Fréttablaðið - 16.10.2019, Síða 36
Ég hef haft umsjón með næstum
30 hótelum og ekkert þeirra
hefur verið tilbúið á tilsettum
tíma. Þetta er mjög
algengt í þessum
bransa.
Richard Friedman, forstjóri
Carpenter & Company,
aðalfjárfestirinn í Marr
iott hótelinu við Hörpu
Stjórnar-
maðurinn
13.10.2019
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 16. október 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
2019
Verðmæti
Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði.
Hámarkaðu árangurinn þinn og verðmæti með
því að nýta þér fjölbreytta þekkingu og víðtæka
reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar.
Eins og gengur þegar pólitísk
óvissa ríkir hefur Brexit haft ýmsar
afleiðingar. Þannig hefur sterlings
pundið verið veikt allt frá þjóðar
atkvæðagreiðslunni 2016. Sama
gildir um hlutabréfamarkaðinn
sem hefur verið lægra verðlagður
en markaðir í Evrópu og Banda
ríkjunum samkvæmt nánast öllum
mælikvörðum.
Áhrifin má sjá til skamms tíma,
eins og af skarpri styrkingu punds
ins og hækkun hlutabréfavísitölu í
síðustu viku þegar ýmislegt benti
til að samningar myndu nást um
Brexit. Þau má einnig sjá til lengri
tíma, líkt og af þeirri staðreynd að
alþjóðlegir sjóðir hafa í auknum
mæli tekið yfir skráð bresk félög.
Ekki bara eru þau seld á lægri
margföldurum en sambærileg félög
annars staðar, heldur gerir veikt
pund þau einnig að ódýrari yfir
tökukosti en í eðlilegu árferði. Sér
staklega hefur þetta verið áberandi
í tæknigeiranum, þar sem banda
rískir sjóðir hafa tekið yfir hvert
breska tæknifyrirtækið á fætur
öðru. Auðvitað er þetta ekki annað
en markaðshagkerfið í hnotskurn.
Fjárfestar munu alltaf sjá tækifæri í
eignum sem eru undirverðlagðar.
Hér á landi er ekkert Brexit en
staðreyndin er þó sú að hlutabréfa
markaðurinn hefur allt of lengi
verið afskiptur. Auðvelt er að færa
rök fyrir því að allnokkur skráð
félög séu undirverðlögð. Fyrir því
geta verið ýmsar ástæður, bæði
til skamms tíma vegna efnahags
aðstæðna en einnig til lengri tíma
og þá mögulega af kerfisástæðum.
Á Íslandi hefur það löngum verið
vandamál að ekki er nægjanleg
velta með hlutabréf, en lágmarks
viðskipti þurfa auðvitað að eiga sér
stað og á eðlilegum forsendum til
að verðmyndun sé virk. Á síðustu
árum hafa einkafjárfestar verið
að ryðja sér til rúms í auknum
mæli, til dæmis í tryggingafélög
unum, fjarskiptafyrirtækjunum,
olíufélögunum og smásölunni.
Markaðsvirði sumra þessara félaga
er ekki slíkt að ekki mega hugsa sér
að afskrá þau og vinna þannig úr
undirliggjandi verðmætum.
Hættan við örsmáan hlutabréfa
markað er einfaldlega sú að verð
myndun verði ekki nægjanlega
virk og að hlutabréfaverð endur
spegli ekki undirliggjandi verð
mæti. Við slíkar aðstæður þyrfti
ekki að koma á óvart ef félög hyrfu
af markaði eitt af öðru, og fjárfest
ingakostir sjóða og stofnana með.
Óvirkur
markaður
Fjárfestingarfélagið Varða Capital, sem er að stærstum hluta í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar og Gríms
Garðarssonar, tapaði um 450 milljónum
króna á síðasta ári. Tapið jókst á milli ára
en það nam 267 milljónum á árinu 2017.
Tapið má aðallega rekja til niðurfærslu
á eignarhlutum í dóttur- og hlutdeildar-
félögum, meðal annars V.M. sem rekur
verslanir á borð við Vera Moda og Jack&Jones.
Samkvæmt ársreikningi V.M. var félaginu
lagt til nýtt hlutafé upp á 100 millj-
ónir króna í byrjun árs en það var
nýtt til að greiða niður vaxtaber-
andi skuldir. Samhliða var endur-
samið um afborganir lána. Tap V.M.
nam um 128 milljónum á síðasta ári.
Varða Capital kemur að fjár-
mögnun hótelsins við Hörpu og er
aðaleigandi Nespresso á Íslandi.
Eignir félagsins námu um 2,6 milljörðum króna
í lok síðasta árs og eigið fé 966 milljónir. – þfh
Varða Capital tapaði 450 milljónum
Jónas Hagan
Guðmundsson.
1
6
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
0
6
-C
F
A
C
2
4
0
6
-C
E
7
0
2
4
0
6
-C
D
3
4
2
4
0
6
-C
B
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K