Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 10

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 10
áfa9 a /buáanaia Gamla flugstöðin Við stríðslok var ljóst að gjörbylting var að eiga sér stað í samgöngum milli landa. Flugið var komið til að vera en þótt flugbrautirnar væru til staðar á Keflavíkur- flugvelli þá voru þjónustubyggingar margar hverjar úr sér gengnar og ekki vel til þess fallnar að þjóna nýju hlutverki. Fljótlega í stríðslok hófst mikill uppbygging á flugvell- inum og var meðal annars byggð flugstöð, sem fékk nafnið Keflavík og var vígð 9. apríl 1949. Flugstöðin þjónaði mörgum hlutverkum. Fyrir utan að afgreiða flugfarþega þá var þar til húsa veðurstofa, tollafgreiðsla og útlendingaeftirlit, skrifstofur pósts og flugvallaryfirvalda, veitingasalur fyrir 150 manns og hótel með 50 herbergjum. Flugstöðin var í notkun allt þar til að núverandi flugstöð, Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, var vígð við hátíðlega athöfn þann 12. apríl 1987 af Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands. Nýja flugstöðin var ekki bara stærri og betri hún var utan girðingar. Sú gamla var djúpt inn á svæði varnarliðsins og þannig þurftu flugfarþegar að fara í gegnum aðalhliðið sem var rétt við veginn út í Hafnir. Gamla flugstöðin hélt þó áfram að vera flugstöð en nú þjónaði hún eingöngu varnarliðum og gestum þess. Byggingin er enn uppistandandi og eflaust eiga margir Islendingar minningar um sína fyrstu utanlandsferð tengdar þessari byggingu. Á þeirri rúmu hálfu öld frá því að hún var byggð hefur verið byggt við hana og endur- byggt til að mæta breyttum þörfum og nýju hlutverki. Eftir brotthvarf varnarliðsins hefur byggingin lítið verið notuð og líklegt má telja að hún verði látin víkja. Það yrði flókið að gefa þessari byggingu nýtt líf með öllum sínum viðbyggingum og endur- byggingum en gaman væri ef hluti hennar fengi að standa sem minnisvarði um þá tíð. Þessi bygging er órofa tengd þeirri lífs- kjarabyltingu sem varð á sjötta og sjöunda áratugnum þegar alþýða manna gat veitt sér þann munað að fljúga suður í sólina. 10 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.