Vinnuafl - 15.01.1996, Page 27
Vinnuafl 1963-1990
25
Niðurstöður
Eins og fram hefur komið í þessu yfirliti hefur atvinnumynstur
þjóðarinnar breyst á svipaðan hátt og íbúamynstrið. Ekki er
hægt að merkja teljandi mun á skiptingu fbúa og skiptingu
vinnuaflsnotkunar í heild eftir landshlutum. Hins vegar er
umtals verður munur á þróun og þróunareinkennum einstakra
atvinnugreina. svæða og stærðarflokkun sveitarfélaga. Segja
má að atvinnulífið á landsbyggðinni, einkum í fámennum
sveitarfélögum, einkennist öðru fremur af frumvinnslu- og
úrvinnslugreinum en á höfuðborgarsvæðinu og í fjölmennari
sveitarfélögum af meira vægi þjónustugreina. Jafnframt
hefur innbyrðis vægi einstaka atvinnugreina breyst og hið
opinbera tekið til sín stöðugt stærri hluta af vinnuafhnu á
kostnað fyrirtækja. Iðnaður er þannig ekki lengur vinnuafls-
frekasti atvinnuvegur landsmanna, hefur fallið úr fyrsta sæti
í það þriðja, en opinber starfsemi hefur vaxið svo að hún
skipar nú í fyrsta sætið í stað hins þriðja áður.
Þegar skoðuð er svæðisbundin þróun vinnuaflsnotkunar-
innar í heild sést að landsbyggðinni tókst að „draga” til sín
um 1.800 störf frá höfuðborgarsvæðinu á árunum 1972-
1979. Áttundi áratugurinn hefur verið nefndur áratugur
byggðastefnunnar þegar saman fór mikil uppbygging í
ftskiðnaði, grunn- og framhaldsskólum og heilsugæslu á
landsbyggðinni. Þessi þróun snerist hins vegar algerlega við
í upphafi níunda áratugarins.
Svæðisbundin þróun einstaka atvinnuvega hefur verið
mjög mismunandi. I iðnaði fjölgaði störfum mun hraðar á
landsbyggðinni og í fámennum sveitarfélögum en á höfuð-
borgarsvæðinu og í fjölmennari sveitarfélögum fram til
ársins 1987. Þetta leiddi til þess að hlutfallslegt vægi
iðnaðar á landsbyggðinni er mun meira en svarar til vægis
íbúafjölda. Mikilvægi iðnaðar fyrir landsbyggðina hefur því
aukist að mun.
Störf í verslun og opinberri þjónustu eru hins vegar
langflest á höfuðborgarsvæðinu en þar eru um tveir þriðju til
þrír fjórðu hlutar allra starfa í þessum greinum. Lítil sem
engin breyting varð á þessari skiptingu fram til ársins 1987
en eftir það fækkaði ársverkum í verslun á höfuðborgar-
svæðinu verulega.
1 Sbr. Hagtíðindi, 50. árgang nr. 6, júní 1965, bls. 121-123.
2 Undantekning frá þessu er stofnun Eyjafjarðasveitar. Þrátt fyrir að þessi breyting hafi tekið gildi frájanúar 1991 voru þó nokkur ársverk skráð
á þetta nýja sveitarfélag á árinu 1990.
3 Lög nr. 40 18. maí 1978.
4 Sjá nánari skýringu á bls. 148 í júníblaði Hagtíðinda 1979.
5 Nánari upplýsingar er að finna í skýringum á bls. 149 í júníblaði Hagtíðinda 1979.
6 Flutningskvótinn (Fk) er reiknaður út samkvæmt eftirfarandijöfnu:
Fk = g,2-(gti*(G,2/Gtl))
Þar sem: g = fjöldi ársverka á viðkomandi svæði
G = fjöldi ársverka á öllu landinu
11 = byrjun tímabilsins
t2 = lok tímabilsins