Fréttablaðið - 16.10.2019, Side 11

Fréttablaðið - 16.10.2019, Side 11
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa aukið frelsi til að velja sína leið í samgöngum. Sanngjarnast er að valið standi á milli raunhæfra val- kosta. Í því skyni er samgöngusátt- málinn tímamótasamningur þar sem umferðarvandi þorra landsbúa er kominn á dagskrá með lausnum sem felast í uppbyggingu stofnvega- kerfisins, bestun ljósastýringar, bættum almenningssamgöngum og heildstæðu hjólastígakerfi. Sveitarstjórnir höfuðborgar- svæðisins hafa komið sér saman um sanngjarnt kerfi samgangna þar sem allir hafa raunhæft val um að ferðast með þeim hætti sem þeir kjósa. Með bættum almenningssamgöngum og betra kerfi göngu- og hjólastíga teljum við að hægt verði að auka hlut þeirra sem ekki ferðast á einkabíl úr 24% í 36%. Þetta skiptir verulegu máli þegar spár gera ráð fyrir að bílaum- ferð myndi aukast a.m.k. um 40% á næstu 15 árum, ef ekkert er að gert. Ef ekki er boðið upp á fjölbreyttara val í samgöngum, sem auðveldar fólki að komast til vinnu eða skóla, munu umferðartafirnar bara lengjast og umferðarmengunin aukast. Við viljum öll frekar eyða tíma okkar og peningum í annað en enn erfiðari morgunumferð eða stress eða hvort við náum tímanlega að sækja börnin á leikskólann síðdegis. Öll viljum við líka betri loftgæði og færri daga þar sem börn og þau sem eru viðkvæm í lungum eru hvött til að halda sig inni við þegar umferðin hefur mengað of mikið. Til að bæta samgöngur fyrir alla þarf að besta ljósastýringu og liðka fyrir þungum umferðarstraumi og draga þar með úr töfum. Samgöngu- sáttmálinn gerir ráð fyrir 7,2 ma. kr. í bætta umferðarstýringu og öryggis- aðgerðir. Það þarf að stuðla að hag- kvæmum almenningssamgöngum sem mun einnig draga úr loftmeng- un, þrengslum, hávaða og slysum. Með sérakreinum strætisvagna og nýju leiðakerfi sem leyfir notendum að komast fljótar á áfangastað verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir enn fleiri íbúa. Með góðu hjólastígakerfi verða hjólreiðar samgöngukostur, allt árið um kring fyrir vaxandi hóp hjólreiðafólks, Fram undan eru ærin verkefni sem hafa verið vel undirbúin með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við stofnvegafram- kvæmdir, Borgarlínu og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðar- innar. Fjármagn hefur verið tryggt og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbún- aði – nú er bara að láta hlutina gerast svo allir komist á áfangastað, sama hvaða ferðamáta þeir kjósa. Frelsi til að ferðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Við­ reisnar í Reykja­ vík og formaður borgarráðs Þarf nokkuð að endurskoða stjórnarskrána? spurði mig maður um daginn, eftir að ný skoðanakönnun um afstöðu almenn- ings til stjórnarskrárinnar birtist í fjölmiðlum. Skoðanakönnunin er liður í nýrri leið við almenningssam- ráð sem er mikilvægur hluti af vinnu formanna stjórnmálaf lokkanna á þingi við heildarendurskoðun stjórn- arskrárinnar. Könnunin er annars vegar sjálfstæð vísbending um við- horf almennings til ýmissa hluta sem tengjast stjórnarskrá. Hins vegar undanfari svokallaðs rök ræðufundar sem haldinn verður 9.-10. nóvember með þátttöku almennings hvaðan- æva af landinu. Í upphafi þessa kjörtímabils óskaði ég eftir því við formenn allra stjórn- málaflokka á Alþingi að við ynnum saman að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjör- tímabilum. Verkinu var skipt upp í áfanga og miðað við að byggt yrði á þeirri umfangsmiklu vinnu sem unnin hefur verið síðustu ár og ára- tugi. Í því samhengi skiptir miklu að fá skýra mynd og skilning á við- horfi almennings en nýjar aðferðir í almenningssamráði voru einnig hluti af þessari áætlun. Ég bind vonir við að þær muni ekki aðeins skila uppbyggilegum niðurstöðum inn í vinnuna við endurskoðun stjórnar- skrárinnar heldur einnig geta reynst vera aðferðafræði sem má viðhafa víðar í opinberri stefnumótun. Almenningssamráð snýst ekki eingöngu um að birta frumvörp á ver aldar vefnum eða halda þjóð- aratkvæðagreiðslur um einstök atriði sem má kalla hvorn sinn enda almannasamráðs. Á því litrófi eru hins vegar margar aðferðir og mikil- vægt að Alþingi og stjórnvöld nýti sér þær, ekki síst við úrlausn mikilvægra mála, eins og til dæmis við stjórnar- skrárbreytingar. Í skoðanakönnun- inni kom í ljós að 37% svarenda væru ánægð með stjórnarskrána en 27% óánægð. 36% voru hvorki ánægð né óánægð. Það breytir því ekki að ríkur vilji er til að endurskoða stjórnar- skrána. Þannig kemur í ljós að 90% svarenda telja mikla þörf á stjórnar- skrárákvæði um auðlindir í þjóðar- eign, 84% telja mikla þörf á ákvæði um umhverfisvernd og 70% telja þörf á nýjum ákvæðum um þjóðarfrum- kvæði og íslenska tungu. Þannig að ég svaraði manninum með afdráttar- lausu já-i! En könnunin sjálf er einungis fyrsta skref í umfangsmeiri rannsókn. Ætl- unin er að virkja nýjar aðferðir við almenningssamráð með rökræðu- fundinum sem áður var nefndur. Þar mun fólk geta átt samræður við sér- fræðinga og aðra um ýmis stjórnar- skrártengd málefni og er ætlunin síðan að meta hvort þær samræður breyta skoðunum eða viðhorfum fólks í viðkomandi máli. Markmiðið er þannig að fá betri mynd af viðhorfi almennings og dýpri skilning á því hvað ræður því, til dæmis af hverju fólk sem er ánægt með stjórnarskrána sýnir einnig ríkan vilja til að endur- skoða hana. Stjórnvöld víða um heim hafa nýtt þessa aðferðafræði með góðum árangri og þar er nærtækasta dæmið frá nágrönnum okkar í Írlandi sem héldu slíkan rökræðufund í aðdraganda breytinga á þungunar- rofslöggjöf. Almenningssamráðið er skipulagt í samstarfi við fræðifólk í Háskóla Íslands. Því til viðbótar hefur Háskól- inn ákveðið að standa fyrir svokall- aðri lýðvistun í samstarfi við Betra Ísland þar sem allir sem áhuga hafa geta komið sjónarmiðum á framfæri um ýmis stjórnarskrártengd málefni sem síðan verða nýtt á rökræðufund- inum. Samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður stjórnarskrá ekki breytt nema þannig að Alþingi samþykki breyt- ingarnar, boðað sé til kosninga, og nýtt Alþingi staðfesti breytingarnar. Þess vegna er svo mikilvægt að vinna að sem breiðastri samstöðu alþingis- manna um breytingar á stjórnar- skrá. Stjórnmálin skulda almenningi löngu tímabærar breytingar á þessu grundvallarplaggi og það er skylda okkar að leggja okkur öll fram við að ljúka þeirri vinnu með sóma. Samráð um stjórnarskrá Katrín Jakobsdóttir forsætis­ ráðherra Mitsubishi Outlander PHEV hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu þjóðarinnar enda einn söluhæsti bíll landsins. Hann er rúmgóður og frábær í akstri og fjórhjóladrifið gerir hann enn öruggari. Outlander PHEV gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni og er því vænn við umhverfið og veskið. 2020 árgerðin er m.a. með ný og þægilegri sæti, nýtt útvarp og öflugra hljóðkerfi. Skiptu yfir í framtíðina og veldu Outlander PHEV 2020. NÝR OG BETRI EN ALLTAF JAFN VINSÆLASTUR HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum 5 ár a áb yr gð fy lg ir fó lk sb ílu m H EK LU a ð up pf yl ltu m á kv æ ðu m á by rg ða rs ki lm ál a. Þ á er a ð fin na á w w w .h ek la .is /a by rg d Outlander PHEV 2020 Verð frá 4.590.000 kr. Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/mitsubishisalur S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 1 6 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 6 -C A B C 2 4 0 6 -C 9 8 0 2 4 0 6 -C 8 4 4 2 4 0 6 -C 7 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.