Vinnuafl - 15.01.1996, Page 19
Vinnuafl 1963-1990
17
Tímabilið 1972-1987 jókst vinnuaflsnotkun í iðnaði
hlutfallslega hægast á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.
Hæg þróun á Suðurlandi skýrist reyndar af þeim afturkipp
sem varð 1973 vegna eldgossins í Heimaey en frá árinu 1974
fjölgaði ársverkum í iðnaði á Suðurlandi ár frá ári. Á
höfuðborgarsvæðinu fjölgaði ársverkum í iðnaði aðeins um
23% fram til 1987 samanborið við 56% aukningu á lands-
byggðinni. Þannig einkenndist svæðisbundin þróun iðnaðar
á þessu tímabili af því að iðnaður færðist frá höfuðborgar-
svæðinu og út á land. Af einstökum svæðum varð þróunin
ömst á Norðurlandi vestra og Austurlandi (rúmlega tvöfoldun
á tímabilinu) og því næst áNorðurlandi eystra og Vesturlandi
(rúmlega 50% aukning).
Eftir 1987, þegar ársverkum í iðnaði fór fækkandi, snerist
þessi svæðisbundna þróun við. Vinnuaflsnotkun í iðnaði
dróst saman í öllum landshlutum en minnst á höfuðborgar-
svæðinu. Samdrátturinn kom harðast niður á Suðumesjum,
Austurlandi, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. 8. yfirlits-
mynd sýnir svæðisbundna þróun iðnaðar á tímabilunum
1972-1980, 1980-1987 og 1987-1990 sem frávik hvers
landshluta frá landsmeðaltali mælt í fjölda ársverka. Hér er
reiknaður svokallaður flutningskvóti.6 Jákvæð niðurstaða
táknar að viðkomandi landshluti hafi „tekið við” störfum og
neikvæð niðurstaða að landshlutinn hafi tapað störfum til
annarra. Á myndinni kemur fram að á ámnum 1972-1980,
og í minna mæli á ámnum ffam til 1987, missti höfuðborgar-
svæðið töluvert af störfum í iðnaði til annarra landshluta.
Eftir 1987 hefur þessi þróun hins vegar snúist algerlega við
og hefúr höfuðborgarsvæðið síðan verið að draga til sín
störf, sérstaklega frá Suðumesjum og Austurlandi.
Mynd 8. Svæðisbundin þróun iðnaðar.
Frávik ársverka frá landsmeðaltali 1972-80, 1980-87 og 1987-90
800
-1.400
Höfuðborgar- Suðumes Vesturland Vestfirðir Norðurland Norðurland Austurland Suðurland
svæði vestra eystra
Þessi þróun leiddi til þess að hlutdeild höfúðborgar-
svæðisins í heildarvinnuafli iðnaðar dróst saman úr 51%
árið 1972 i 45% árið 1987 en jókst síðan aftur í 47% árið
1990. Aðrir landshlutar juku hlutdeild sína í samræmi við
það. Afleiðing þessa kemur m.a. fram í 4. yfirlitstöflu þar
sem sýndar era niðurstöður útreikninga á hlutfalli vinnuafls
í iðnaði afheildaríbúafjölda viðkomandi svæða. Þessi aðferð
hefur gjaman verið notuð sem mælikvarði á „iðnaðarstig”
til að auðvelda samanburð ólíkra svæða eða landa.
Iðnaðarstigið segir til um mikilvægi iðnaðar fyrir viðkomandi
landshluta.
Eins og fram kemur í töflunni var mikill munur bæði á
iðnaðarstiginu og ekki síður þróun þess eftir landshlutum á
tímabilinu. Samkvæmt þessum mælikvarða hefúr iðnaður
greinilega verið mun mikilvægari fyrir landsbyggðina,
sérstaklega Vestfirði og Austurland, en fyrir höfuðborgar-
svæðið.