Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2019, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 11.10.2019, Qupperneq 30
Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn@frettabladid.is Á hverju ári eru einhver fyrir-tæki sem nýta sér þetta hjá okkur og það hefur farið vaxandi síðastliðin ár,“ segir Stefán Örn Gíslason, verkefnastjóri fyrir- tækjasamstarfs hjá UNICEF. UNICEF hefur í áraraðir boðið bæði einstaklingum og fyrirtækj- um upp á Sannar gjafir. Sem dæmi um gjafirnar má nefna jarðhnetu- mauk, bólusetningar, námsgögn og moskítónet. „Sannar gjafir eru gjafabréf fyrir hjálpargögnum sem fyrirtæki og einstaklingar geta gefið sem gjafir og svo sendir UNICEF hjálpar- gögnin á vettvang þar sem þörfin fyrir þau er brýnust hverju sinni,“ segir Stefán. „Vöxturinn í Sönnum gjöfum hefur síðastliðin ár verið hraðari hjá einstaklingum en fyrirtækjum en það virðist þó vera að einhver hugarfarsbreyting sé að eiga sér stað í þessum efnum,“ segir Stefán. „Þetta er ekki eitthvað sem ýtir undir neysluhyggju og þetta er ekki munaðarvara heldur eitthvað sem er lífsnauðsynlegt fyrir börn á svæðum þar sem mikil neyð ríkir,“ segir Stefán. „Það er mikil umræða um það í samfélaginu að minnka þurfi neyslu á sama tíma og við virðumst ekki ætla að hætta að gefa hvert öðru gjafir. Þetta er mögulega lausn á því, gjafir sem í rauninni gefa áfram,“ segir hann. „Við höfum sérstaklega séð aukningu í því að fyrirtæki bæti Sönnum gjöfum við gjafirnar sem þau eru að gefa starfsmönnum sínum. Einn valmöguleiki er að gera merkimiðann merkilegan,“ segir hann og brosir. „Með því á ég við að flest fyrirtæki eru að gefa afar veglegar gjafir á jólunum og við önnur tilefni og þeim fylgja kort eða merkimiðar til starfs- manna. Fyrir til dæmis 500 krónur er hægt að gera merkimiðann að Sannri gjöf sem inniheldur vatns- hreinsitöflur sem hreinsa fimm þúsund lítra af vatni,“ bætir Stefán við. „Okkar reynsla er sú að þetta hafi vakið mjög mikla lukku hjá starfsfólki,“ segir Stefán. „Svo skemmir ekki fyrir að Sannar gjafir UNICEF teljast stuðningur til góðgerðarmála svo fyrirtæki geta nýtt þær til skattaafsláttar,“ segir Stefán að lokum. Færist í vöxt að fyrirtæki gefi Sannar gjafir Stefán Arnar Gíslason segir aukast að fyrirtæki gleðji starfs- fólk sitt með Sönnum gjöfum frá UNICEF. Hann segir hugar- farsbreytingu gagnvart umhverfi og neysluhyggju líklega ástæðu. Gjafirnar eru í formi gjafabréfs fyrir hjálpargögnum. Stefán Örn Gíslason, verkefnastjóri hjá UNICEF, segir æ fleiri kaupa Sannar gjafir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Okkar reynsla er sú að þetta hafi vakið mikla lukku hjá starfsfólki. 12 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR 21. - 22. DESEMBER Í HÖRPU Miðasala fer fram á harpa.is/jolagestir. Nánar á senalive.is/jolagestir SKRÁNING er hafin! JÓLA STJARNAN 2019 AuÐur · Birgitta Haukdal FriÐrik Ómar · GDRN · Gissur Páll Jón Jónsson · Svala · Þóra Einarsdóttir ÁSAMT SIGURVEGARA JÓLASTJÖRNUNNAR 2019 JÓLASTJARNAN 2019 er Í SJÓNVARPI SÍMANS TAKTU ÞÁTT Á MBL.IS/JOLASTJARNAN STÓRSVEIT JÓLAGESTA SKIPUÐ LANDSLIÐI HLJÓÐFÆRALEIKARA STRENGJASVEIT JÓLAGESTA · KARLAKÓR INN ÞRESTIR REYKJAVÍK GOSPEL COMPANY · BARNAKÓR KÁRSNESSKÓLA 1 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 0 -4 E 8 0 2 4 0 0 -4 D 4 4 2 4 0 0 -4 C 0 8 2 4 0 0 -4 A C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.