Fréttablaðið - 16.10.2019, Page 6

Fréttablaðið - 16.10.2019, Page 6
Ég tel að stjórnvöld hafi ekki staðið sig í stykkinu á Akureyri og Egilsstöðum. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Norð- austurkjördæmis Ég tel það galið að menn fari ekki í þessa uppbyggingu því þetta skilar sér. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmda- stjóri Markaðs- stofu Norðurlands Skrá þarf hverja send- ingu í skráningarkerfi ESB með sólarhringsfyrirvara. 54,5 milljarðar króna eiga að fara í nýjar byggingar Land- spítalans við Hringbraut. kvika.is Kvika gefur út sex mánaða víxla Kvika banki hf. hefur geð út sex mánaða víxla að árhæð 2.000 milljónir króna. Um er að ræða útgáfu í víxlaokknum KVB 20 0319 og er heildarheimild okksins 2.000 milljónir króna. Fjármálaeftirlitið staðfesti lýsingu vegna umsóknar um töku víxlanna til viðskipta þann 15. október 2019 og sótt hefur verið um töku víxlanna til viðskipta í Kauphöll Íslands. Útprentuð eintök lýsingarinnar má nálgast í 12 mánuði frá staðfestingu hennar í höfuðstöðvum Kviku, Borgartúni 25, 105 Reykjavík. Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu Kviku, www.kvika.is/vixlar Reykjavík, 16. október 2019 VIÐSKIPTI Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um innflutn­ ing á dýraafurðum frá Bretlandi ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið án samnings, svokallað hart Brexit. Ströng skilyrði gilda um innflutn­ ing dýraafurða frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins. Meðal skilyrðanna er að send­ ingunni skuli fylgja frumrit af heil­ brigðisvottorði. Skrá þarf hverja sendingu í skráningarkerfi ESB með sólarhringsfyrirvara og þarf hún að sendast á samþykkta landamæra­ stöð. Allt stefnir í að Bretland gangi úr ESB án samnings um mánaðamótin. Fram kom í umfjöllun Fréttablaðs­ ins um útgönguna fyrr í mánuð­ inum að innflytjendur séu að birgja sig upp og útflytjendur í Bretlandi búi sig undir glundroða. – ab Ströng skilyrði um innflutning vegna Brexit HEILBRIGÐISMÁL Framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut eru á pari við kostn­ aðaráætlun. Í svari Nýs Landspítala ohf. við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að frá því sumarið 2018 hafi verið unnið að jarðvegsframkvæmdum við meðferðarkjarnann, sem verður stærsta byggingin á svæðinu. Mánaðamótin ágúst­september var kostnaður vegna jarðvinnu hússins á bilinu 900 milljónir til 1.000 milljónir króna. Alls er jarð­ vinnan um tvö til þrjú prósent af heildarkostnaðaráætlun, án tækja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis­ ráðherra sagði á þingi í fyrra að áætlað sé að nýjar byggingar Land­ spítala við Hringbraut kosti samtals rúma 54,5 milljarða króna. Áætluð verklok eru árið 2024. ÍAV, sem sinna framkvæmdum á svæðinu, eru á eftir áætlun með jarðvinnuna. Eru bergskeringar meiri en gert var ráð fyrir. Fram kemur í svari Nýs Landspítala ohf. að það komi ekki að sök þar sem þeir eru á undan áætlun í gatna­ gerð á nokkrum stöðum og eru byrj­ aðir fyrr en áætlun gerði ráð fyrir á uppúr tekt fyrir bílakjallara. – ab Framkvæmdir á pari við áætlun Framkvæmdir við Hringbraut eru á áætlun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FERÐAÞJÓNUSTA Uppbygging Akur­ eyrarf lugvallar er ekki á borði Isavia heldur alfarið í höndum stjórnvalda hverju sinni. Uppbygg­ ing hans sem millilandaflugvallar myndi aldrei standa undir sér á markaðslegum forsendum og þyrfti að hugsa sem byggðaaðgerð. Þetta kom fram á fundi Mark­ aðsstofu Norðurlands um flugmál í Hofi á Akureyri í gær. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar, segir það aug­ ljóst að þingmenn beri fulla ábyrgð á því hversu hægt hafi gengið að byggja Akureyrarflugvöll upp sem millilandaf lugvöll. Byggja þurfi upp mannvirki til að geta tekið við fólki því núverandi flugstöð sé ekki hæf fyrir millilandaflug. „Við höfum margoft bent á að það er þjóðhagslega hagkvæmt að ef la millilandaf lug um Akureyri þar sem fjárfesting í ferðaþjónustu á Norðurlandi er ekki nægilega vel nýtt í átta mánuði á ári. En það þarf hins vegar að byggja upp flugvöll­ inn og markaðssetja hann og þar verður ríkið að taka stærri skref,“ segir Arnheiður. „Ég tel það galið að menn fari ekki í þessa uppbyggingu því þetta skilar sér. Það er fjárveit­ ingavaldið sem verður að gera betur í að tryggja fé til millilandaflugs á Akureyri.“ Njáll Trausti Friðbertsson, þing­ maður Sjálfstæðisf lokks í Norð­ austurkjördæmi og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir það rétt að hið opinbera hafi ekki staðið sig nógu vel í að byggja upp millilandaflug­ völl á Akureyri. „Nei, það er ljóst að minn mál­ f lutningur um langt skeið hefur verið með þeim hætti að ég hef talið að við þyrftum að gera miklu betur í uppbyggingu alþjóðaflugvallanna hér á landi. Allt púðrið hefur farið í Kef lavíkurf lugvöll og ég tel að stjórnvöld hafi ekki staðið í stykk­ Myndi ekki standa undir sér fjárhagslega Þjóðhagslega hagkvæmt að byggja upp millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Isavia segir það ekki sitt verkefni heldur ríkisins. Völlurinn stæði ekki undir sér á markaðsforsendum. Þyrfti því að skoða uppbygginguna sem byggðamál. Millilandaflugvöllur á Akueryri þyrfti 13 flugvélar á dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Í nýlegum dómi Lands­ réttar var ekki fallist á með héraðs­ dómi að lögmaður áfrýjanda hefði brugðist lagalegum eða siðferði­ legum skyldum sínum og ekki var heldur fallist á að það væru lagaskil­ yrði til þess að lækka gjafsóknar­ kostnað, þar með talið þóknun lögmannanna með vísan til þeirra forsendna. Lögmannafélagið tekur undir niðurstöðu Landsréttar í mál­ inu en Berglind Svavarsdóttir, for­ maður Lögmannafélagsins, segist ekki geta svarað því hvort málinu sé þar með lokið. „Við höfum ekki sent Dómarafélaginu neinar form­ legar athugasemdir að svo stöddu en málið hefur verið mikið rætt á meðal lögmanna,“ segir hún. Málið er barnaverndarmál þar sem lögmennirnir Oddgeir Einars­ son og Flosi Hrafn Sigurðsson gættu réttinda foreldranna sem nutu lög­ Grundvallarmál um skyldur lögmanna inu á Akureyri og Egilsstöðum,“ segir Njáll. „Það styrkir hag allra landsmanna að byggja upp Akur­ eyrarf lugvöll með markvissum hætti og ýta betur undir dreifingu erlendra ferðamanna. Það styrkir landsbyggðina eins og reyndar allt landið.“ Til þess að millilandaflugvöllur­ inn myndi standa undir sér þyrftu 13 f lugvélar að lenda á Akureyri á dag, allan ársins hring. Ljóst er að slíkt myndi aldrei gerast og því þyrfti að hugsa uppbygginguna sem byggðaaðgerð. Njáll Trausti segir það einmitt verkefni næstu ára. „Við eigum stór vannýtt tækifæri í ferðaþjónustunni úti á landi og löngu kominn tími til að við nýtum þau tækifæri. Þetta gengur alltof hægt og við þurfum að leiðrétta kúrsinn frá árinu 2011 þegar stór hluti fjárveitinga til f lugvallakerfis­ ins hurfu þegar varaflugvallagjaldið var lagt af. Það var svo sannarlega slæmur verknaður sem var unninn þar,“ bætir Njáll Trausti við. sveinn@frettabladid.is Við höfum ekki sent Dómarafélag- inu neinar formlegar at- hugasemdir að svo stöddu en málið hefur verið mikið rætt á meðal lögmanna. Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands bundinnar gjafsóknar. Í úrskurð­ inum var sá kostnaður lækkaður og vísað til þess að málið hefði ekki átt að fara svona langt vegna hagsmuna barnsins og að gjafsóknarkostnaður væri greiddur úr ríkissjóði sem fjár­ magnaður væri með skattfé vinn­ andi fólks. Gefið var í skyn að þeir væru að skara eld að eigin köku. Oddgeir áfrýjaði málinu fyrir skjól­ stæðing sinn og var niðurstöðunni breytt að því er varðaði gjafsóknar­ kostnaðinn. Berglind segist ekki muna eftir að hafa séð það áður í dómi að lög­ mönnum sé borið það svona harka­ lega á brýn að hafa gengið of langt í hagsmunagæslu. „Sama hvað dómaranum kann að finnast þá ber lögmönnum skylda til að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda og beita öllum lögmætum úrræðum til þess, samkvæmt þeim lögum og siðareglum sem við vinnum eftir,“ segir hún og í grundvallaratriðum snúist málið um hverjar séu skyldur lögmanna. Jafnframt að nálgun héraðsdóms hafi gengið þvert gegn þessum reglum. – khg Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 6 -F 2 3 C 2 4 0 6 -F 1 0 0 2 4 0 6 -E F C 4 2 4 0 6 -E E 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.