Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 18

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 18
Góð ímynd svœðisins l Um skeið hefur ímynd Reykjaness verið löskuð. Varnarliðið átti lengi vel hlut að máli að íbúarnir voru litnir hornauga en margir þeirra komust hátt í störfum fyrir Kanann án þess að hafa mikla menntun. Við þóttum njóta ýmissa fríðinda með herstöð í túnfætinum sem sumir öfunduðust út af. Jafnvel rokið, sem nú þykir auðlind í rekstri gagnavera á þessu sama svæði, er nefnt þegar svæðið er gagnrýnt, ásamt þáttum eins og fá atvinnutækifæri, spilling, félagsleg vandamál og fleiri ranghugmyndum. Heklan - Atvinnuþróunarfélag Suður- nesja, hóf fyrir um ári síðan samstarf við H:N Markaðssamskipti um að bæta ímynd svæðisins. ímyndarherferðin heitir „Reykjanes - við höfum góða sögu að segja“ og gengur út á að bæta ímyndina með skipulögðum hætti. Herferðin, sem einnig er grunnurinn að eflingu svæðisins, miðar að því að fylla íbúa svæðisins stolti, laða að nýja íbúa, ný atvinnutækifæri, auka hag- vöxt, tekjur og fjölga ferðamönnum. Margt hefur áunnist og um svipað leyti og vinna við bætta ímynd hófst varð Reykjanesið vottaður UNESCO jarðvangur sem er gæðastimpill fyrir svæðið. Markaðsstofan Suðurnesja, sem rekin er af Heklunni, stýrir vinnu í tengslum við jarðvanginn og þá uppbyggingu sem er á svæðinu varðandi ferðamennsku og jákvæða ímynd. Einn af verkefnastjórunum er Þuríður Halldóra Aradóttir sem Svanhildur Eiríksdóttir ræddi við um ímyndina fyrr og nú og þá vinnu sem er í gangi. Eitt af því fyrsta sem berst í tal þegar rætt er um ímynd Reykjanessins er mikilvægi Þuríður Halldóra Aradóttir. Ljósmynd Svahildur Eiríksdóttir. þess að tengja það við Reykjanes jarðvang. í vottun UNESCO felist gæðastimpill og vitn- eskja um að á svæðinu eru merkilegar nátt- úruminjar. Á Reykjanesinu er það eldvirkn- in og flekaskilin milli Evrasíu og Ameríku sem eru aðalsmerki svæðisins og mikilvægt að tengja við vaxandi ferðaþjónustu og möguleika svæðisins, ásamt þeirri ímyndar- vinnu sem er í gangi undir stjórn H:N Markaðssamskipta. „Grunnurinn að því verkefni er Sóknaráætlun fyrir landshluta, sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Samband íslenskra sveitarfélaga sam- þykkti í samstarfi við ríki og Byggðastofn- un. I framhaldi af henni mótaði hver lands- hluti sína stefnu, um hvað bæri að leggja áherslu á, hvað ætti að gera o.s.frv. Þannig kom samstarfið við H:N Markaðssamskipti til og er framhald af mótunarvinnu sem hófst í fyrra. Það er kallaður saman mjög breiður hópur fólks af öllu svæðinu, bæði úr atvinnulífinu og sveitarfélögum og farið er yfir hvaða verkefni okkur finnst við eiga að fara út í. Síðustu tvö til þrjú árin hefur verið rosalega mikill fókus á markaðssetningu svæðisins og ímynd þess. Fólki er mjög umhugað um orðstírinn og það er búið að vera lengi. Fólki finnst að ekki hafi verið vel talað um Reykjanesið, talað er um ósann- gjörn ummæli og ósanngjarna orðræðu sem tengist Reykjanesinu og það varð ofan á að fólk vildi breyta þessu.“ Vitundavakning inn á við og kynning út á við Þuríður segir ákveðnar mýtur vera í gangi sem við getum ekki breytt nema með því að við byrjum hjá okkur sjálfum, þ.e.a.s. að íbúar á Reykjanesi breyti því hvernig þeir hugsi og tali um svæðið. „Þannig kom þetta upp og nú höfum við gert samning við H:N Markaðssamskipti til að aðstoða okkur við - Jdrðhiti ájleykjanesskagana Ljósniynd Svayar Ellertsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.