Fréttablaðið - 11.10.2019, Qupperneq 42
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
Tómas Bergmann
Vallargerði 4c, Akureyri,
lést mánudaginn 30. september.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 15. október klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Andartak, Cystic
Fibrosis samtökin á Íslandi. Reikningur 536-14-402289,
kt. 650516-0360, cysticfibrosis.is.
Halla Pálsdóttir
Margrét Bergmann Tómasdóttir Ólafur Örn Torfason
Kristján Bergmann Tómasson Sara Ómarsdóttir
Tómas Ólafsson
Magðalena Ólafsdóttir Marinó Snær Birgisson
Móheiður Ólafsdóttir
Jökull Bergmann Kristjánsson
Heiða Bergmann Kristjánsdóttir
Innilegar þakkir sendum við öllum
sem sýndu okkur samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar elsku
eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Gígju Sæbjargar
Kristinsdóttur
frá Hrísey,
Ólafsvegi 5, Ólafsfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hornbrekku fyrir
alúð og góða umönnun í veikindum hennar.
Jón Steindór Ásgeirsson
Hafdís E. Jónsdóttir Guðmundur Ólafsson
Gunnlaugur K. Jónsson Guðrún Ólafsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir Sveinn Ingvason
Kristinn Jónsson Sigrún B. Einarsdóttir
Sigríður S. Jónsdóttir Ásbjörn M. Jónsson
Katrín Jónsdóttir Vignir Þ. Siggeirsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hrafnhildur Ágústsdóttir
Hlíðarhúsum 7, Reykjavík,
áður Eik, Mosfellssveit,
lést 8. október.
Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju
miðvikudaginn 16. október kl. 15.
Tómas Lárusson
Ágúst Tómasson Elísabet V. Ingvarsdóttir
Páll Kristjánsson
Fannar Pálsson, Bylgja Pálsdóttir, Ingvi Ágústsson,
Tómas Hrafn Ágústsson, Magnús Ingvar Ágústsson,
barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.
Tónleikarnir í Pétursborg voru yndislegir, þar var fullt hús af áhugasömum áheyrendum sem voru mjög þakklátir fyrir að fá að kynnast íslenskri, lif
andi tónlist,“ segir Gerður Bolladóttir
söngkona sem er nýlega komin úr
mikilli Bjarmalandsför til Rússlands.
Þangað fór hún ásamt stallsystur sinni
Alexöndru Chernyshovu söngkonu og
Kjartani Valdimarssyni píanóleikara.
Gerður segir þekkt rússneskt tón
listarfólk hafa verið meðal áheyrenda.
„Það komu margir til okkar eftir tón
leikana og lýstu yfir hrifningu sinni á
ríkulegri menningu Íslands, tónlistinni
sem við f luttum og ljóðum sem voru
þýdd yfir á rússnesku og varpað á tjald
meðan f lutningi stóð. Við bara heill
uðum þá upp úr skónum!“
Báðar eru þær Gerður og Alexandra
sópransöngkonur og líka tónskáld og
meðal þess sem þær sungu fyrir Rússana
voru eigin lög.
„Við frumfluttum þrjú lög við ljóð sem
Sigurður Ingólfsson orti handa mér. Svo
sungum við rómantísk tónverk eftir mig
við ljóð íslenskra skálda, meðal annars
Kristján Hreinsson og líka langömmu
mína og frændur. Einnig sungum við
aríur, dúett og kór úr óperunni Skáldið
og Biskupsdóttirin eftir Alexöndru við
líbrettó Guðrúnar Ásmundsdóttur.
Píanóleikur var í höndum Kjartans
Valdemarssonar, eins af okkar bestu
píanóleikurum, og hlutverk Hallgríms
Péturssonar í óperunni söng bassa
barítónsöngvari frá Moskvu. Hann
heitir Sergei Telenkov og hann söng á
íslensku.“
Gerður segir Alexöndru hafa átt hug
myndina að þessum tónleikum eins og
f leiri viðburðum af líkum toga. „Hún
Alexandra er rússneskrar ættar en hefur
búið hér á landi í mörg ár og verið virk
í tónlistarsenunni, eins og f lestir vita.
Henni datt í hug fyrir nokkrum árum að
gaman væri að mynda tónlistarmenn
ingarbrú milli Rússlands og Íslands. Það
verkefni nefnist Russian Souvenir og
hefur nú staðið í fjögur ár. Á þeim tíma
hafa verið settir upp fimmtán viðburðir
bæði í Rússlandi og hér og okkar ferð til
heyrði því verkefni.“
Rússneskir fjölmiðlar voru áhuga
samir um tónleikana. Gerður segir þær
Alexöndru og Kjartan hafa farið í viðtöl
í sjónvarpi og líka í elstu og rótgrónustu
útvarpsstöð Pétursborgar og eiginmað
ur Alexöndru, Jón R. Hilmarsson, skóla
stjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar,
hafi sýnt ljósmyndir sem hrifu fólk. „Ég
held ég geti fullyrt að áheyrendur bjugg
ust ekki við svona flottum tónleikum og
líka ljósmyndasýningu,“ segir Gerður
og bætir við að Jón opni aðra sýningu í
Pétursborg á sunnudaginn, 13. október,
á opnunarhátíð Nordic Weeks.
gun@frettabladid.is
Rússar hrifnir af okkar
ríkulegu menningu
Söngkonurnar Gerður Bolladóttir og Alexandra Chernyshova sungu eigin tónlist í Pét-
ursborg við píanóleik Kjartans Valdimarssonar og hlutu lof hlustenda. Viðburðurinn
tilheyrði tónlistar-menningarbrúnni Russian Souvenir sem hefur verið til í fjögur ár.
Þær Alexandra og Gerður alsælar í hinni stórkostlegu Pétursborg.
Hlutverk Hallgríms Péturs-
sonar í óperunni söng bassa-
barítón söngvari frá Moskvu.
Hann heitir Sergei Telenkov
og hann söng á íslensku.
Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, og Mik-
haíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hittust
á fundi í Reykjavík dagana 11. og 12. október
1986. Fundurinn var í upphafi hugsaður sem
undirbúningsfundur fyrir síðari samningalotur
um takmörkun vígbúnaðar stórveldanna en
eðli fundarins breyttist því þeir leiðtogarnir
hófu óvænt að ræða saman um meiri afvopn-
un en áður hafði verið á dagskrá hjá þeim. Á
tímabili virtist stefna í sögulega niðurstöðu
um stórkostlega fækkun kjarnorkuvopna en
upp úr þeim viðræðum slitnaði þegar Reagan
neitaði að hverfa frá áætlun um varnarkerfi í
geimnum.
Þegar frá leið þótti leiðtogafundurinn þó
hafa rutt nýjar brautir í samskiptum stór-
veldanna og markað upphaf að lokum kalda
stríðsins. Íslenska þjóðin fylgdist grannt með
framvindu mála og þótti heiður að vera stödd í
hringiðu heimsviðburða.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 11. O K T Ó B E R 19 8 6
Leiðtogafundur var haldinn í Höfða
Lögreglumenn standa vörð við Höfða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1977 Opinberir starfsmenn í BSRB fara í sitt fyrsta verk-
fall.
1982 Skipinu Mary Rose sem sökk við Isle of Wight árið
1545 er lyft af hafsbotni.
1987 Spænsk þota verður eldsneytislaus og nauðlendir
um 50 sjómílur vestur af Reykjanesi. Sex mönnum er
bjargað úr gúmmíbjörgunarbát um borð í Þorlák ÁR.
1988 Fyrsta konan er kosin forseti sameinaðs Alþingis,
það er Guðrún Helgadóttir alþingismaður og rithöfundur.
1991 Íslendingar vinna heimsmeistaratitil í bridds, þar
sem tákn sigursins er hin fræga Bermúdaskál.
2007 Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í
borgarstjórn Reykjavíkur springur.
2008 Fyrstu mótmælin í búsáhaldabyltingunni fara fram
á Austurvelli.
Merkisatburðir
1 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
0
0
-3
5
D
0
2
4
0
0
-3
4
9
4
2
4
0
0
-3
3
5
8
2
4
0
0
-3
2
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
5
6
s
_
1
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K