Neyslukönnun - 01.10.1997, Blaðsíða 39
Neyslukönnun 1995
37
Leiðrétting vegna brottfalls við útreikning meðaltala hefur
vegið á móti þessu þar sem vægi stórra heimila var minnkað
og vægi lítilla heimila aukið.
9.2 Ástæða brottfalls
Þeir sem neituðu eða luku ekki þátttöku í könnuninni voru
beðnir um að gefa upp helstu ástæðu fyrir ákvörðun sinni.
Helsta ástæða þess að heimili luku ekki þátttöku var sú að þau
sendu ekki gögnin til baka þrátt fyrir að þau sögðust hafa
haldið búreikning eða sögðu að of mikil vinna fælist í
þátttöku. Helstu ástæður neitana voru sagðar áhugaleysi og
tímaskortur. Á þessu má sjá að sú mikla vinna sem fólst í
þátttöku í könnuninni og takmarkaður áhugi á viðfangsefni
hennar áttu mestan þátt í brottfallinu.
Luku ekki þátttöku. Algengasta ástæða þess að heimili
luku ekki við könnunina var að þau sendu ekki gögnin til baka
eftir að búreikningstímabili lauk þrátt fyrir ítrekanir. Hér var
um að ræða 38% þeirra sem ekki luku könnuninni. Annar
hópur, 36% þeirra sem ekki luku við könnunina, gafst upp á
meðan á búreikningshaldi stóð. Ætla má að einhver skörun sé
milli þessara hópa því líklegt má telja að eitthvað hafi farið
úrskeiðis í búreikningshaldinu fyrst gögnin voru ekki send til
baka. Ef ástæða þess að heimilin luku ekki þátttöku er skoðuð
með tilliti til búsetu sést að á höfuðborgarsvæðinu báru menn
helst við of mikilli vinnu en úti á landi sendi fólk ekki gögnin
til Hagstofunnar. Skýringin á þessu gæti verið sú að á
höfuðborgarsvæðinu kom spyrill heim til þátttakenda til að
ná í gögnin. I 19. yfirliti sjást ástæður þess að heimili luku
ekki þátttöku skipt eftir búsetu, heimilisgerð og fjölda
heimilismanna.
Neituðu þátttöku. Algengasta ástæða neitunar var sú að
viðkomandi heimili hafði ekki áhuga á eða nennti ekki að
taka þátt í könnuninni, 65,7%. Næst algengasta ástæða
neitunar var tímaskortur, 16,9%. Þetta eru 82,6% allra neitana.
Skýringin á þessu er væntanlega sú mikla vinna sem felst í
þátttöku í neyslukönnun. Hugsanlega mætti lækka þetta
hlutfall rneð því að minnka svarbyrði í könnuninni eða
umbuna þátttakendum á annan hátt og reyna þannig að auka
áhuga fólks á henni. Fólk í dreifbýli bar síður við áhugaleysi
en fólk í þéttbýli. Þá báru hjón með böm oftar við ónógum
tíma en fólk á annars konar heimilum. Einstæðir foreldrar
virtust einnig hafa minni áhuga á könnuninni en aðrir.
Tfmaleysi var algengari ástæða neitana hjá stómm heimilum
en litlum. Tímaleysi virtist skipta meira máli hjá þeim sem
hafa langa menntun að baki en áhugaleysi á viðfangsefni
könnunarinnar hjá þeim sem einungis höfðu lokið gmnn-
menntun. f 20. yfirliti sjást ástæður neitunar eftir búsetu,
heimilisgerð, fjölda heimilismanna, menntun og starfi aðal-
fyrirvinnu.
income ones. Part of the explanation is the relatively low
level of non-response among large households where there
are more wage-earners. An adjustment to compensate for
non-response in calculation of averages has been used to
offset this factor, reducing the weighting of large households
and increasing that of smaller ones.
9.2 Reasons for non-response
Those who refused to take part in the survey or did not
complete it were asked to state their main reason for that
decision. The main reason for non-completion was that
households failed to submit data, even though they said they
had kept household diaries, or claimed that too much effort
was involved in taking part. Refusals were mainly explained
by lack of interest and lack of time. The large effort involved
in taking part in the survey, and limited interest in its subject,
were thus the main factors contributing to non-response.
Did not complete. The most common reason for non-
completion was failure to submit data at the end of the diary
recording period, in spite of reminders. This group was
responsible for 38% of those who did not complete the
survey. Another group, responsible for 36%, gave up during
the diary recording period. Some overlapping may be as-
sumed between these groups, since it seems likely that
problems were encountered in keeping the diaries which
were not retumed. Examined in terms of residence, the main
reason for non-completion in the capital area was that people
claimed it to be too much effort, but in other communities it
was the failure to return data to Statistics Iceland. Summary
19 shows the reasons for non-completion, according to
residence, type of household and size.
Refused to take part. The most common reason for refus-
ing to take part was that the household in question was not
interested in doing so, at 65.7%. Next came lack of time, at
16.9%. Between them these two groups account for 83.6% of
all refusals. The explanation is presumably the large effort
involved in taking part in a household budget survey. Conceiv-
ably this proportion may be lowered by reducing the response
burden or by rewarding participants in some other way to try to
generate interest. Relatively fewer people in other communities
than in towns claimed lack of interest. Couples with children
cited lack of time more often than people in other types of
households. Single parents also appeared to have less interest
in the survey than other groups. Lack of time was a more
common reason for refusal among large households than small
ones, and also appears to be a more important factor among
those with a longer educational background, while lack of
interest was more common among those having only manda-
tory education. Summary 20 shows the reasons for refusal,
according to residence, type of household, size of household,
and education and occupation of head of household.