Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 2

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 2
■RÍtstj 6 ra S'fy a L l Þann 8. september sl. voru 10 ár liðin frá því bandaríski fáninn var tekinn niður í síðasta sinn á Keflavíkurflugvelli og herstöðinni var lokað. í hönd fóru skrítnir tímar, heilt íbúahverfi tæmdist og fjöldi starfa fyrir íslenskt vinnuafl tapaðist. En vörn var fljótlega snúið í sókn og þann 24. október sama ár var Þróunarfélag Keflavíkur, Kadeoco stofnað með 20 milljón króna framlagi frá ríkinu. Kadeco stendur fyrir Keflavik Airport Development Corporation og hefur frá upphafi verið stýrt af Kjartani Þór Eiríkssyni viðskiptafræðingi. Faxi helgaði Ásbrú og uppbyggingunni á Varnar- svæðinu fyrsta tölublað ársins 2014 og þar má fræðast meira um þá starfsemi sem er á Ásbrú. I þessu blaði eru áherslur aðrar, ímynd svæðisins og Reykjaness alls skoðuð og staðan á Ásbrú í dag tekin með Kjartani Þór ásamt því að líta til framtíðar. Einnig er spjallað við Þuríði Halldóru Aradóttur verkefnastjóra Markaðsstofu Suðurnesja sem hefur aðsetur á Ásbrú og Kristján Hjálmarsson og Sváfnir Sigurðarson hjá H:N Markaðssamskiptum sem stýra ímyndar- herferðinni „Reykjanes - Við höfum góða sögu að segja“ sem nú er í fjölmiðlum. Við lítum til baka með Ásbirni Eggertssyni fyrrum starfsmanni Varnarliðsins í Þá og þar, kíkjum á gömlu flugstöðina sem fær sinn sessi í fastadálknum Saga húsanna og Sandgerðingurinn Richard Henry Eckard hótelstjóri Base Hotel á Ásbrú segir m.a frá þeim tækifærum sem hann sér fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu, í Hér og nú. Við heiðrum minningu Birgis Guðnasonar Faxafélaga sem lést í síðasta mánuði. Eins og í öllu sem Birgir tók sér fyrir hendur var hann mjög metn- aðarfullur í störfum fyrir Faxa og barðist m.a. fyrir aukinni hlutdeild kvenna í félaginu. Þótt Birgir hafi ekki séð þann draum sinn verða að veruleika varð hann óskaplega glaður þegar þessar tvær konur voru fengnar til að ritstýra blaðinu. Blessuð sé minning Birgis Guðnasonar. Sigrún Ásta Jónsdóttir og Svanhildur Eiríksdóttir argoFLUTNINCARS Sími: 845 0900 Suðurnes - Reykjavík -Suðurnes 2 sinnum á dag L : jfj&Í U ‘ « 1. j i w * m ÍM ■ - .. WfíJÍ‘i,v. FAXI 1. tölublað - 76. árgangur - 2016 Allir myndatextar í þessu og öðrum heftum Faxa eru blaðsins Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík Pósthólf: 182,230 Reykjanesbær Ritstjórar: Sigrun Ásta Jónsdóttir og Svanhildur Eiríksdóttir Netföng og sími ritstjóra: Svanhildur, s. 894 5605, netfang: svei@simnet.is - Sigrún, s. 865 6160, netfang: sigrunastajons@gmail.com Blaðstjórn: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Skúli Þorbfergur Skúlason, Kristinn Þór Jakobsson, Magnús Haraldsson og Geirmundur Kristinsson Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf. Grófin 13c, 230 Reykjanesbær sími 421 4388, netfang: stapaprent@stapaprent.is Netfang vegna auglýsinga: faxipostur@gmail.com, Auglýsinga- sími: 698-1404, veffang: www.mitt.is/Faxi Forsíðumynd: Herstöðinni lokað 30. September 2006. Ljósmynd: Víkurfréttir. 2 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.