Fréttablaðið - 11.10.2019, Síða 1

Fréttablaðið - 11.10.2019, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 3 7 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Kauptu fjórar pizzur og fáðu fimmtu fría Frír frystipoki fylgir með AF PIZZUM 5 4FYR IR HÚSNÆÐISMÁL „Við erum að reyna að leysa stærsta vandann sem er fjármögnun Blæs. Við erum nú að teikna upp möguleikana sem við sjáum fyrir okkur varðandi fjármögnun til lengri tíma,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um húsnæðisfélagið Blæ sem nú er reynt að koma í gang. ASÍ og BSRB stofnuðu Blæ til hliðar við húsnæðisfélagið Bjarg sem er óhagnaðardrifið félag sem ætlað er að tryggja tekjulágum fjöl­ skyldum aðgengi að öruggu hús­ næði í langtímaleigu. Blær átti að vera almennara félag sem væri ekki bundið sömu kvöðum og Bjarg um hvað mætti byggja og fyrir hvern. Ragnar Þór segir ljóst að Blær verði að geta komið mjög sterkt inn á markaðinn til að leysa úr þeim mikla vanda sem sé á húsnæðis­ markaði. „Svona verkefni þarf að hlaupa á tugum milljarða. Við leitum auðvitað til þeirra aðila sem hafa þolinmótt fjármagn, eins og lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður.“ Nú sé verið að kynna verkefnið fyrir ríkisstjórninni og lífeyrissjóð­ um. „Auðvitað er ekkert í hendi og við vitum ekki hvernig þetta mun ganga en ég vona svo sannarlega að þetta taki ekki of langan tíma.“ Dagskipunin hjá sér og þeim sem staðið hafi að lífskjarasamningnum sé að fylgja því risastóra verkefni eftir og þar leggur Ragnar Þór mikla áherslu á húsnæðismálin. „Þetta er ákall til lífeyrissjóða, stjórnvalda, Íbúðalánasjóðs og allra þeirra sem vettlingi geta valdið í þessu að koma að þessu með jákvæðum hætti. Ekki fara að spá í því hver á hugmyndina eða hver er í hvaða liði.“ Ragnar Þór bendir á að hjá Íbúða­ lánasjóði liggi á þriðja hundrað milljarða óráðstafaðir og að eignir lífeyrissjóðanna séu um 4.700 millj­ arðar. „Þótt svona verkefni sé dýrt eigi að gera þetta af myndarskap, eru þetta smáaurar í stóra sam­ henginu. Það væri lítill hluti fjár­ festingargetu sjóðanna sem færi í slíka uppbyggingu á ári, kannski sjö til átta milljarðar.“ Ragnar Þór segir að Blær muni geta farið í átak fyrir þá hópa sem séu í mesta vandanum hverju sinni eins og eldra fólk er nú. „Það þarf að vera gríðarleg innspýting fyrir eldra fólk því staða þess á húsnæðismark­ aði í dag er grafalvarleg. “ – sar Skoða milljarðatuga fjármögnun Blæs Fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er nú á teikniborðinu. Formaður VR segir verkefnið hlaupa á tugum milljarða og sér fyrir sér að félagið geti farið í átak í húsnæðismálum eldra fólks. Leitað sé til aðila sem hafi þolinmótt fjármagn. Svona verkefni þarf að hlaupa á tugum milljarða. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Landhernaður Tyrkja er hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. Sýrlenski stjórnarherinn er kominn á svæðið austan við ána Euphrates í Norður-Sýrlandi til að taka þátt í hernaði Tyrkja gegn stuðningssveitum Kúrda. Sprengjum var beint að fangelsum sem vista hryðjuverkamenn ISIS í gær. Sjá síðu 10 NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimsmeisturum Frakka á Laugardalsvelli klukkan 18.45 í kvöld í undankeppni EM 2020. Erik Hamrén og Freyr Alex­ andersson þurfa að finna staðgengil fyrir fyrirliðann Aron Einar Gunn­ arsson sem er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, bar fyrir­ liðabandið síðast þegar þeir spiluðu á Íslandi en það var í 1­1 jafnt­ ef lisleik 1998 en þá voru Frakkar einn­ ig ríkjandi heims­ meist a r a r. „ Ég held að fæstir leikmennirnir muni eftir því síðast þegar Frakkar heimsóttu Ísland, f lestir þeirra voru bara börn þó að ég muni vel eftir leiknum,“ sagði Deschamps á blaðamannafundi í gær. Rafael Varane, fyrirliði Frakka, segist ekki vanmeta íslenska liðið. „Íslendingar hafa verið erfiðir viðureignar á heimavelli og við megum búast við erfiðum leik,“ sagði Varane. Fyrir leikinn eru Frakk­ ar og Tyrkir efstir í riðlinum með 15 stig en Ísland kemur næst með 12. Tyrkir mæta Albönum í kvöld en Albanir hafa 9 stig eftir sigurinn á Íslandi í síðasta mánuði. – kpt, ho / sjá síðu 16 Heimsmeistararnir mæta 1 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 0 -2 B F 0 2 4 0 0 -2 A B 4 2 4 0 0 -2 9 7 8 2 4 0 0 -2 8 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.