Fréttablaðið - 11.10.2019, Page 49
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Föstudagur
hvar@frettabladid.is
11. OKTÓBER 2019
Viðburðir
Hvað? Vísindaskáldskapur í fortíð
og nútíð
Hvenær? 12.00-15.00
Hvar? Þjóðminjasafnið
Málþing á vegum Vísindafé-
lags Íslands. Erna Magnúsdóttir,
dósent í líffræði, Björn Þór Vil-
hjálmsson, lektor í almennri bók-
menntafræði og kvikmyndafræði,
og Sigurður Ingi Erlingsson, pró-
fessor í eðlisfræði, hafa framsögu.
Á eftir verða pallborðsumræður
þar sem Hildur Knútsdóttir rithöf-
undur slæst í hópinn. Fundarstjóri
er Brynhildur Björnsdóttir bók-
menntafræðingur.
Hvað? Þolmörk – Opin fyrirlestra-
röð Listaháskóla Íslands.
Hvenær? 12.15-13.00
Hvar? Fyrirlestrasalur A & B í húsi
hönnunar- og arkitektúrdeildar að
Þverholti 11.
Fyrsti fyrirlestur vetrarins er í
höndum sviðlistadeildar. Þar fjalla
listamennirnir Krõõt Juurak &
Alex Bailey um verk sín, meðal
annars Performances for Pets.
Hvað? Tangó praktika og milonga
Hvenær? 21.00-24.00
Hvar? Kramhúsið, Skólavörðustíg
12, Bergstaðastrætismegin
Gestgafar eru Gunna Beta og
Heiðar og dj Heiðar heldur uppi
stuðinu. Ekki þarf að mæta með
dansfélaga. Aðgangseyrir er 1.000
krónur en frítt fyrir 30 ára og
yngri á milongu.
Hvað? Skyn – sýningaropnun
Hvenær? 18.00
Hvar? Núllið, Bankastræti
Vera Hilmarsdóttir og Ásgerður
Arnardóttir opna samsýningu sem
verður opin frá 12.00-20.00 laugar-
dag og sunnudag.
Hvað? Stórtónleikar
Hvenær? 20.00
Hvar? Salurinn
Tónleikarnir eru tileinkaðir stór-
söngvurunum Kristni Hallssyni,
Svölu Nielsen og Guðmundi
Guðjónssyni. Þeir sem koma
eru; Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir
sópran, Oddur Arnþór Jónsson
baritón, Egill Árni Pálsson tenór,
Hrönn Þráinsdóttir píanó, Signý
Sæmundsdóttir sópran og kynnir,
og Ólafur B. Ólafsson harmóníku-
leikari. Sérstakir gestir eru Karla-
kór Kópavogs ásamt Garðari
Cortes, stjórnanda hans, og Helgi
Jónsson slagverksleikari.
Kristinn Hallsson er einn þeirra
stórsöngvara sem minnst verður í
Salnum.
stod2.is 1817
Tryggðu þér áskrift
Í KVÖLD
Sparaðu allt að 50-70%!
info@fedaszdental.huHafðu samband:
+ 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is
Fyrir
Eftir
Tannlækningar í Ungverjalandi
Peter Hand ke hlýtur loks Nóbelinn. NORDIC PHOTOS/GETTY
Pétur skrifaði bók undir áhhrifum
frá Handke. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Flóttinn frá klisjunni
Hinn austurríski Peter Hand ke, sem
er fæddur árið 1942, hefur hlotið öll
helstu bókmenntaverðlaun Þýska-
lands og Austurríkis og hefur áður
verið orðaður við Nóbelinn. Hann
hlýtur verð launin fyrir árið í ár.
Skáld saga hans Kinder geschichte,
eða Barna saga, kom út í ís lenskri
þýðingu Péturs Gunnars sonar árið
1987.
„Handke er á stöðugum f lótta
undan klisjunni. Skáldsögur hans
eru án söguþráðar, honum finnst
skáldsöguformið vera orðið allt of
uppáþrengjandi og klisjukennt,“
segir Pétur Gunnarsson. „Hann
hefur einnig skrifað leikrit og kvik-
myndahandrit, þar á meðal hand-
ritið að Himinninn yfir Berlín sem
Wim Wenders leikstýrði. Hann
hefur skrifað bækur sem höfðu
mikil áhrif á mig og eru nánast
dagbækur en þar er hann að fanga
augnablikið hverju sinni. Honum
finnst alltof uppáþrengjandi að ýta
því inn í einhverja skáldsögu og vill
að augnablikið fái að lifa á sínum
eigin forsendum. Ég skrifaði eina
bók sem er dálítið undir þessum
áhrifum og heitir Vasabók og kom
út árið 1989.
Ég er mjög hrifinn af skáldsögu
eftir hann, Barnasögu, sem ég
þýddi og er mjög einkennandi fyrir
Handke. Hún fjallar um mann og
barnið hans. Greinilegt er að sögu-
sviðið er París, en hann nefnir hana
aldrei á nafn, segir bara „í erlendu
borginni“ og nefnir aldrei franska
tungu heldur segir „erlenda tungan“.
Hann nefnir barnið heldur aldrei á
nafn, segir bara „barnið“. Orð eins og
París og Frakkland hafa alltof uppá-
þrengjandi merkingu til að hann
treysti sér til að nota þau í þessu
samhengi. Þessi flótti frá klisjunni
er afar einkennandi fyrir hann.“
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25F Ö S T U D A G U R 1 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
1
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
0
-6
C
2
0
2
4
0
0
-6
A
E
4
2
4
0
0
-6
9
A
8
2
4
0
0
-6
8
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
1
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K