Vinnuafl - 15.01.1996, Qupperneq 20
18
Vinnuafl 1963-1990
4. yfirlit. Vinnuafl í iðnaði í hlutfalli af íbúaf jiilda eftir landsvæðum 1972-1990
Summary 4. Employment in manufacturing as percentage of population by region 1972-1990
Hlutfall, % Percent 1972 1980 1987 1990 Mismunur Difference 1972-1990
Island alls Iceland total 9,65 11,17 11,48 9,09 -0,56
Höfuðborgarsvæði Capital region 9,04 9,59 9,19 7,48 -1,56
Suðumes 12,70 14,01 14,28 9,26 -3,44
Vesturland 10,86 12,73 14,83 11,86 1,00
Vestfirðir 12,36 17,80 17,97 15,95 3,60
Norðurlandvestra 6,30 11,32 13,80 10,86 4,55
Norðurlandeystra 10,66 12,58 14,20 11,65 0,99
Austurland 8,86 14,74 16,42 11,73 2,87
Suðurland 10,23 10,11 11,42 9,25 -0,99
Á tímabilinu 1972-1987 jókst iðnaðarstigið umtalsvert í
öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem
það stóð nánast í stað. Samkvæmt töflunni hefur dregið úr
mikilvægi iðnaðar eftir 1987. Þetta á sérstaklega við um
Suðurnes og höfuðborgarsvæðið.
Samandregið máþví segjaað svæðisbundin þróun iðnaðar
hér á landi hafi fram til 1987 einkennst mjög af því að störf
hafi færst af höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar og
þá sérstaklega til þeirra landshluta sem eru í mestri fjarlægð
frá suðvesturhorninu. Þessi þróun hefur einnig leitt til þess
að á sama tíma hefur mikilvægi iðnaðar fyrir afkomu á
landsbyggðinni stóraukist. Frá og með árinu 1988 er stöðugs
samdráttar fór að gæta í vinnuaflsnotkun iðnaðar snerist
þessi svæðisbundna þróun algerlega við og einkenndist af
færslu starfa til höfuðborgarsvæðisins frá landsbyggðinni.
Það hafði ekki gerst að neinu marki frá því fyrir seinni
heimsstyrjöldina.
Verslun
í 5. yfirlitstöflu má sjá skiptingu og þróun vinnuafls í ýmiss
konar verslunarstarfsemi á tímabilinu 1972-1990. Það vekur
athygli hversu mikill hluti þessarar starfsemi hefur verið á
höfuðborgarsvæðinu en 72-73% alls vinnuafls í þessari
grein hefur verið starfandi þar. Ef tekið er mið af ibúaskiptingu
landsins er vægi verslunar á höfuðborgarsvæðinu um
fimmtungi meira en nemur hlutdeild svæðisins í íbúafjölda.
I verslun var hlutdeild Vestfjarða og Norðurlands vestra
minnst miðað við íbúatölu.
5. yfirlit. Vinnuaflsnotkun í verslun, veitinga- og hótelrekstri eftir landsvæðum 1972-1990
Summary 5. Employment in trade, restaurants and hotels by region 1972-1990
Ársverk Man-years 1972 1980 1987 1990 Mismunur Difference 1972-1990 Vísitala Indices 1990
Island alls lceland total 12.249 14.179 20.757 18.109 5.860 147,8
Höfuðborgarsvæði Capital region 8.836 10.137 15.111 12.921 4.085 146,2
Suðurnes 360 434 741 711 351 197,7
Vesturland 454 500 676 623 169 137,3
Vestfirðir 383 384 504 438 55 114,4
Norðurlandvestra 308 350 544 436 128 141,6
Norðurland eystra 923 1.194 1.431 1.403 480 151,9
Austurland 377 525 721 623 246 165,2
Suðurland 608 655 1.029 953 346 156,8
Tiltölulega litlar breytingar urðu á svæðisbundinni
skiptingu verslunar á tímabilinu. Hlutdeild höfuðborgar-
svæðisinsjókstframtilársins 1987.Árin 1988-1990 fækkaði
ársverkum í verslun á höfuðborgarsvæðinu um 2.200 og fór
hlutdeild svæðisins í heildarvinnuaflsnotkun því minnk-
andi. Suðurnes og Austurland juku hlutdeild sína lítillega en
í öðrum landshlutum minnkaði vægi verslunar.