Fréttablaðið - 16.10.2019, Page 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Neysla hefur
aukist og
dauðsföllum
fjölgar.
Fíkniefnin
flæða til
landsins og
skammtur-
inn fæst nú á
svipuðu verði
og bíómiði.
Mikilvægi
álfram-
leiðslu fyrir
íslenskt
efnahagslíf
og samfélag
er ótvírætt.
Sunna Karen
Sigurþórsdóttir
sunna@frettabladid.is
Íhaldsmaður á almannafé
Styrmir Gunnarsson eys lofi
á Ragnar Arnalds í nýlegri
minningargrein. Segist hann
hafa heyrt að Ragnar væri „einn
bezti fjármálaráðherra sem hér
hefur setið“ og „íhaldsmaður á
almannafé“. Það var ekki meira
íhald í Ragnari en að þegar hann
sat í stjórn Gunnars Thorodd-
sen, voru tekin tvö rándýr
bresk kúlúlán til að fjármagna
ýmsar framkvæmdir. Voru þau
kölluð barnalánið, enda var
það barnanna að borga – árið
2016. Heildarupphæð lánanna
tveggja var 30 milljónir punda.
Vextirnir voru 14,5 prósent og
þegar börnin borguðu loksins,
var upphæðin 7,1 milljarður.
Næmur á vandamál
Ástandið furðulega á Reykja-
lundi virðist vera að róast.
Enn veit þó enginn nákvæm-
lega hvað gerðist fyrir utan að
stjórnendur til áratuga voru
reknir fyrirvaralaust án ástæðu
og starfsfólki leið illa í kjölfarið.
Ástandið á þó að lagast með
ráðningu nýs framkvæmda-
stjóra lækninga. Sá heitir Ólafur
Þór Ævarsson. Hann er mjög
næmur á að skynja vandamál,
en hann er geðlæknirinn sem
mat Gunnar Braga Sveinsson
sem heilabilaðan eftir margra
klukkustunda óminni eftir
fundinn fræga á Klaustri.
kristinnhaukur@frettabladid.is
arib@frettabladid.is
Í ár fagnar álframleiðsla á Íslandi 50 ára afmæli, en hálf öld er liðin frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Framleitt magn var ekkert í líkingu við
það sem framleitt er á Íslandi í dag, en með árunum
jókst framleiðsla áls í Straumsvík og víðar á landinu og
er framleiðslan á Íslandi í dag tæp 900 þúsund tonn á
ári.
Mikilvægi álframleiðslu fyrir íslenskt efnahagslíf
og samfélag er ótvírætt. Áliðnaðurinn skapar Íslandi
ríkar gjaldeyristekjur og mikið af hátekju- og sérfræði-
störfum. Hvort tveggja er mælikvarði á gæði þeirra
starfa sem tiltekinn iðnaður skapar.
Á síðasta ári fluttu íslensku álverin út afurðir fyrir
220 milljarða króna. Stærsti markaður álveranna
er Evrópa. Innflutningur inn á Evrópumarkað frá
löndum utan markaðarins er tollskyldur upp á fjögur
til sjö prósent, en sökum aðildar Íslands að EES-svæð-
inu er Ísland fyrir innan tollamúrana.
Álframleiðsla nýtur góðs af EES-aðild
Í nýlegri skýrslu starfshóps um EES-samstarfið kemur
fram að álframleiðsla á Íslandi njóti mjög góðs af aðild
Íslands að EES. Í skýrslu starfshópsins kemur m.a. fram
að „sameiginlegi EES-markaðurinn sé markaðssvæði
íslenskra álvera. Þau eru þar innan tollamúra, en tollar
á ál sem flutt er inn á evrópska efnahagssvæðið eru á
bilinu 4-7%.“
Íslenskt efnahagslíf á mikið undir því að hér séu til
staðar öflugar útflutningsgreinar og er stóriðjan ein
þriggja undirstöðuatvinnugreina Íslendinga ásamt
ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Stóriðjan telur fyrir um
15% útflutningstekna Íslendinga og kaupir um 80% af
allri framleiddri orku hér á landi.
Ör tækniþróun undanfarin ár hefur gert það að
verkum að stærð álvera skiptir meira máli upp á hag-
kvæmni þeirra en talið var á árum áður. Þess vegna
er það stóriðjunni mikilvægt að vera áfram innan
tollamúra EES-svæðisins, og án EES-samningsins væri
staða álframleiðslunnar, sem hefur byggt upp traustan
grunn íslensks efnahagslífs í hálfa öld, önnur og verri
en við þekkjum hana í dag.
Tollfrelsi EES og álið
Njáll Trausti
Friðbertsson
þingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins
EKKERT
BRUDL
Bónus Plokkfiskur
1 kg
kr./stk.1.198
Foreldað
Aðeins að hita
Nýtt í Bónus
Stríðið gegn fíkniefnum er löngu tapað. Það vita allir. Refsistefnan hefur litlu skilað öðru en fordómum og hræðslu gagnvart fíkniefnaneytandanum og undirheimum þar sem glæpahópar ráða ríkjum. Neysla hefur aukist og dauðs-
föllum fjölgar. Fíkniefnin f læða til landsins og
skammturinn fæst nú á svipuðu verði og bíó-
miði.
Sá sem er ánetjaður vímuefnum er sjúklingur
en ekki glæpamaður. Þetta ætti öllum að vera
löngu orðið ljóst. Það er því óhætt að segja að
refsigleðin virkar ekki og er því nýlegt frumvarp
Halldóru Mogensen, þingf lokksformanns Pírata,
eðlilegt og rökrétt skref. Frumvarpið felur í sér að
ekki verði lengur ólöglegt að kaupa eða hafa á sér
smærri fíkniefnaskammta, svokallaða neyslu-
skammta, en aftur á móti verður áfram bannað
að f lytja efni inn eða úr landi, selja þau eða fram-
leiða. Markmiðið er að hætt verði að líta á þá sem
lent hafa á glapstigum lífsins sem glæpamenn og
óþokka og þeim veitt aðstoð fremur en refsing.
Frumvarpið er skref í rétta átt, en hálf kák þó.
Portúgalar voru fyrstir til að afglæpavæða
fíkniefni þegar þeir samþykktu lög þess efnis
árið 2001, eftir heróínfaraldur sem gengið hafði
yfir landið. Efasemdir voru um ágæti aðgerðanna
en í dag er fjöldi vímuefnaneytenda í Portúgal
hlutfallslega mjög lítill miðað við aðrar Evrópu-
þjóðir. Aðrar þjóðir hafa síðan fylgt í kjölfarið og
mótað eigin fíkniefnastefnu með góðum árangri.
Hægt er að nálgast fíknivandann með ýmsum
hætti og raunsæ leið er svokölluð skaðaminnk-
un. Hún veitir nálægð við fíkilinn og dregur úr
hættu á HIV-smiti og öðrum heilsufarslegum
ógnum sem fíknin leiðir oft af sér. Fleiri ákjósan-
legar leiðir eru fyrir hendi en mikilvægt er að
stjórnvöld móti sér stefnu í þessum málum.
Fíkniefnin eru komin til að vera, því verður
ekki breytt. Þar af leiðandi ætti hið opinbera að
reyna að stýra farvegi þeirra og jafnvel að íhuga
að hreinlega útvega fíklum efnin. Þá að minnsta
kosti færast völdin úr höndum undirheimanna
en það er þar sem of beldið og mannúðarleysið
þrífst. Eiturlyfjadreifing hins opinbera gæti jafn-
framt útrýmt svarta markaðnum með lyfseðils-
skyld lyf.
Róttækari aðgerða en hugmynda um neyslu-
skammta er þörf. Æ f leiri festast í viðjum
fíknarinnar og fíknin heldur áfram að fella hvert
ungmennið á fætur öðru. Við þurfum að hætta
að berja höfðinu við steininn og horfast í augu
við vandann. Samhliða þarf að fjölga meðferðar-
úrræðum og bæta í forvarnir og fræðslu. Allt
kapp ætti að setja á aðferðir til skaðaminnkunar.
Betur má ef duga skal og kallað er eftir stjórn-
málamanni sem þorir að segja þessa hluti upp-
hátt – og hrinda þeim í framkvæmd.
Búið spil
1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
6
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
6
-D
9
8
C
2
4
0
6
-D
8
5
0
2
4
0
6
-D
7
1
4
2
4
0
6
-D
5
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K