Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 22

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 22
:ŒfH j Ziái m njnJ mTm - D C EíotelHostel njiyr i r | ■ ¥ Eg heiti Richard Henry Eckard og er hótelstjóri Base Hotel á Ásbrú. Ég hef búið í Danmörku meirihluta síðustu 15 ára og þar kviknaði ástríða mín fyrir hótelgeiranum. Árin 2003 - 2010 vann ég í Horsens á 142 herbergja hóteli sem var áður gamalt sveita- setur. Þar kynntist ég alvöru hótelrekstri og síðan þá hefur hótelrekstur verið ástríða hjá mér. Þetta litla hótel var vinsæll staður fyrir veislur, ráðstefnur og hópefli fyrirtækja ásamt því að vera vinsæll áfangastaður fyrir gesti á sumrin. Þar var afslappað yfirbragð og góður tími til að öðlast mikilvæga reynslu við hótelrekstur. Árið 2010 fluttum við fjölskyldan til Is- lands, ég settist á skólabekk á ný og tók stúd- entspróf við Keili á Ásbrú, lærði Ferðamála- fræði og ensku við Háskóla íslands. Þremur árum seinna fluttum við aftur til Danmerkur. Þá hóf ég störf í miðbæ Árósa á glænýju og glæsilegu 4 stjörnu hóteli sem taldi 228 her- bergi þar sem stórstjörnur, leikarar, hljóm- sveitir og ráðherrar voru tíðir gestir. Ég hef því í gegnum tiðina sinnt fjölbreytt- um hópi viðskiptavina með ólíkar þarfir og hef brennandi áhuga á að veita framúrskar- andi þjónustu, hef unun af því að leiðbeina fólki og leysa úr vandamálum með jákvæðni, gleði og húmor að leiðarljósi. Ég hef ávallt fylgst vel með þróun ferða- mála á fslandi þá sérstaklega á Suðurnesjum og sem Suðurnesjamaður hefur mér ávallt fundist Suðurnesin vera falin perla sem ferðamenn sem og íslendingar viti ekki um. Þegar þetta verkefni bauðst mér var ég svo spenntur fyrir því að kallað var til fjölskyldu- fundar hjá okkur og málin rædd. Konan mín og þrjú heimabúandi börn okkar samþykktu að rífa upp tjaldhælana og pakka saman hús- inu okkar í Vejle og halda heim til fslands. f enn annað ævintýrið. Hugsjón mín hvað varðar Base Hotel er þess vegna að leggja mikla áherslu á að vinna náið með okkar nærumhverfi á Suðurnesjum og þar með styrkja Reykjanessvæðið, í kynn- ingu þess til ferðamannsins og um leið að vera samastaður íslendinga á leið í eða úr fríi sem og íbúa og námsmenn á Suðurnesjum. Smá um mig: Ég er miðju barn af fimm systkinum og eini strákurinn. Tvær af systrum mínum eru kennarar, ein þroskaþjálfi og sú fjórða fjármálastjóri. Ég ólst upp í Sandgerði. Frá því í æsku fór ég fljótlega að sækjast í störf í nemendaráði og tómstundanefndum, keppti í ræðukeppnum og stundaði skíða- og hestamennsku. Ég bjó þar þangað til ég og konan mín sem einnig er úr Sandgerði, þá með þrjú börn, héldum saman í ævintýri til Danmerkur árið 2001. Þremur börnum og fimmtán árum síðar erum við flutt heim á Suðurnesin aftur. Ég kom einn heim í maí á þessu ári þar sem ég fór beint í það að vinna við upp- setningu hótelsins. Ég flakkaði svo fram og tilbaka til að pakka heimilinu saman og komum við fjölskyldan svo öll í lok júlí. Ég er nú stundum spurður að því hvernig mér nú datt í hug að flytja heim og þá er oft nefnt veðrið, eða pólitík og fleira. Ég svara því þá með bros á vör að okkur fannst mjög gott að búa á meginlandi Evrópu og hefur það víkkað sjóndeildarhring okkar en heima er alltaf heima og vissum við alltaf að þangað kæmum við aftur. Heim aftur á Suðurnesin þar sem fjölskyldur okkar og vinir eru en þó er það alltaf þannig að þegar maður flytur í annað land þá skilur maður alltaf eitthvað eftir á báðum stöðum. Það hefur verið tekið alveg ótrúlega vel á móti okkur bæði persónulega og gagnvart opnun nýja hótelsins hvar sem við komum. Ég hlakka mjög mikið til að vera með í því að styrkja Suðurnesin og kynna þau fyrir bæði ferðamanninum og íslendingnum sem vita ekki að það er mun meira á Suðurnesjum en bara flugvöllurinn. 22 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.