Fréttablaðið - 11.10.2019, Síða 18

Fréttablaðið - 11.10.2019, Síða 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit­ stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna H. Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jon­ ivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653 Framhald af forsíðu ➛ Kristín segIst „lost“ án Sverris. Hann kunni vel á hana, hafi fengið hana til að hlæja við fyrstu kynni og að hún sé enn síhlæjandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK lagið „Án þín“ til sigurs í Söngva- keppni framhaldsskólanna árið 2000 og séð um tölvuleikjaþáttinn Game Tíví í sjónvarpinu. „Ég held það hafi verið fínt fyrir Sverri að finna einhverja sem var ekki eldheitur aðdáandi eða inni í öllu sem hann hafði gert,“ segir Kristín sem varð bálskotin í honum með því einu að tala við hann. „Sverrir er algjör dúlli og frábær að öllu leyti. Hann er ómótstæði- lega heillandi, skemmtilegur og góður, lét mig hlæja frá fyrstu sekúndu og ég er enn síhlæjandi. Hann kann svo vel á mig, er með gott jafnaðargeð og núna er ég alveg „lost“ án hans,“ segir Kristín og hlær af hamingju. „Þessi ást kviknaði svo hratt og fallega. Ég gisti hjá Sverri kvöldið sem hann bjargaði mér úr bíla- þvottastöðinni og svo gisti ég aldrei annars staðar. Ég bara flutti strax inn til hans og seinna um sumarið fluttum við saman til Njarðvíkur. Við fundum svo sterkt að tilfinningin væri rétt og ég vissi um leið að Sverrir væri mín eina sanna ást. Fljótlega barst svo talið að barneignum og við vildum bæði eignast börn, ákváðum að prófa og eigum nú von á okkar fyrsta barni,“ segir Kristín en settur fæðingardagur stúlkubarns þeirra Sverris er 1. febrúar á nýárinu. „Barnið verður það fyrsta okkar beggja og fyrsta stelpan í fjöl- skyldu Sverris. Við erum meira en tilbúin í foreldrahlutverkið og hlökkum mikið til. Okkur langar að eignast f leiri börn og fundum í hjarta okkar að við vildum það eitt að vera saman og eignast stóra og góða fjölskyldu.“ Réttnefndur draumaprins Kristín segir ekki hægt að lýsa til- finningunni sem fylgir því að vera viðfangsefni ástfangins tónlistar- manns frammi fyrir fyrir alþjóð en Sverrir naut aðstoðar Magnúsar Þórs Sigmundssonar við texta- gerðina og Halldórs Gunnars Páls- sonar Fjallabróður við útsetningu lagsins. „Mitt uppáhaldslag með Sverri er auðvitað „Þig ég elska“ en lagið „Ég fer ekki neitt“ er líka í dálæti. Mér líður auðvitað eins innan- brjósts en held að ég sé ekki jafn ljóðræn og hann að koma tilfinn- ingum mínum í orð eða listsköp- un,“ segir Kristín sem er rómantísk eins og Sverrir. „Fyrir mér felst rómantík í litlu, hversdagslegu hlutunum; að kveikja á kertum, liggja saman og knúsast, en líka þessu óvænta sem Sverrir gerir, eins og þegar ég varð 29 og hálfs árs fannst honum tilefni til að vekja mig með afmælistertu og þegar ég sofnaði í sófanum, áður en ég varð ólétt, þá bar hann mig á örmum sér inn í rúm, en það getur hann alls ekki núna,“ segir Kristín og skellir upp úr. „Rómantík þarf því ekki að vera eitthvað stórt eða yfirþyrmandi, bara hvernig hann kemur til mín, nándin og snertingin. Með honum finn ég alla daga að ég er elskuð meira en allt í heiminum og nú er hann farinn að elda handa mér, maðurinn sem hefur aldrei eldað neitt, og maturinn er gómsætur en það er hugurinn að baki sem skiptir mestu máli.“ Margir ráku upp stór augu þegar turtildúfurnar birtu af sér mynd um síðustu áramót, tekna í Las Vegas, eins og nýgift hjón. „Nei, við giftum okkur ekki þá; það eigum við eftir,“ segir Kristín. „Þegar ég varð þrítug í fyrrahaust gaf Sverrir mér fyrstu samskiptin okkar á Facebook í ramma sem hangir nú fyrir ofan kamínuna okkar heima. Í rammanum leyndist líka mynd af söngkonunni Celine Dion sem er uppáhldið mitt. Það reyndust vera miðar á lokatónleika hennar í Las Vegas og ég var sem lömuð því mig hafði alltaf dreymt um að fara á tónleika með henni og auðvitað lét drauma- prinsinn þann draum rætast.“ Ástfangnari með degi hverjum Þau Kristín og Sverrir hafa komið sér fyrir í fallegu húsi í Njarðvík. „Sverrir vildi að við flyttum suður með sjó til að eiga fleiri tíma í sólarhringnum saman þegar ég vann á flugvellinum en nú viljum við ekki f lytja aftur í borgina. Útlendingastofnun er í Hafnar- firði og ég er enga stund að skjótast þangað úr Njarðvík. Ég mæli heilshugar með búsetu í Reykja- nesbæ og þar er fasteignaverð töluvert lægra en í Reykjavík. Það hefur komið okkur á óvart hversu yndislegt samfélagið er, hér ríkir hlýr náungakærleikur og allir taka vel á móti okkur,“ segir Kristín sem var ekki í barneignarhugleiðingum fyrr en hún kynntist Sverri en sá aldrei annað fyrir sér en að ala upp börn sín upp á Íslandi. „Suðurnesin eru yndislegur staður fyrir börn, nóg rými og stutt í fagra náttúru. Okkur þykir gott að komast aðeins úr ys og stressi borgarinnar og finnum hvað okkur langar alltaf heim í kyrrðina þegar við erum í bænum,“ segir Kristín en bæði eru afar heimakær. „Við erum bæði róleg og Sverrir er svo nægjusamur. Honum finnst best að vera heima og hafa það kósí og mér finnst þægilegt að finna að hann sé ekki með stöðuga þrá til að komast út. Hann syngur reyndar rosalega mikið um helgar sem getur verið þreytandi því þá á ég frí en þetta hefur sína kosti og galla. Maður viðheldur vináttu og tengslum við fjölskyldu og vini og vinkonur mínar koma stundum í „sleep-over“ ef Sverrir þarf að fara út á land um helgar. Mér finnst líka gott að vera ein og horfa á góða þætti á meðan hann er að spila en ef við eigum helgina saman, sem gerist nánast aldrei, finnst okkur best að vera ein og gera ekki neitt. Hann fær að vera í tölvunni og þarf sinn tíma þar, en heima er hann með heilt tölvuvirki og í síðustu viku komu til hans tveir vinir í „sleep-over“ og spiluðu tölvuleiki í sólarhring,“ segir Kristín og hlær. Hún segir helgina vera tíma til að kúpla sig út. „Það má alveg njóta þess að gera ekki neitt og það þarf ekki stöðuga dagskrá. Við Sverrir getum verið saman heilu dagana ein. Við fáum ekki leiða hvort á öðru og ég verð ástfangnari af honum með hverjum deginum sem líður. Það er mögnuð tilfinning; ég var ekki undirbúin fyrir þetta en trúði alltaf að rétti maðurinn kæmi til mín fyrr eða síðar,“ segir Kristín, hamingjan og fegurðin uppmáluð. „Ég er heppin með gen. Mamma og pabbi eru um sjötugt en líta út eins og fertug og eru enn orkumeiri en ég. Við systkinin hrósum happi að hafa öll fengið fallegu tenn- urnar hans pabba en annars hef ég alltaf hugsað vel um heilsu og útlit með útivist, fjallgöngum, sundi og jóga. Á meðgöngunni geri ég hins vegar fátt annað en að vinna og hvíla mig, er rosa góð við sjálfa mig og kenni barninu um hvað ég er mikill nammigrís,“ segir Kristín og hlær. Hún verður 31 árs á fimmtu- daginn í næstu viku. „Október er mikill afmælis- mánuður í fjölskyldunni. Mamma átti afmæli þann níunda, bróðir minn á afmæli þann fimmtánda, ég þann sautjánda og annar bróðir minn þann nítjánda. Við sláum því saman í notalegan bröns um helgina,“ segir Kristín sem er farin að hlakka til jóla og nýárs. „Lífið er gott og dásamlegur tími framundan með jólum og litla barninu. Í fyrra upplifðum við Sverrir bandarísk jól en þetta verða fyrstu jólin okkar sem par í eigin húsi. Ég hlakka til róman- tískra kertaljósa og spila og við ætlum að kaupa okkur nýtt jóladót og skreyta húsið. Þetta verða önnur eða þriðju jól Sverris fjarri foreldrahúsum en ætli við förum ekki í jólamat til foreldra minna því þá verð ég komin svo langt á leið. Svo skellum við í annað barn sem fyrst, ef það gengur vel.“ Lengri útgáfa er á frettabladid.is Ástarljóð til Sverris Það tók Kristínu Evu ekki nema örfáar mínútur að koma tilfinn- ingum sínum í orð í eftirfarandi ástarljóði til Sverris Bergmann. Á heimshornaflakki í hamingju sveif, hella og tinda, já ég þá kleif. Fann þó í hjarta mér holrúm breitt, í hringiðu flakksins var líf mitt leitt. Var aldrei þess vitandi hvers ég leitaði að, vinarbeiðni á fésbók ­ hversu óvænt var það? Fyllti mig gleði, fyllti mig ást, furðulegt hvernig ég hætti að þjást. Breytti minni skeifu í risastórt bros, brosandi enn, þetta er enda­ laust gos. Nú leit minni er lokið, ég legg mín spil á borð, læt ég því fylgja mín lokaorð. Heima með þér ég í hamingju svíf og hefur okkur nú tekist að skapa nýtt, lítið líf. Ég ævinni hlakka til að eyða með þér, enda þú nú orðinn hluti af mér. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 1 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 0 -4 E 8 0 2 4 0 0 -4 D 4 4 2 4 0 0 -4 C 0 8 2 4 0 0 -4 A C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.