Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 17

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 17
Kveðjafrá Faxafélögum Birgir Guðnason Fœddur 14. júlí 1939 - Dáinn 11. september 2016 Birgir Guðnason var Faxafélagi um áratugabil. Hann tók virkan þátt í störfum málfundafélagsins, lagði ávallt gott til málanna, sem víðar. Honum var mjög annt um viðgang og virðingu Faxa. Síðustu árin var hann heiðursfélagi. Faxafélagar, sem voru vinir hans og félagar senda eiginkonu og afkomendum dýpstu samúðarkveðjur. Við Birgir þekktumst og vorum vinir frá því skömmu eftir að við fórum sem börn að ganga. Við áttum heima svo skammt frá hvor öðrum að samgangur var mikill. Báðir vorum við næstum hvíthærðir, hann ævina alla. Snemma kom í ljós listhneigð hans, það lék allt í höndum hans og huga. Við vorum saman í barnaskóla og gagnfræðaskóla. Þar var hann afar vinsæll meðal samnemenda, var hrókur alls fagnaðar og eftir skóla- árin ötull við að halda bekkjarfélögunum saman við hverskonar tækifæri. Hann lærði húsamálun af föður sínum Guðna Magnússyni sem var einstakur maður. Birgir ólíkt því sem þá gerðist hélt utan, ásamt félaga sínum Kristni Guðmunds- syni til framhaldsnáms í húsamálun og fluttu þeir nýja strauma inn i landið í þeim efnum. Birgir hafði gott viðskiptavit og byggði upp fyrirtæki á sínu sviði, sem síðar var nefnt Bílakringlan, sem vistuð var í Grófinni i Keflavík við góðan húsakost. Hann eignaðist mikið og gekk vel. Var fyrirtækið á sínum tíma eitt það rismesta í Keflavík. Þar endurspeglaðist listaáhugi hans hvar hann vistaði listaverk Erlings Jónssonar bæjarlistamanns Keflavíkur. Mikill fjöldi fólks naut listarinnar í fyrirtæki Birgis. Var það hugsjón hans að komið yrði upp sérstöku listasafni verka Erlings, en því miður varð það ekki. Það var mikill kraftur í Birgi, hann hafði mikil afskipti af félagsmálum og var kjörinn til fjölda trúnaðarstarfa, sem komu samfélaginu mjög til góða. Hann var trúaður og þótti vænt um Kefla- víkurkirkju. Þar var hann í sóknarnefnd í mörg ár. Hann var ekki hlutlaus áhorfandi, sem við erum flest. Hann átti mikinn þátt í byggingu hins glæsilega safnaðarheimilis, sem kirkjan nýtur nú góðs af. Birgir var einlægur Framsóknarmaður, af gamla skólanum, mest alla ævina. I hvert sinn er ég hafði tíma til heimsótti ég Birgi á vinnustað. Þar var auðvitað spjallað um heima og geima, en alltaf var tekinn snúningur á pólitíkinni. Þar sótti hann og varði sinn flokk er Alþýðuflokksmaðurinn fullur efasemda og líklega áreitis var hinsvegar. Þar var margt látið fjúka, en aldrei slitnaði vin- áttan á milli okkar. Fyrir örfáum árum skipti hann reyndar um skoðun til að styðja vin sinn og venslamann Ásmund Friðriksson og gerði það glaður og á einlægan hátt. Eftir það urðu samræður okkar um pólitíkina vissulega daufari. Birgir hafði mörg járn í eldinum. Á sínum tíma stóð til að rífa eitt elsta húsið í Keflavík „Gömlu búð“ Með lagni góðs viðskiptamanns tókst honum að koma í veg fyrir sögulegt slys. Hann hafði mikla tilfinningu fyrir verðmæti og gildi gamalla muna og átti mikið safn þeirra. Hann var líka sterkur talsmaður verk- menningar og kom á sínum tíma upp sýningu er varðaði sögu iðnmenntunnar hér um slóðir. Þá var hann mjög fróður um sögu umhverfisins, En svo fór að grimm örlög gripu í taumana. Fyrir um 15 árum fór heilsan að bila og hinn snjalli rekstrarmaður hafði ekki sömu yfirsýn og áður. Smám saman voru eignir af honum týndar, loks allt er heitið getur. Hann bar sig samt alltaf vel, en vel kunnugir greindu reiði og angist yfir gangi mála. Hann kvaðst hinsvegar fyrirgefa í anda kristninnar, og hélt sinni reisn. Birgir giftist ungur Hörpu Þorvalds- dóttur. Hún færði honum mikla ham- ingju og veit ég að það var gagnkvæmt. Afkomendur þeirra, eru fyrirmyndar- fólk. Þau öll hafa mikils að sakna. Gömlu skólafélagarnir sakna hans. Við hjónin söknum hans, heimsóknanna hvar málin voru rædd í þaula. Sárastur er missir hetjunnar Hörpu. Dýpstu sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur. Karl Steinar Guðnason FAXI 17

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.