Fréttablaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 41
Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 16. OKTÓBER Hvað? Kynning og leiðsögn Hvenær? 16.00 Hvar? Veröld – hús Vigdísar Birna Bjarnadóttir kynnir Banff listamiðstöðina í Alberta í Kanada  og Karlotta Blön­ dal, Ragnar Kjartansson og Unnar Örn ræða um verk sín og tengingu við hana. Einnig verður leiðsögn um sýninguna Vistabönd. Hvað? Viltu leggja vísindunum lið? Hvenær? 12.00-13.00 Hvar? Norræna húsið Málstofa um hlut­ verk almennings í vöktun og rann­ sóknum á lífríkinu. Hún fer fram á ensku og er öllum opin. Hvað? Hamingja og andleg heilsa Hvenær? 20.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Gerðubergi Heimspekikaffi í umsjón: Gunnars Hersveins, gestur er Helga Arnardóttir. Hvað? Roy Hargrove Tribute Hvenær? 21.00 Hvar? Múlinn Jazzklúbbur, Björtu- loftum, Hörpu Hvað? Liljur og Maríusöngvar Hvenær? 19.30 Hvar? Akureyrarkirkja Odense Kammerkor frumf lytur Liljur eftir Huga Guðmundsson og Ísland eftir Sigurdísi S. Tryggva­ dóttur. Auk þess syngur hann önnur verk, m.a. eftir Rachman­ inov og Arvo Pärt. Sérstakur gestur er Kammerkórinn Hymn­ odia. Aðgangur er ókeypis. Ragnar Kjartansson er meðal þeirra sem koma fram á málþingi í Veröld í dag. BÆKUR Gauksins gal Robert Galbraith Þýðandi: Uggi Jónsson Útgefandi: JPV útgáfa 599 bls. Metsöluhöfundurinn og skapari Harry Potter, J.K. Rowling, hefur sk rifað f jórar sakamálasög ur undir dulnefninu Robert Gal braith og líklegt er að bækurnar verði f leiri. Aðalpersóna bókanna er einkaspæjarinn Cormoran Strike og aðstoðarkona hans, Robin Ella­ cott. Fyrsta bókin í bókaflokknum, The Cuckoo’s Calling kom út árið 2013 og fékk góða dóma. Nokkrum mánuðum eftir útgáfu upplýstist að Rowling væri höfundurinn og eins og geta má nærri tryggðu þær upplýsingar metsölu. Nú er þessi bók komin út í góðri þýðingu Ugga Jónssonar og nefnist Gauksins gal. Spæjarinn Strike er einfættur, nýskilinn við glæsilega og ríka unnustu og býr á skrifstofu sinni. Til hans ræðst aðstoðarkona, hin pottþétta og skynsama Robin sem er nýtrúlofuð. Mál kemur á borð Strike, maður vill að hann rann­ saki dauða systur sinnar, frægrar fyrirsætu. Talið er að hún hafi fyrirfarið sér en bróðirinn getur ekki fallist á það. Strike tekur að sér málið og hefur ítarlega rannsókn. Í ljós kemur að fjölskyldusaga fyrir­ sætunnar er í meira lagi skrautleg en hún var ættleidd. Leitinni að morðingja hennar lýkur á óvæntri uppljóstrun. Bókin er löng, 600 síður, en þar sem Rowling er góður sögumaður þá kemur það ekki að sök. Þeir lesendur sem eru orðnir þreyttir á of beldisfullum glæpasögum fá hér einmitt bók sem þeir geta sökkt sér ofan í. Hér er komin glæpasaga sem er skemmtileg aflestrar, sneisafull af litríkum, en ekki alltaf geðfelld­ um persónum, og auk morðgátu geymir hún fallega sögu um þróun vináttusambands milli aðalper­ sónanna tveggja. Lesandinn fylgist með þeim verða ástfangnar hvor af annarri en sjálfar gera þær sér ekki grein fyrir því. Þegar haft er í huga að Rowling er í hópi frægustu kvenna veraldar og er vellauðug þá er forvitnilegt að skoða hversu grimmilega hún gagn­ rýnir í þessari bók heim hinna for­ ríku sem haga sér eins og dekurbörn og sökkva sér í dópneyslu. Gauksins gal er glæpasaga af gamla skólanum (í bestu merkingu þess orðs). Það má finna að lengd bókarinnar en um leið er erfitt að sjá fyrir sér að glæpasagnaunn­ endum muni leiðast lesturinn. Gauksins gal er einfaldlega stór­ fín glæpasaga. Vonandi rata fram­ haldsbækurnar einnig til lesenda í íslenskri þýðingu. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og afar læsileg glæpasaga með áhugaverðum aðalpersónum og litríkum aukaper- sónum. Rowling á glæpaslóðum Við getum ekki komið í veg fyrir að þú breytist í foreldra þína ... En við getum tryggt að þú vitir hvað er að frétta! M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 1 6 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 6 -E D 4 C 2 4 0 6 -E C 1 0 2 4 0 6 -E A D 4 2 4 0 6 -E 9 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.