Fréttablaðið - 11.10.2019, Blaðsíða 36
Góða salatið
sem þú kemur
vanalega með í
vinnuna er sæt
gjöf í krukku
fyrir vinnufé-
laga sem saknar
þín í jólafríinu.
Labbrabbtæki minnkar fjarlægðir á
milli vinnufélaga í stóru vinnurými.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Garðyrkja á skrifborðinu er róandi iðja og gott að munstra sand og steina.
Veldu milli sex mismunandi karfa og bættu við
annarri matvöru, víni eða g jafavöru. Við sjáum
um pökkunina þér að kostnaðarlausu.
Frábær jólag jöf til viðskiptavina eða starfsmanna.
Kíktu á ms.is - einfalt og fljótlegt.
J Ó L A G J Ö F S Æ L K E R A N S
Gómsætar jólagjafir
18 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR
Góðir vinnufélagar eru gulls ígildi og oft má láta ýmislegt yfir sig ganga í
vinnunni ef starfsandinn er góður
og samstarfsfólkið skemmtilegt.
Á vinnustað myndast oft ævilöng
vinabönd og sumir þjást hrein-
lega af söknuði þegar þeir sjá
fram á auka frídaga frá félögum
sínum á vinnustað. Jólin eru hreint
dásamlegur tími til gleði, frís og
gjafa og sannarlega er sælla að gefa
en þiggja. Það þarf heldur ekki
að kosta handlegg eða fótlegg að
koma færandi hendi og gauka eins
og einum pakka að sessunautnum
en þeim mun meiri verður gleðin
við völd og svo er auðvitað bannað
að opna gjafirnar fyrr en undan
trénu á aðfangadagskvöld. Hér gef-
ast nokkar hugmyndir að gjöfum
handa góðum vinnufélaga.
Í streitu og álagi vinnustaða
getur verið heilsubætandi að
dunda við garðyrkju á skrif-
borðinu. Því eru litlir zen-garðar
fullkomin gjöf fyrir önnum kafinn
vinnufélaga sem getur rakað
munstur í sandinn, fært til steina
og plöntur og gert garðinn sinn
huggulegan á meðan streitan
fjarar út.
Jól eru tími sætinda og smá-
kaka. Komdu með smáköku eða
sæta múffu í nesti og gefðu besta
vinnufélaganum að smakka. Ef
kakan fellur í kramið er málið að
koma með lagskipt hráefni hennar
í krukku og láta uppskriftina
fylgja með. Þú getur verið viss um
að hiksta ekki á meðan bakað er
því hugsanir vinnufélagans verða
hlýjar og fullar þakklætis. Það er
líka góð hugmynd að koma með
hráefni í uppáhalds hádegissalatið
ykkar saman sem hægt er að mixa
heima til að lina söknuðinn á milli
stórmáltíða.
Vinnurðu með hitapoka sem fær
ekki nóg súrefni yfir vinnudaginn?
Gefðu honum þá litla og hljóðláta
borðviftu sem kælir hann í ann-
ríkinu og sendir svalan vind- og
vinagust til að lyfta upp líkama
og sál.
Góðir vinnufélagar setja velferð
hvor annars í öndvegi og vilja
að hvíld, náð og vellíðan sé
höfð í hávegum í fríinu. Útbúðu
heimatilbúið, frískandi appels-
ínuskrúbb með sykri og kókos-
olíu til að nota í heimadekur
vinnufélagans í jólafríinu.
Er stundum of langt á milli
ykkar í vinnunni og þið þráið
að slúðra, heyra röddina og
hláturinn í vinnufélaganum?
Þá eru gamaldags labbrabb-
tæki bráðsniðug jólagjöf og hægt
að spjalla endalaust saman eða í
það minnsta slá á söknuðinn með
orðum úr talstöðvunum.
Kærkomnar
kærleiksgjafir
Því fylgir alltaf eftirvænting að fá jólagjöf frá vinnuveit-
endum en stundum má auka enn á jólagleðina og koma
færandi hendi með óvæntan pakka handa vinnufélögum.
Ilmur af appelsínum og mandarínum er jólalegur og gefur ferska upplifun sem líkamsskrúbb. NORDICPHOTOS/GETTY
1
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
0
0
-7
1
1
0
2
4
0
0
-6
F
D
4
2
4
0
0
-6
E
9
8
2
4
0
0
-6
D
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
1
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K