,2% samanborið við 3,2% á öllu landinu. Á lands-
byggðinni fjölgaði störfum aðeins um 2% að meðaltali á ári.
Segja má að í þessum mikla mun í aukningu vinnuafls-
notkunar hafi falist að um 6.000 störf hafi færst frá lands-
byggðinni til höfuðborgarsvæðisins, eða fjórfalt fleiri en
svaraði tilfærslu starfa frá höfuðborgarsvæðinu á áttunda
áratugnum. Af einstökum svæðum á landsbyggðinni var
þróunin hagstæðust á Suðurnesjum en óhagstæðust á
Vestfjörðum og Austljörðum.
Tímabilið eftir 1987 einkenndist af samdrætti í vinnuafls-
notkun víðast hvar á landinu. Á öllu landinu minnkaði hún
að meðaltali um 1,8% á ári. Samdrátturinn var heldur meiri
á landsbyggðinni, 2,1 % að meðaltali á ári, en á höfuðborgar-
svæðinu, 1,6% að meðaltali á ári. Af einstökum svæðum var
samdrátturinn mestur á Austurlandi, Norðurlandi vestra,
Vesturlandi og Suðumesjum þar sem störfum fækkaði um
tæplega 3% að meðaltali á ári. Að baki þessum meðaltölum
leynist hins vegar töluverður munur frá einu ári til annars.
Samdrátturinn varð mestur árið 1988. Vinnuaflsnotkunin á
öllu landinu minnkaði þá um 2,9% frá fyrra ári, á lands-
byggðinni um 5,2% en aðeins um 1,3% á höfuðborgar-
svæðinu. Árið 1989 fækkaði ársverkum á landsbyggðinni
um 1,2% og um 1,6% á höfuðborgarsvæðinu, en árið 1990
fækkaði ársverkum á höfuðborgarsvæðinu um 1,8% en
fjöldi þeirra var nánast óbreyttur á landsbyggðinni.
Á 5. yfirlitsmynd sést hlutfallsleg skipting íbúafjölda eftir
landshlutum árin 1972-1990. Sé hún notuð sem mælikvarði
á dreifmgu vinnuaflsins kemur í ljós að fram til ársins 1984
kom skipting vinnuaflsins því sem næst heim við íbúa-
skiptinguna. Frá árinu 1984 til ársins 1990 jókst vinnuafls-