Neyslukönnun - 01.10.1997, Page 40

Neyslukönnun - 01.10.1997, Page 40
38 Neyslukönnun 1995 10. Áreiðanleiki 10. Reliability Niðurstöður úr úrtakskönnunum eru alltaf háðar einhverri óvissu vegna þess að einungis hluti af þýðinu er skoðaður. Stærð úrtaks og úrtaksaðferð ræður miklu um tölfræðilega marktækni. Því meira sem svör þátttakenda eru sundurliðuð, t.d. eftir búsetu, heimilisgerð og tekjum, því stærra úrtak þarf að liggja að baki til að niðurstöður geti talist marktækar. Niðurstöður um útgjöld eru einnig misjafnlega áreiðanlegar eftir því um hvaða tegund vöru og þjónustu er að ræða. Gera má ráð fyrir að upplýsingar um útgjöld sem eru tíð séu áreiðanlegri en um útgjöld sem eru sjaldgæf. Séu útgjöld stopul geta tilvilj anakennd frávik ráðið miklu um niðurstöður. I allmörgum útgjaldaflokkum eru flest heimili með engin útgjöld en fáein heimili með mikil útgjöld. Þetta á t.d. við um bílakaup og kaup á húsgögnum og heimilistækjum. Þegar niðurstöðurnar eru síðan flokkaðar, t.d. eftir búsetu eða heimilisgerð getur breytileiki orðið mikill og staðalskekkja há. I niðurstöðutöflum eru fjárhæðir og hlutföll merkt með * ef hlutfall staðalskekkju af meðaltali er yfir 20%. Skekkjur í mælingum valda einnig óvissu. Skekkjur geta verið tilviljunarkenndar eða kerfisbundnar. Ef skekkjur eru miklar geta þær orðið til þess að könnun mælir ekki rétt það sem henni er ætlað að mæla. Hér á eftir er fjallað um nokkrar helstu skekkjur sem skipta máli við kannanir. 10.1 Skekkjur vegna þess að úrtak er skoðað Urtaksskekkja. Urtak er valið tilviljunarkennt úr einhverri skrá, t.d þjóðskrá eins og gert var í neyslukönnun. Ovissa sem getur skapast við það er að úrtakið gefi ekki rétta mynd af þýðinu. Niðurstöður könnunarinnar gefa þá ekki rétta mynd af heildinni. Þar sem óvissan ræðst af tilviljun er hægt að reikna öryggismörk fyrir ákveðnar mælistærðir. Þá skiptir máli hvemig úrtakið er valið og hvaða mæliaðferðir em notaðar. Urtaksskekkja er háð úrtaksaðferð og stærð úrtaks. Þekjuskekkjur. Þekjuskekkjur verða til vegna þess að skráin sem lögð er til grundvallar úrtakinu, úrtökuramminn, hentar ekki fullkomlega. Þekjuskekkjum má skipta í tvennt. Ojþekja: I úrtökurammanum em heimili sem ekki eiga að vera þar. f þjóðskrá á þetta t.d. við um fólk sem er búsett í útlöndum og hefur ekki tilkynnt lögheimilisflutnin^ eða býr á stofnun og hefur lögheimili annars staðar. í neyslu- könnuninni 1995 kom ekki í ljós fyrr en haft var samband við heimilin hvort þau áttu að vera með í úrtakinu eða ekki. Þeim heimilum sem ekki áttu að vera með í úrtakinu var sleppt úr könnuninni. Þetta hafði því enga skekkju í för með sér. Vanþekja: Heimili vantar í úrtökurammann og getur þar af leiðandi ekki lent í úrtakinu. Ekki er ástæða til að ætla að í þjóðskrá vanti fólk sem þar á að vera skráð. Brottfallsskekkja. Yfirleitt fást ekki svör frá öllum sem lenda í úrtaki í spumingakönnunum. Ef brottfallið dreifist misjafnlega eftir hópum getur það valdið skekkju ef brottfalls- hópurinnerfrábmgðinn svarendunum. Helstu ástæðurbrottfalls em neitanir, að ekki næst samband við þátttakendur, veikindi eða fötlun eða að svör em ófullnægjandi. Brottfall í neyslu- könnunumeryfirleitt mikið miðaðviðþaðsemgeristí könnunum almennt. Þátttaka í könnuninni krefst tals verðrar vinnu að hálfu þátttakenda og því er erfitt að fá fólk til þátttöku. Þar sem Results of sample surveys are always subject to some uncer- tainty, since only part of the population is studied. The size of sample and the sampling method have a large impact upon their statistical significance. As responses are broken down into increasing detail, for example according to residence, type of household and income, a correspondingly larger sample needs to be drawn in order for results to be considered significant. Results on expenditures also vary in reliability depending upon the type of good and service in question. Thus data on regular expenditures may be expected to be more reliable than those on infrequent ones. If expenditures are intermittent, coincidental deviations may have a great impact on the results. For a large number of categories, most households recorded no expenditures, while a few recorded very large ones. Examples are purchases of cars, and of furnishings and household appliances. Subsequent classifi- cation of results, for example according to residence or type of household, can create a large variability and a high standard error. In the tables of results, sums and percentages are marked with an asterisk (*) if the relative standard error is more than 20%. Measurement errors also create uncertainty. The following is an outline of the main errors which are important in surveys. 10.1 Non-observational errors Sampling errors. A sample is drawn at random from a sample frame for example the National Register of Persons as in the HBS. Uncertainty is inherent in all surveys, with the risk that the sample does not present an accurate picture of the population. Since this is a random probability error, confi- dence limits for statistical significance can be calculated. Sampling error is affected by method of sampling and sample size. Coverage errors. Coverage errors occur when the sample frame is not perfectly suitable for the survey in question. There are two kinds of coverage errors. Over-coverage: In the sample frame are sample units that do not fulfil the conditions of the sample. In the National Register of Persons this applies to people living abroad but who are still domiciled in Iceland in the National Register, or people living in institutions without being domiciled there. Over-coverage was not a risk in the HBS. Once households had been contacted, it emerged whether or not they qualified for inclusion, and those which did not were omitted. Under-coverage: Sample units are missing from the sam- ple frame and can therefore not be sampled. There are no grounds for assuming that households are missing from the National Register of Persons. Non-response errors. Response is generally not received from all those who are sampled in a survey. If non-response is unevenly distributed by groups it can cause an error if those who refuse to participate are different from those who agree. Main reasons for non-response are refusals, non-contacts, illness or inadequate data. Non-response in the HBS has to be considered high. Participation in the survey involves a great deal of effort for the respondents so it is difficult to induce

x

Neyslukönnun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neyslukönnun
https://timarit.is/publication/1396

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.