Fréttablaðið - 11.10.2019, Page 6

Fréttablaðið - 11.10.2019, Page 6
Hvað er í matinn? Þú finnur allt á einum stað í öllum okkar verslunum! www.kronan.is SAMGÖNGUMÁL Hestamenn á Akur- eyri eru ósáttir við að reiðleiðinni frá Akureyri yfir Eyjafjarðará hafi verið lokað vegna uppbyggingar á Akureyrarf lugvelli. Uppsetning ILS-aðflugsbúnaðar við völlinn olli því að leiðinni yfir gömlu brýrnar sunnan við f lugvöllinn var lokað nú í byrjun september. Hestamenn vilja fá nýja leið yfir ána til að kom- ast leiðar sinnar um Eyjafjörð og yfir í Þingeyjarsýslur. „Við erum að vinna í þessu máli með Léttismönnum og höfum verið að leita leiða til að leysa málið. Við höfum í því sambandi rætt við Vegagerðina, Landsnet og Isavia til að skoða leiðir, hvort hægt sé að gera þetta í sameiningu. Akureyr- arbær hefur ekki verið til í að gera þetta einn og sér,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar. Gamla leiðin yfir Eyjafjarðará lendir inni á öryggissvæði flugvall- arins eftir að aðf lugsbúnaðurinn hefur verið settur upp. Búnaðurinn er liður í því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Hestamenn eru ósáttir við að reiðleið þeirra hverfi með þessari ráðstöfun. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins vill Akureyrarbær setja um 50 milljónir króna í verkið en ljóst er að kostnaðurinn hljóðar upp á rúmar 150 milljónir. Isavia neitar hins vegar að taka þátt í kostnað- inum. „Akureyrarf lugvöllur er í eigu ríkisins. Hann er rekinn af Isavia á grundvelli þjónustusamnings við hið opinbera og þar eru engar fjár- veitingar til brúarsmíði til staðar,“ Segja lokunina hneisu og svik við hestamenn Reiðleiðinni milli Akureyrar og Þingeyjarsýslu hefur verið lokað og ekki er hægt að komast leiðar sinnar ríðandi nema um þjóðveg 1. Telja hestamenn þetta hina mestu hneisu og segja bæjaryfirvöld á Akureyri hafa svikið sig. Brúin yfir Eyjafjarðará sem sést vinstra megin á myndinni hefur verið af- lögð þar sem hún er á öryggissvæði flugvallarins. MYND/VÖLUNDUR JÓNSSON Við viljum ekki vera þeir einu sem höldum á þessu verkefni. Guðmundur Baldvin Guð- mundsson, for- maður bæjarráðs Akureyrarbæjar AUSTURLAND „Fjarðarheiðargöng skipta gífurlegu máli fyrir íbúana á svæðinu, en þau skipta einnig miklu máli fyrir farþega- og vöruflutninga til og frá landinu um Seyðisfjörð. Það er mjög ánægjulegt að nú sé komin niðurstaða varðandi hvaða leið verður farin og hvernig hún verður áfangaskipt,“ segir Björn Ingimars- son, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður samstarfsnefndar sveitar- félaga á Austurlandi. Bæjarstjóri vill göng eftir sjö ár Björn Ingimarsson. Norðurslóðamenning í Hörpu Alþjóðlega norðurslóðaráðstefnan Artic Circle var sett í Hörpu í gær. Um tvö þúsund stjórnmálamenn, vísindamenn, forystumenn í náttúruvernd og atvinnulífi á norðurslóðum frá yfir sextíu löndum sækja ráðstefnuna. Þetta er í sjöunda sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi. Tilgangur hennar er að skapa þverfaglegan samræðuvettvang um málefni norðurslóða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK segir Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia „Þetta er nokkuð dýr framkvæmd að byggja nýja brú yfir ána. Sú brú sem var áður notuð var í eigu Vega- gerðarinnar og hefur verið nýtt sem reiðleið. Nú liggur hins vegar fyrir að það þurfi að bregðast við stöð- unni og við viljum ekki vera þeir einu sem höldum á þessu verkefni,“ segir Guðmundur Baldvin. Ljóst hefur verið um langan tíma að þessi reiðleið yrði að fara vegna uppbyggingar á f lug vellinum. Hestamenn hafa ekki náð að nýta tímann til þess að tryggja reiðleið milli Akureyrar og Þingeyjarsýslna á þessum tíma. Strax eftir áramót mun þetta því hafa mikil áhrif á hestamennsku á Akureyri. sveinn@frettabladid.is Göngin, sem verða á milli Egils- staða og Seyðisfjarðar, verða lengstu göng á landinu, 13,5 kílómetrar. Í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að í drögum að samgönguáætlun sé gert ráð fyrir fjármagni til að klára undirbúning ganganna. Hönnunarferli tekur rúm tvö ár og bindur Björn vonir við að þau verði tilbúin eftir sjö ár. Í skýrslu starfs- hóps um gangakosti á Austurlandi er verðmiðinn sagður um 34 milljarðar. „Það er mikilvægt að halda áfram og skapa hringtengingu milli fjarða, þá erum við ekki bara að tala um göng undir Fjarðarheiði heldur einnig tengingu yfir í Mjóafjörð og þaðan yfir í Norðfjörð,“ segir Björn. Alls myndu öll þrenn göngin kosta samtals 64 milljarða króna. – ab +PLÚS 1 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 0 -5 8 6 0 2 4 0 0 -5 7 2 4 2 4 0 0 -5 5 E 8 2 4 0 0 -5 4 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.