Fréttablaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 14
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ísak J. Guðmann Holtateigi 16, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 29. október kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Líknarsjóð Oddfellowa eða önnur líknarfélög. Auður Þórhallsdóttir Guðlaug Halla Ísaksdóttir Gunnlaugur Frímannsson Kári Í. Guðmann Hrafnhildur Stefánsdóttir Jón Í. Guðmann Arna Þöll Arnfinnsdóttir Anna María Guðmann Adam Traustason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Jóhann Ásgeirsson Miðvangi 31, Hafnarfirði, lést 19. október á Sólvangi. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, mánudaginn 28. október klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Anna Guðbjörg Erlendsdóttir Anna Karen Kristjánsdóttir Björn H. Arnar Kristína V. Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jónas Ásmundsson fv. aðalbókari Háskóla Íslands, lést í faðmi fjölskyldunnar á dvalarheimilinu Grund aðfaranótt 19. október. Jarðsungið verður frá Digraneskirkju fimmtudaginn 31. október klukkan 13. Guðrún Jóna Jónasdóttir Ingi Halldór Árnason Ásmundur Jónasson Guðrún Vignisdóttir Gylfi Jónasson Ásdís Kristmundsdóttir Helgi Þór Jónasson Kristín Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður, ömmu og systur okkar, Ölmu Jónsdóttur ritara, Arnarsmára 24, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans. Jón Friðhólm Friðriksson Rósa Jónsdóttir Jónas Guðbjörn Jónsson Helga Sigrún Þórsdóttir Eiríkur Jónsson Kristjana Árnadóttir Jón Grétar Jónasson María Sigrún Jónasdóttir Eva Natalie Eiríksdóttir Nadia Liv Eiríksdóttir systkini og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir amma og langamma, Anna Guðmundsdóttir til heimilis að Blásölum 24, Kópavogi, lést á deild 7a á Borgarspítalanum 14. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 7a fyrir alúð, hlýhug og góða umönnun í veikindum hennar. Fyrir hönd aðstandenda, Matthías Daði Sigurðsson Guðmundur Jón Friðriksson Jóhann Magnús Friðriksson Finnur Daði Matthíasson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Önnu Guðrúnar Bjarnardóttur (Diddu í Holti) Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir góða umönnun og hlýju. Jóhanna Sigríður Harðardóttir Már Ólafsson Sigurður Jónsson Björn Harðarson Anna Harðardóttir Sigurður Kristinsson Sigurður Harðarson Manon Laméris barnabörn og barnabarnabörn. Við sendum innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Guðna Sveins Jóhannssonar Sunnubraut 6, Þorlákshöfn. Geirlaug Sveinsdóttir Jóhann Sveinsson Hafdís Björk Guðmundsdóttir Ólafur Helgi Ólafsson Bjarni Ágúst Sveinsson Þóra Birna Gísladóttir barnabörn og langafabörn. Jú, það er að bresta á, ég get ekki spornað við því,“ segir Skúli Gauta-son þegar hann er spurður hvort það sé ekki rétt sem í afmælisreg- istri Fréttablaðsins stendur að hann sé að fylla sjötta tug ára. Í því registri er hann reyndar titlaður leikari, snigill og tónlistarmaður en nú starfar hann sem menningarfulltrúi Vestfjarða og hefur gert í þrjú ár. Hann er skráður til heimilis á Víðidalsá við Hólmavík en er á Akureyri þegar samtal okkar fer fram. „Fjölskylda mín er hér fyrir norðan og ég þvælist svolítið á milli, á hús á báðum stöðum en bý fyrir vestan og er mikið á flandri um Vestfirði. Víðidalsá er gamall bóndabær innst í Víðidal sem við hjónin keyptum fyrir mörgum árum og ég hef verið að dunda við að gera upp síðan.“ Ekki kveðst hann þó eiga rætur í Strandasýslunni. „Ég bara var þar dálítið við að leikstýra hjá leikfélagi Hólmavíkur sem er öf lugt leikfélag og varð ástfanginn bæði af mannlífinu og náttúrunni svo við keyptum þar hús til að hafa sem sumarhús og þar bý ég nú. Inntur eftir því í hverju starf hans felist svarar Skúli: „Ég sé um Uppbygg- ingarsjóð Vestfjarða, úthlutunarnefnd sér um að veita styrkina, ég er bara starfsmaður sjóðsins. Það eru um 50-60 milljónir á ári sem deilt er út. Svo reyni ég að hvetja fólk til dáða og aðstoða það við að efla menninguna á Vestfjörðum, eins og þeir leggja sig.“ Það gefur augaleið að starfinu fylgja mikil ferðalög. „Já, þetta er mikill akst- ur. Þegar ég tók við starfinu fór ég f ljót- lega á bílasölu og sagði að nú vantaði mig bíl og það eina sem skipti máli væri að hann færi vel með mig, því ég ætlaði nánast að búa í honum. Svo ég fékk mér stóran Citroën sem er algert töfrateppi. Fyrst var ég eitthvað að brölta þarna á jeppa en þá var einn ágætur sveitar- stjóri sem beinlínis skammaði mig og spurði hvað ég væri að þvælast um í alls konar veðrum og ófærð. „Annaðhvort kemstu með góðu eða þú ert bara heima hjá þér, þú átt ekkert að vera að brjótast áfram uppi á heiðum þegar tvísýnt er um færð,“ sagði hann. Nú segir hann nýjustu fregnir herma að minnka eigi moksturinn á svæðinu og hætta að skafa klukkan sjö á kvöldin. Það líst honum illa á. En að afmælinu sem er aðaltilefni viðtalsins. Hvernig eru plönin fyrir daginn? „Ég ætla að halda smá veislu fyrir fjölskyldu og nánustu vini hér heima í Litla-Garði sem er gamall bóndabær skammt frá Akureyrarf lugvelli. Fjöl- skyldan mín er þar. Hér er hlaða sem ég breytti í hálfgert menningarhús. Ég tel hana vera gott tónleikahús og margir sem hafa komið þar fram styðja þá kenningu. Hún verður örugglega stað- fest í kvöld, ég reikna með að lagið verði tekið í Litla-Garði!“ gun@frettabladid.is Á tvo bóndabæi hvorn í sínum landshlutanum Skúli Gautason, menningarfulltrúi Vestfjarða, er sextugur í dag og er kominn í Eyja- fjörðinn til að fagna því með fjölskyldunni og nánustu vinum í eigin menningar- húsi. Hann vílar ekki fyrir sér að keyra á milli enda vanur flandri úr vinnunni. Hér er Skúli með konunni sinni Þórhildi Örvarsdóttur fyrir utan Hlöðuna, ásamt tíkinni Loppu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NÍELSSON Fyrst var ég eitthvað að brölta þarna á jeppa en þá var einn ágætur sveitarstjóri sem bein- línis skammaði mig og spurði hvað ég væri að þvælast um í alls konar veðrum og ófærð. 2 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 5 -9 A B C 2 4 1 5 -9 9 8 0 2 4 1 5 -9 8 4 4 2 4 1 5 -9 7 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.