Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2019, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 25.10.2019, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 4 9 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Hlaðinn fjölskyldubíll Nýr Passat GTE Rafmagn og bensín Veldu þinn uppáhalds á www.hekla.is/volkswagensalur Tengiltvinnbíll Haustið er komið í borgina og var mikill öldugangur við Sæbrautina síðdegis í gær. Vel búinn ferðamaður lét brimrótið lítið á sig fá enda hluti af upplifuninni af Íslandi. Veðrið er þó talsvert verra annars staðar á landinu. Gul viðvörun var á öllu Norðurlandi í gær og er appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi fram til hádegis í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMGÖNGUR Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst hefja f lug til Íslands næsta vor. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins er áætlað að félagið fljúgi frá borginni Shanghaí til Íslands með viðkomu í Helsinki, allt að þrisvar í viku. Juneyao Air var stofnað árið 2006 og á 72 farþegaflugvélar sem samanstanda af Airbus A320 vélum og Boeing 787 Dreamliners vélum. Í leiðakerfi f lugfélagsins eru 160 flugleiðir sem tengja stærstu borgir Kína og nágrannaríkin. Farþegar á árinu 2018 voru yfir 18 milljónir. Félagið er þátttakandi í f lugbanda- laginu Star Alliance. Félagið hóf í lok júní í ár beint daglegt f lug til Helsinki frá Shang- hai Pudong f lugvellinum. Það er í samstarfi við finnska f lugfélagið Finnair um leiðakerfi. Ef af yrði myndi flug Juneyao Air teljast utan Schengen við komuna til Keflavíkur þrátt fyrir viðkomuna í Helsinki. Loftferðasamningar milli ríkja kveða á um að f lugfélög njóti til- nefningar frá viðkomandi stjórn- valdi. Ekki er ljóst hvort Juneyao Air hefur slíkar tilnefningar frá kín- verskum stjórnvöldum. Fleiri kínversk f lugfélög hafa áhuga á Íslandi. Í  sumar var greint frá því að Tinajin Airlines hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í hverri viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Þar var gert ráð fyrir f lugi frá  Wuhan til Helsinki og þaðan til Íslands. Þeim áformum hefur nú verið seinkað fram á næsta ár. Félagið hefur einnig skoðað mögu- leika á f lugi frá Wuhan til Íslands í gegnum Brussel í Belgíu. Að auki hafa tvö önnur flugfélög verið að kanna flug til Íslands. Ann- ars vegar ríkisflugfélagið Air China sem er langstærsta f lugfélag Kína og eitt stærsta flugfélag heims. Það flutti yfir 100 milljónir farþega árið 2017. Það f lýgur nú til 232 áfanga- staða í heiminum. Hins vegar Beij- ing Capital Airlines sem er mun minna flugfélag en í eigu kínverska flugrisans Hainan Airlines. Heimildarmenn  Fréttablaðsins telja líklegra að áform  Air China verði að veruleika en Beijing Capi- tal Air lines. Kannar Air China nú möguleika á flugi frá höfuðborginni Peking til Íslands með viðkomu í Kaupmannahöfn. arib@frettabladid.is Hyggjast fljúga til Íslands í vor Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst hefja flug frá Shanghaí til Íslands næsta vor. Ríkisflugfélagið Air China er einnig að skoða möguleika á flugi á milli Peking og Keflavíkur í gegnum Kaupmannahöfn. Juneyao Air er með daglegt flug mili Shanghai og Helsinki. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA VIÐSKIPTI Sérfræðingur í sam- keppnisrétti segir fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum ekki fela í sér neinn afslátt á fram- fylgd samkeppnisreglna. Reglurnar verði sambærilegar þeim sem gilda í nágrannalöndum. „Allt tal um að verið sé að veikja Samkeppniseftirlitið finnst mér vera ósannfærandi. Ef frumvarpið nær fram að ganga verða sam- keppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða er til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi,“ segir Heimir Örn Herbertsson, sér- fræðingur í samkeppnisrétti og lektor við Háskólann í Reykjavík. – tfh / Sjá síðu 4 Fela ekki í sér afslátt á reglum Heimir Örn Herbertsson 2 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 5 -8 B E C 2 4 1 5 -8 A B 0 2 4 1 5 -8 9 7 4 2 4 1 5 -8 8 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.