Fréttablaðið - 16.10.2019, Síða 33

Fréttablaðið - 16.10.2019, Síða 33
Stöðugleikaframlög og aðferðafræðin við uppgjör föllnu bank- anna hafa átt ríkan þátt í því að þessi hagfellda staða er uppi í ríkisfjármálum. Katrín segist hafa væntingar um stóra sigra í nýja starfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nám: MBA, Háskóli Íslands. BA-próf í markaðsfræði og grafískri hönnun. Störf: Ég hef 15 ára reynslu í markaðs- málum, stefnumótun og vöru- merkjastjórnun. Hef starfað sem markaðsstjóri olíufélaganna Skeljungs og N1, var markaðsstjóri Innness auk þess að starfa að markaðsmálum fyrir Símann. Sat í framkvæmdastjórn hjá fjártækni- fyrirtækinu Alva. Er stjórnarfor- maður hjá Manino og sit í stjórn Ímarks. Fjölskylduhagir: Gift Pétri Arasyni M.Sc. rekstrar- verkfræðingi, stofnanda og eiganda Manino. Saman eigum við þrjú börn; Sunnevu Rán, meistara- nema í rekstrarverkfræði, Þórunni Sölku, bachelornema í markaðs- fræði, og Pétur Ara menntaskóla- nema. Við eigum eitt barnabarn, Yrju Katrínu, sem er tveggja ára. Síðast en ekki síst þá eigum við hundinn Prelsa sem er sjö ára enskur cocker spaniel. Svipmynd Katrín M. Guðjónsdóttir Katrín M. Guðjóns-dóttir er nýr sviðs-stjóri markaðsmála hjá tæknifyrirtækinu Men&Mice. Katrín segir að síðastliðin ár hafi fyrirtækið lagt mikla áherslu á vöruþróun en nú sé stefnan sett á að byggja upp sterkja vörumerkja- vitund erlendis. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég fæ kraft og næringu með því að vera úti í náttúrunni og leika mér. Ég stunda fjallgöngur, skíði, fjallahjólreiðar og fluguveiði. Ég get líka f lokkað skemmtileg ferðalög, menningu og matarboð með góðum vinum sem áhugamál. Mér finnst mikilvægt að rækta garðinn minn og geri það t.d. með því að fara með ömmu minni á myndlistarsýningar. Hvernig er morgunrútínan þín? Ég fer á fætur og drekk glas af fersku sítrónuvatni, þar næst geri ég graut sem ég hef þróað í mörg ár en hann inniheldur 50% af alls konar fræjum og 50% af hafragraut. Ég læt grautinn jafna sig, fer hring með hundinn, borða og fæ mér kaffi. Mér finnst best þegar ég hjóla í vinnuna og get fyllt á súrefnistankinn fyrir daginn en það gengur þó ekki alltaf upp vegna funda og þess háttar. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Fjölmargar bækur hafa haft áhrif á mig en sú allra fyrsta var bókin um Línu Langsokk sem er sterk fyrir- mynd fyrir margar konur. Annars þá finnst mér sú bók sem ég les hverju sinni, vera sú bók sem hefur mestu áhrifin. Ég er að lesa tvær bækur sem stendur, önnur er bókin Becoming eftir Michelle Obama sem er mögnuð sjálfsævisaga með sterkum skilaboðum. Hin bókin heitir Educated eftir Tara Westover og fjallar um stúlku sem elst upp hjá foreldrum sem hafa enga trú á menntun. Hún þarf ung að velja leið sem markar hennar framtíð, um leið brýtur hún hefðir og treystir á sjálfan sig. Hverjar eru stærstu áskoranirnar í markaðssetningu hjá tæknifyrirtæki á borð við Men&Mice? Að sækja aukna markaðshlut- deild beggja vegna Atlantshafsins og auka vörumerkjavirði almennt í alþjóðleg u umhver f i. Sam- keppnisaðilar okkar eru stórir en Men&Mice er að mörgu leyti með betri og þróaðri vöru. Helstu áskor- anir á næstu mánuðum eru að vekja frekari athygli á vörunni á erlendri grundu. Heildarmarkaðurinn er að stækka og við ætlum okkur að taka stóran hlut af þeirri köku sem og hlutdeild af núverandi samkeppni. Hvaða tækifæri eru fram undan hjá Men&Mice? Ég er að byggja upp nýtt markaðs- teymi alveg frá grunni. Ég tel mig vera með nýja sýn í þeim efnum og skipti teyminu í innra og ytra markaðssvið bæði til að tryggja fagleg gæði og líka út frá rekstrar- legu sjónarmiði. Þegar átt er við ytra markaðssvið þá er um að ræða sérhæfða ráðgjafa t.d. netmarkaðs- setningu, vefstofu, auglýsingastofu og almannatengsl. Ég vel að gera þetta með ólíkum, minni og sér- hæfðari ráðgjafarfyrirtækjum sem ég hef valið af kostgæfni. Síðastliðin ár höfum við lagt mikla áherslu á vöruþróun en stefnum nú á að vera markaðsdrifið fyrirtæki. Næsta skref er að byggja upp sterka vörumerkjavitund erlendis. Hvers hlakkarðu mest til þessa dagana? Ég hlakka til að takast á við nýjar áskoranir í nýju starfi, raða saman rétta fólkinu, fara inn á markaðinn með miklar væntingar um stóra sigra. Einnig hlakka ég til að taka þátt í Landvættinum á næsta ári með góðum vinkonum. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Eftir tíu ár stýri ég alþjóðamark- aðssviði Men&Mice með fjölda starfsstöðva um allan heim. Við verðum búin að ná okkar mark- miðum með stóra markaðshlut- deild á okkar sviði. Ég verð vonandi við hestaheilsu með allt mitt góða fólk í kring um mig. Byggir upp nýtt teymi með nýrri sýn Fjölmargar bækur hafa haft áhrif á mig en sú allra fyrsta var bókin um Línu Langsokk sem er sterk fyrirmynd fyrir margar konur. Lágvaxtaumhverfi hagkerfa er staðreynd á alþjóðavísu. Stað-an sem uppi er í alþjóðakerfinu er án fordæma í nútímahagsögunni, þar sem hátt atvinnustig hefur jafn- an verið ávísun á aukna verðbólgu. Sú hefur þó ekki verið raunin síð- ustu árin. Til dæmis er atvinnuleysi í Bandaríkjunum nú um 3,5% en verðbólga aðeins 1,4%. Þar, líkt og víða annars staðar, bendir ýmislegt til að á næstunni verði hagstjórnin í auknum mæli í höndum hins opin- bera, sem taki að sér að örva hag- kerfið í niðursveif lu. Minni verð- bólga í hagkerfum heimsins á sér einkum þrjár skýringar. Í fyrsta lagi hefur þeim hagkerfum sem settu sér verðbólgumarkmið í kringum árið 2000 tekist að stýra verðbólguvænt- ingum. Í öðru lagi hefur hið opna hagkerfi, þar sem vörur, þjónusta og fjármagn flyst á milli hagkerfa, aukið hagkvæmni í viðskiptum. Í þriðja lagi hafa tækniframfarir og sjálfvirknivæðing lækkað fram- leiðslukostnað. Hagvöxtur og atvinnulífið Mikill hagvöxtur hefur einkennt íslenskt efnahagslíf síðustu misseri. Horfur hafa þó versnað tímabund- ið, meðal annars vegna minnkandi umsvifa í ferðaþjónustu og loðnu- brests. Hægst hefur á hagvexti og spár gera ráð fyrir 0,2% samdrætti í ár. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar á fyrsta fjórðungi var hins vegar jákvætt um sem nemur 4,4%. Áfram er vöxtur í einkaneyslu og samneyslu, þrátt fyrir að hann sé hægari en áður. Spár gera ráð fyrir að fjárfesting minnki um 5%. Atvinnuleysi er enn lágt í alþjóð- legu samhengi eða um 3,5%. Brýnt er að efnahagsaðgerðir nú aðstoði þjóðarbúið við að ná viðspyrnu. Sjálfstæð peningastefna stend- ur vaktina og veitir svigrúm Á þessu ári hefur verðbólga hjaðnað milli ársfjórðunga og nýjustu mæl- ingar sýna 3,1% verðbólgu á þriðja fjórðungi. Verðstöðugleiki hefur aukist og verðbólga verið um 3% síðustu þrjú ár, en var að meðal- tali um 8% á árunum 2006-2008. L a ng t ímaverðbólg uvænt inga r hafa verið lægri undanfarin ár og nær verðbólgumarkmiði Seðla- bankans. Undanfarið hafa vextir verið lægri en þeir voru fyrir fjármálakreppuna, hvort sem litið er til meginvaxta Seðlabankans eða langtímavaxta á skuldabréfamark- aði. Þrátt fyrir spennu í þjóðarbúinu hefur verðbólga verið töluvert minni síðustu ár en við lok síðasta þensluskeiðs. Þessi staða hefur gefið Seðlabankanum svigrúm til að lækka vexti. Gengisþróun er í ríkari mæli grundvölluð á undirliggjandi efnahagsþáttum og því hefur verð- bólguþróun verið stöðug. Bolmagn heimila og fyrirtækja Skuldir heimila og fyrirtækja hafa minnkað mikið síðastliðinn áratug. Skuldir heimilanna námu í árslok 2018 um 75% af lands- framleiðslu og höfðu lækkað um 45% frá árslokum 2008. Ástæður þessarar lækkunar eru meðal ann- ars aðgerðir stjórnvalda í skulda- málum heimilanna, eins og Leið- réttingin og f leiri aðgerðir, auk þess sem ráðstöfunartekjur hafa aukist verulega. Kaupmáttur launa hefur aukist um 24% frá árinu 2007, þannig að hagur heimilanna hefur styrkst mikið. Skuldalækkun fyrir- tækja er enn meiri, en í fyrra námu skuldir þeirra um 88% af lands- framleiðslu en voru mestar 228% af landsframleiðslu árið 2008. Ánægjulegt er líka að sjá skuldir heimila, fyrirtækja og hins opin- bera í erlendri mynt hafa lækkað verulega og því eru áhrif gengis- lækkunar mun minni nú en fyrir áratug. Þessi hagfellda staða heim- ilanna og fyrirtækjanna gerir þeim betur kleift að mæta niðursveif lu hagkerfisins en ella. Fjárfestingar hins opinbera sveiflist á móti hagsveiflunni Staða ríkissjóðs Íslands er sterk. Heildarskuldir hafa lækkað mjög hratt frá fjármálahruni, farið úr 90% af landsframleiðslu í 23%. Stöðugleikaframlög og aðferða- fræðin við uppgjör föllnu bankanna hafa átt ríkan þátt í því að þessi hagfellda staða er uppi í ríkisfjár- málum. Staðan gerir stjórnvöldum kleift að koma til móts við hag- sveifluna og búa til svigrúm. Vegna þessa er stefnt að því að afgangur af heildaraf komu ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði að lágmarki í jafnvægi árin 2020 og 2021, en afgangur verði um 0,3% árið 2022. Af koman mætir því þörfum efnahagslífsins til samræmis við breyttar horfur án þess þó að vikið verði tímabundið frá fjármálareglum um af komu og skuldir eins og lög um opinber fjármál heimila. Rétt er að nefna, að ríkissjóði hafa aldrei áður boðist jafngóð kjör á skuldabréfamörkuð- um og nú. Ljóst er að þróttur íslenska hag- kerfisins er umtalsverður og hið opinbera mótar stefnu sína út frá breyttum forsendum til að koma til móts við hagsveifluna. Íslenska hagkerfið er undirbúið fyrir niður- sveif lu og hið opinbera kemur til móts við hana með skattalækk- unum og auknum opinberum fram- kvæmdum. Þungi hagstjórnar færist frá peningamálum til ríkisfjármála  Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra og situr í ráð- herranefnd um efnahagsmál 9M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 MARKAÐURINN 1 6 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 6 -E 8 5 C 2 4 0 6 -E 7 2 0 2 4 0 6 -E 5 E 4 2 4 0 6 -E 4 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.