Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 19

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 19
okkur að það sé gott að búa hérna, að þetta sé fallegt svæði. Það er rok hérna en það er rok alls staðar annarsstaðar á landinu. Þannig að það er verið að slá á þessar mýtur bæði gagnvart okkur, þannig að við verðum staðfastari í því að þetta sé allt í lagi. En líka gagnvart öðrum landshlutum og almenningi í landinu, að þetta svæði sé mikilvægt fyrir landið allt, að það sé fallegt og gott og þetta sé ekki eins slæmt og það hljómar. Þannig að þetta er aðallega almenningsálitið sem við erum að reyna að snúa við.” 7 lokin er ekki úr vegi að spyrja Þuríði hvað henni finnst uppbygging Kadeco á fyrrum Varnarsvœði hafa gert fyrir ímynd svæðisins? Góð saga „Mér finnst samstarfið um uppbyggingu á svæðinu hafa tekist vel. Það hefur tekið tíma að byggja upp nýtt hverfi innan Reykjanes- bæjar á Ásbrú og þetta svæði er enn í mótun en ég tel að það hafi verið gæfuspor að stofna skóla, byggja upp þekkingarsam- félag og laða að fjölbreytt atvinnuskapandi tækifæri með sprotafyrirtækjum. Saga varnaliðsins á íslandi, brotthvarf þess og uppbygging svæðisins er afar áhugaverð. Margir Islendingar hafa heyrt sögur af hermönnum, ástandi og kjaftasögum frá þessum tima en fæstir þeirra hafa heyrt sögur af fólkinu sem vann á Vellinum. Þá eru margir sem gera sér kannski ekki grein fyrir hvernig varnarliðið mótaði menningu okkar íslendinga og samfélagið eða hvernig samfélagið á Suðurnesjum tókst á við nýjar áskoranir eftir að varnaliðið fór. Uppbygg- ingin sem hefur átt sér stað á svæðinu er góð saga. Það er ekki gefið að yfirgefin varnarliðssvæði nái að byggjast upp að nýju og mörg þeirra eru í dag eins og yfirgefnir draugabæir. Við getum verið mjög stolt af þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum á Ásbrú og á Reykjanesinu öllu.” FAXI 19 Markaðsstofa Reykjaness vínnur að sameiginlegri kynningu og markaðssetningu Reykjaness sem spennandi áfangastaðar fyrir ferðamenn. Samtarf er haft við aðila í ferðaþjónustu s.s. Ferðamálastofu og íslandsstofu. Markadsstofan er samstarfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu, ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum. Markaðsstofan hefur umsjón með vefnum visitreykjanes.is. þessa vinnu, um hvað við ættum að gera og tillögur að framhaldinu. Þetta er vinna sem fór af stað í fyrra og síðan þegar sveitar- félögin og atvinnulífið fara að tala saman kemur í ljós að þau eru í raun bæði að vinna að þessum verkefnum, forsendurnar eru bara ekki þær sömu. Atvinnulifið er meira að leita eftir stuðningi samfélagsins, en starfsmenn er það sem skiptir máli fyrir atvinnulífið og það vantar starfsfólk inn á svæðið. Það er lítið atvinnuleysi núna og þeir þurfa því að draga nýtt fólk inn á svæðið, hvort sem það kemur til með að keyra úr bænum eða flytur á svæðið. Þannig er þetta svolítið samspil sveitarfélaga og atvinnulífsins að ná þessum takti saman. ímynd svæðisins ræður miklu um hvernig tekst að lokka fólk hingað." Heklan gerði samning við Gallup í fyrra um könnun meðal landsmanna um ímynd svæðisins. „Þar kemur fram að 64% svarenda eru jákvæðir í garð Reykjanessins, sem er ekki slæmt í sjálfu sér. En þegar það er skoðað í samhengi við önnur sveitar- félög blasir önnur mynd við,“ segir Þuríður. Næst fyrir ofan Reykjanes er Höfuðborgar- svæðið með 80% jákvæðni en efst í viðhofi til landshluta trónir Norðurland með 87% jákvæðni í garð svæðisins. Þegar rýnt er dýpra í könnunina kemur í ljós að 43% hafa engan áhuga á að starfa á Reykjanesi og 71,4% hafa engan áhuga á að búa hér. Nefnd eru fá atvinnutækifæri, rok og spilling sem helstu áhrifavaldar sem svarendur tiltaka. „Þetta skiptir máli þegar við erum að bera okkur saman, t.d. varðandi fjármagn sem kemur inn á svæðið. Það kom á óvart að viðhorfið var nokkuð jákvætt en neikvætt gagnvart hinum svæðunum. Atvinnulífið hefur áhyggjur af þessu,“ segir Þuríður. Skýringarinnar að leita í sögunni? Þuríður segir þessar ástæður geta legið í sögunni og gamlar mýtur enn í gangi, þó þær eigi ekki lengur við. Niðurstöður þessar könnunar, sem framkvæmd var árið 2015, virðist í meginatriðum rýma við niður- stöður sambærilegrar könnunar frá 2011, en margt hafi breyst síðan þá. „Reykjanesið var lengi vel vinnutarnasvæði, sjávarútvegurinn byggðist mikið upp á vertíðum, fólk kom í bæinn og vann og fór svo heim aftur. Þegar herinn var hérna kom fólk af öllu landinu og dvaldi um tíma eða settist jafnvel að. En þetta fólk kom víðs vegar að af landinu og þá sló hjartað annarsstaðar og það er alltaf að bera saman líf sitt hér við eitthvað annað. Þegar fólk sem nú býr hér á svæðinu er spurt þá er það almennt mjög ánægt að búa hér og að ala upp börnin sín. Það er mjög jákvætt gagnvart staðsetningunni og öllu því sem er í gangi þannig að þeim sárnar hvernig talað er um svæðið. Kannski er þetta bara fámennur hópur sem er mjög óánægður og heyrist rosalega mikið í en veit bara ekki betur. Talað er um að lands- lagið sé ekki fallegt en svo kemur í ljós að viðkomandi hafi kannski ekkert farið að skoða það.“ Er þessi ímyndarvinna þá hugsuð meira út á við, beint til þeirra sem ekki búa hér og virðast vitna í gamlar klisjur? „Þetta er bæði til þess að staðfesta fyrir

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.